Gagnrýni eftir:
Crossroads
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja mér fannst nú að það ætti að fara að koma alvöru umfjöllun um þessa hundleiðinlegu mynd. Hún er að öllu leyti hörmung. Allt sem mögulega hægt er að gera vitlaust er gert vitlaust. Handritið er hörmulega fyrirsjáanlegt og illa skrifað, leikaravalið (surprise surprise) er hörmung og ekki bætir tónlistin úr neinu. Þessi mynd er byggð á þeim grundvelli að fá 10-12 ára Britney Spears áhangendur og er því ekki lagt neitt í hana. Þessi mynd er til af sömu ástæðu og margar hljómsveitir (án þess að ég nefni nein nöfn), sú ástæða er að græða. Þessi mynd var viss um að fá góða aðsókn og góðar umsagnir frá 10 ára britney spears gelgjum og vona ég að britney reyni sig ekki aftur í bíómyndabransanum, þótt ég tali nú ekki um tónlistarbransann. allir sem ætla samt á myndina góða skemmtun, takið með ykkur moggan eða eitthvað til að drepa tímann. Eina sem ég var með var bíóblaðið og ég kann það utanað staf fyrir staf.
Not Another Teen Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er nú soldið fyndið. Ekki myndin samt. Það er verið að gera grín að unglingamyndum líkt og scary movie gerir grín að hrollvekjum. Það eina við þetta er að þessi mynd er jafnvel leiðinlegri og hugmyndasnauðari en unglingamyndirnar sjálfar. Myndirnar sem mest eru teknar fyrir eru American Pie og 10 things I hate about you. Ég hef séð allar 3 (American Pie 1 og 2 og 10 things...) og ég verð að segja að mér fannst þær drepleiðinlegar, en samt skemmtilegri en þessi. Þessi mynd gerir út á það sama og þær, nekt og kynlíf (sem við unglingarnir höfum nú svo gaman af að við gætum horft á 7 svoleiðis myndir á einum degi).
Allt í allt fannst mér þessi mynd hryllileg, ég brosti að einstaka atriðum en það nægði ekki til þess að þessi mynd fengi heila stjörnu.
Kung Pow: Enter the Fist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin gerir grín að svokölluðum Martial arts myndum í Naked gun stíl. Hún tekur margar senur úr kínverskri mynd frá árinu 1976 að nafni Hu He Shuang Xing eða Tiger & Crane fists á enskunni. Öll atriðin sem þeir tóku úr henni döbbuðu þeir, á þann hátt að röddin og varirnar pössuðu aldrei saman og slepptu stundum að tala þegar raddir persónanna hreyfast.
Myndin er leikstýrð og skrifuð af Steve Oedekerk, sem er einnig aðalleikari myndarinnar.
Söguþráðurinn er sá að fjölskylda aðalpersónunar (Oedekerk), sem ég man ekki alveg hvað heitir, er drepin þegar hann er einungis ungabarn, myndin gengur út á það að Oedekerk ætlar að finna og drepa þann sem drap fjölskylduna.
Á leiðinni hittir hann margt fólk, og hann berst við 90% þeirra. Hann finnur einnig út að hann sé The chosen one.
Ég gat ekki beðið eftir að myndin kláraðist en ég hló samt næstum alla myndina. Ef ykkur fannst Naked gun myndirnar góðar mun ykkur líka ágætlega þessi, en hún nær ekki næstum jafnmiklum og góðum húmor og þær myndir hafa.