Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Last Airbender
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Allt of hratt farið yfir
Söguþráðurinn í myndinni er svo hraður og sundurtættur, ég sá teikniseríuna og hún var góð en í myndinni er reynt að taka það besta úr seríu 1 og búa til 100 mínútna mynd. Þeir hefðu betur bætt við áttatíu mínútum og gert myndina hægari og skiljanlegri, í stað þess að vera alltaf á hlaupum alla myndina. Get ekki mælt með þessari mynd, horfið frekar á seríuna. (Avatar-the last airbender)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Breaking and Entering
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hið gullna hindber
Af öllum þeim kvikmyndum sem ég hef séð, þá er þetta ein lélegasta kvikmynd sem ég hef séð. Það er ekki það að mótleikarar Jude Law geri ekki sitt besta en Jude Law var yfirburða lélegur í þessari mynd. Ég er kannski ekki alltaf hrifinn af væmni en ég ætlast til þess að þegar leikarinn á að vera sorgmæddur, glaður eða spenntur að hann geri eitthvað annað en að stara á mótleikarann með hlutlausan svip og tali með hlutlausum tóni. Þetta er eina myndin sem ég hef farið á með vini mínum þar sem hann hefur sparkað út í loftið af pirringi yfir lélegum leik. Söguþráðurinn bauð upp á að þetta hefði getað orðið góð mynd en allt kom fyrir ekki. Ég man alveg hvað ég sagði við vin minn þegar ég var búinn að horfa á myndina: "mér fannst Jude Law góður í AI-Artificial Intellience", síðan hinkraði ég aðeins, hugsaði og sagði: "en þar lék hann líka vélmenni"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Underworld: Rise of the Lycans
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myrk mynd
Ekki að undra að þetta sé svolítið myrk mynd enda á þetta að vera að gerast á 15 öld en minna mátti það vera. Ég kunni alveg ágætlega vel við fyrstu og aðra myndina en þessi þótti mér eiginlega bara léleg. Sé bara engan tilgang með henni annan en að reyna að pranga/gabba pening úr aðdáendum hinna myndanna tveggja. Ég veit ekki hvernig myndin hefði verið ef ég hefði ekki verið búinn að horfa á hinar tvær en hjá mér var hún alveg hræðilega leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Domestic Disturbance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Er það ímyndun í mér eða eru myndirnar sem John Travolta farnar að vera svolítið hræðilega ömulegar. Oft þá fer maður á myndir bara ef vinsæll leikari er á plakatinu. Ég held að John ætti annaðhvort að setjast niður og lesa handritin áður en hann leikur í þeim eða að hætta að leika. Titillinn segir hvað myndin er um: Heimilisofbeldi. Þessi mynd er næstum því minna en hálfri stjörnu virði sem ég gef henni aðallega vegna hins eitt sinn góðs leikara John Travolta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Fat Liar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd með Frankie Munz(Malcolm In the middle) er með mörgum góðum leikurum. Sem bættir næstum því upp fyrir slæman söguþráð og lélegan húmór. En samt verð ég að segja að myndin hafi verið fín því ég varð a.m.k ekki leiður. Þetta er svona einskonar fjölskyldumynd. En þó aðallega fyrir krakka á aldrinum 8-13 ára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Van Wilder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd hálfhikandi eftir að hafa séð plakatið og nafnið á myndinni en myndin fékk góð meðmæli vina minna. Þannig að ég fór. Og hvað get ég annað sagt en að myndin sé mjög góð.

Myndin snerist um strák sem var aðalnúmerið í háskólanum og virtist því bara ekki vilja útskrifast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Men in Black II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hérna er á ferðinni mynd sem greinilega hefur ekki verið eytt of miklum tíma eða peningum í að gera. Will Smith er í myndinni orðinn að miklu rólegri persónu. Sem svona eyðileggur myndina alveg (sérstaklega þar sem Jones leikur alvarlega persónu). Þessi mynd er það sem er kallað afþreyingarmynd. Ráðlegging mín til ykkar: Bíðið þangað til hún kemur á spólu, Ódýrara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Black Hawk Down
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að ég átti virkilega von á einhverri rosalegri mynd eftir allt góða umtalið. Síðan fór ég á hana. Eftir svakaleg bið að eitthvað myndi gerast þá var eins og maður væri að hlusta á bilaða plötu. Í öðrum orðum sagt, myndin varð hræðilega einhæf. Mér fór að leiðast og varð hálffegin þegar myndin var búin. En samt þá skil ég alveg ameríkananna e. 11 sep. En persónulega þá get ég ekki mælt með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jurassic Park III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mynd sem ég kalla endurtekningu, þ.e. það er ekkert nýtt í myndinni sem við höfum ekki séð áður. Þetta er hvorki spennandi, fyndin né neitt annað gott. Eina fólkið sem ætti að sjá þessa væri fólkið sem horfir mjög lítið á myndir. En persónulega þá myndi ég mæla að fólk horfði á eitthvað annað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd. Þá átti ég von á einhverju miklu miðað við það sem ég sá fyrir mörgum árum í gömlu apaplánetumyndunum. Ég held ég segi þetta á mjög einfaldan hátt: Ég horfði einu sinni á hana, síðan hefur mig ekki langað að sjá hana aftur. Þetta er mynd sem maður sér einu sinni en ekki aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Pie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ekki ein besta mynd sem ég hef séð en kemur þó með einhvern skemmtilegan húmór. Mér þótti hún svolítið langdregin. Það að bíða í 20 mínútur eftir hlátri í grínmynd sem kostaði 800 kr að fara á þykir mér dýrt. En þetta er nú samt ágætismynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jurassic Park III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mynd sem ég kalla endurtekningu, þ.e. það er ekkert nýtt í myndinni sem við höfum ekki séð áður. Þetta er hvorki spennandi, fyndin né neitt annað gott. Eina fólkið sem ætti að sjá þessa væri fólkið sem horfir mjög lítið á myndir. En persónulega þá myndi ég mæla að fólk horfði á eitthvað annað.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Freddy Got Fingered
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er svo ógeðslega léleg að ég get ekki gefið henni nema eina stjörnu fyrir að gera eitthvað sem fólk sér ekki í mörgum myndum.(t.d Snerta tippið á stóð hesti og fróa honum). Viðkvæmar sálir: EKKI FARA Á ÞESSA MYND!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ætla mér ekki að fara með alla söguna hérna eins og margir hér fyrir ofan mig en segi þó þetta. Ef þið eruð ekki búin að fara á þessa hreint ótrúlega góðu mynd þá farið á hana STRAX!!! Jafnvel þótt að þetta sé svolítið öðruvísi en bókin þá er þetta samt alveg ótrúlega góð mynd. Í stuttu máli þá snýst myndin um stuttfót og félaga hans sem verða að fara með illan galdrahring í eldfjall þar sem hann var búinn til og eyða honum. Því annars mun hinn illi Sauron koma og taka hringinn og ná heimsyfirráðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Amelie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð mynd. En ég held þó að hún sé svolítið of alvarleg fyrir unga áhorfendur(<15). En mér þótti hún mjög góð mynd. Hún var fyndin, spennandi o.fl. Frakkar eru að gera fleiri og fleiri góðar myndir. Það eru samt miklar líkur á að Hollywood búi til endurgerð af þessari mynd eins og með flestar góðar franskar myndir. Þetta er ein mynd sem hægt er að setja í kvikmyndasafnið. Örrugt 800 krónanna virði og jafnvel meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Just Visiting
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er hreinlega bara endurgerð eftir franskri mynd. Sami söguþráður, bara tvær breytingar. 1. Í stað frakklands þá eru þeir í Bandaríkjunum. 2. Í stað ensku þá er töluð franska. Það er bara eitt sem ég vill segja til fólks um þessa mynd. Annaðhvort horfið núna á frönsku myndina eða bíðið hreinlega eftir bandarísku útgáfunni. Þið sparið a.m.k 250 kr á því.(Miði í bíó kostar 800 kr, en að leigja nýja spólu kostar 250-550, og gamla 100-350)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Atlantis: The Lost Empire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð teiknimynd. Þótt að það séu náttúrlega nokkrir gallar á henni.(eins og t.d það að þegar er verið að þýða eitthvað þá merkir oftast eitt fornt tákn oftast orð en ekki einn lítinn staf o.fl). Þessi mynd er mjög góð fjölskyldumynd. En ég er að verða svolítið þreyttur á þessari klisju hjá disney(Stelpa í klípu, strákur bjargar henni, þau lifa hamingjusöm eftir það). En ætli Disney sé ekki bara að fara eftir hinu einföldu reglu: Ef það virkar, ekki breyta því.(If it ain´t broken, don´t fix it)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shallow Hal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er satt að segja mjög væmin og dálítið leiðinleg. En hefur samt sína góðu punkta. Eins og sagt var hér fyrir ofan þá virðist sem grínmyndirnar sem þeir gerðu áður sem voru sprenghlægilegar og voru með góðum húmór sem gerði grín að hinu og þessu. En núna þá er eins og myndirnar séu gerðar svo að enginn taki þær til sín. Já, það er kannski gert grín að feitu og ólaglegu fólki en samt þá var það ekki eins og t.d nutty little professor, the mask og fleiri myndir sem gerðu a.m.k grín að einhverju án þess að taka tillit til allra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Not Another Teen Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hreint ekki góð mynd. Ef ég þyrfti að búa til línurit yfir hvenær myndin væri a.m.k eitthvað fyndin þá væri það svona á 20 mínútna fresti. Þessi mynd virðist reyna að blanda saman atriðum úr hinum ýmsu myndum(Never been kissed, Loser o.fl)en tekst bara ekki að mynda persónurnar almennilega(líklegast vegna fjölda lélegra leikara. Niðurstaða: Ef ykkur finnst lélegur leikur og síendurteknar klisjur fyndnar þá farið þið á þessa mynd annars farið á einhverja betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monsters, Inc.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð fjölskyldumynd. En það vantar samt eitthvað í hana. Þess vegna gef ég henni bara 3 stjörnur en ekki 4.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Get Over It
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd með ekkert sérstaklega frægum en góðum leikurum og fínum söguþræði. Þessa mynd ætti enginn maður að missa af
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Klassísk mynd þar sem aumingja saklausi dópsalinn er svikinn af félögum sínum og settur í fangelsi. Manni finnst oft eins og aðalpersónan sé að biðja mann um að vorkenna sér í þessari mynd. Góðir leikarar, mjög vel sett saman en það vantar þó ýmislegt í myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei