Gagnrýni eftir:
Deep Blue Sea0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er ágæt ef maður slekkur á heilanum áður en stutt er play. Óvænt, spennandi fyndinn og svöl eru allt orð sem má nota í sömu setningu og The Deep Blue Sea. Því miður gleymdi ég að slökkva á gráa efninu sem mótar höfðukúpu mína að utan og fljótlega fóru taugasímarnir að hringja. Misvitrir vísindamenn hafa sett upp rannsóknarstofu út í reginhafi þar sem gerðar eru tilraunir á hákarlaheilum. Notaðar eru aðferðir erfðafræðinnar til þess að stækka heila þessara annars skemmtilegu dýra og þannig gera þau gáfaðari. Gestaþraut: hvað var að síðustu setningunni? Svar: ef þú vinnur á kaffihúsi og við lokun eitt kvöldið sérðu óvenju breiðan og djúpan hatt liggja á einhverjum stólanna, hugsar þú þá: vá þetta hlýtur að vera gáfaður maður.
Eini munurinn á heila dýrsins eftir ofangreint erfðafikt er orkuinntak hans, þ.e nú er erfiðara fyrir littlu greyin að lifa. Af hverju, jú þetta er nú eftir allt saman bara útblásinn fiskheili sem varla fæst mikið fyrir á japönskum markaði. Stóri heilinn lætur sér ekki nægja að framleiða meira rafmagn en forveri hans, heldur virðist hann einnig geta lesið hugsanir manna. Ja, einhvernvegin virðist hákarlarnir vita hvað videomyndavél sé og hafa vit á að eyðileggja allt slíkt. Þetta er þó aðeins smáundirmáli í.......The Master Plan Of The Homesick Sharkes sem ekki má fara nánar út í hér. Mynd þessi hefði allt eins getað heitið Jurassic Park: The Deep Blue Sea
vegna þess hversu söguþræðirnir eru líkir. Þó DBS hafi að sjálfsögðu ekkert með Júratímabilið að gera né eigi sér stað í einhverjum garði. Þegar öllu er á botnin hvolft tekur botninn bara úr og mænuvökvinn lekur út. Ein stjarna fyrir viðleitni.

