Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Gemsar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór með dóttur minni á þessa mynd og hún hló allan tímann.

Ég skemmti mér líka vel og þá sérstaklega þegar hún sagði: Mamma það eru ekki allir unglingar svona!. Það var góður punktur. En það er einmitt það sem sagt er í myndinni. Við foreldrar vitum ekki mikið um líf barna okkar og ef það er ekki meira en þarna er sýnt þá erum við heppin. Ég var líka unglingur og þekki þetta. Mér finnst þetta með betri íslensku myndum sem ég hef séð og hún hefði ekki mátt vera miklu lengri þá hefði hún verið farin að endurtaka sig. Þetta er frábær mynd sem allir foreldrar ættu að sjá. Leikararnir standa sig frábærlega og þá sérstaklega Sigurður Skúlason sem vinnur sinn stærsta leiksigur á ferlinum. Hann er frábær sem perrinn og hentar breiðtjaldinu vel - maður sem á að vera í kvikmyndum.

Þetta er mynd fyrir alla aldurshópa.

María Hreins.






Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei