Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Three Kings
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Gríðarleg vonbrigði og syfja var það eina sem þessi mynd skildi eftir sig hjá mér og mínum og af viðbrögðum fólks sem labbaði út af myndinni þá vorum við ekki einu þolendurnir sem þessi mynd skildi eftir sig.. Líklega má rekja þessi miklu vonbrigði til þeirrar væntingar sem ég hafði um myndina strax og það spurðist um gerð hennar enda sögð líkjast hinni mögnuðu mynd Hetjur Kellys sem talin er ein af perlum stríðsmyndanna. Fyrir það fyrsta þá er þessi mynd alls ekki stríðsmynd í þeim skilningi sem fólk hefur almennt um stríðsmyndir heldur er meira verið að fjalla þann mannlega harmleik sem átti sér stað í persaflóastríðinu sem út af fyrir sig er hið besta mál ef menn hafa það innsæi sem þarf til að fjalla um svo vandmeðfarið efni. Það eina sem kemur út úr dramanum í þessari mynd er væmni og hundleiðilegur rembingur af margskonar tagi sem oftar en ekki er útkoman þegar illa tekst til með dramamyndir. Ef fólk vill sjá vandaða mynd þar sem fjallað er um sambærilegt efni og reynt er að gera í þessari mynd þá mæli ég með mynd sem því miður hefur ekki hlotið þá athygli sem hún á skilið en hún heitir Savior og skartar Dennis Quaid í aðalhlutverki. Leikurinn og öll samtöl eru virkilega rislítil og þá sérstaklega þegar líða fer á myndina og myndavélinni er beint að tregafullum samskiptum hermananna við innfædda. Sérstaklega voru George Cloony og Ice Cub óspennandi, sá fyrrnefndi væmin eins og blúndurgardína á meðan sá síðarnefndi hvorki gerði né sagði neitt af viti alla myndina. Öll umgjörð myndarinnar var með ágætum eins og við var að búast enda kunnáttumenn sem þar koma að verki. Það hefur aldrei komið fyrir að kvikmynd sem ég hef borgað mig inn á í bíó hafi verið svo leiðinleg að kvöl hafi verið á að horfa og er mér með öllu óskiljanlegur þessi stjörnufans sem verið er að gefa þessu rusli á þessari síðu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
End of Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sú var tíðin að austuríska eikin þótti trygging fyrir allt það besta sem kom frá kvikmyndaiðnaðinum í flokki hasarmynda og báru myndir þessar undantekningarlaust með sér nýja og ferska strauma. Síðustu árin hefur hins vegar hallað verulega undan fæti hjá goðinu og hefur honum ekki tekist að fylgja eftir þeim kröfum sem áhorfendur gera í dag, þ.e.a.s. góð saga, gott handrit og ekki síst frumleiki. Í nýjustu mynd hans End of Days virðist vera vottur af viðleitni um bót en hvergi nóg ef duga skal. Myndin er töluvert flott og nær kvótanum hvað varðar stórar sprengingar en því miður dugar það hvergi til að koma góðum trylli á toppinn í dag. Söguþráðurinn er ekki upp á neina stjörnu og er fyrirsjánlegur allt til enda auk þess að vera á köflum leiðinlegur. Samt sem áður má hafa þokkalega skemmtun út úr myndinni og nokkur atriði býsna góð þó aðalega í fyrri hluta myndarinnar. Í fáum orðum miðlungsmynd frá Arnold.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei