Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



My Science Project
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd byrjar einhverntíma í fortíðinni, eftir síðari heimsstyrjöld. Líklega er þar verið að vísa í Rosswell atvikið svonefnda, allavega er byrjunin þannig að bandaríski herinn finnur geimskip og ákveður að losa sig við það í snarhasti!


Nokkrum áratugum síðar eru tveir svalir framhaldsskóla nemar að leita að einhverju drasli á ruslahaug hersins til að sleppa ódýrt við að gera verkefni í vísindatíma í skólanum. Greyin finna óvart hlut úr geimskipinu og þegar þeir eru að fikta í honum setja þeir hann óvart í gang.


Þeir hafa náttúrulega ekki hugmynd um hvað þetta er og þegar kennarinn þeirra hverfur inní vélina líst þeim ekki á blikuna, enda meira en að segja það að slökkva á hlutnum sem reynist vera einskonar tímavél.


Inní söguna blandast svo ljóta stelpan í bekknum (sem er skotin í aðaltöffaranum og alls ekki ljót) og aðal nördinn í bekknum sem er mjög forvitinn um vélina.


Það eftir minnilegasta við myndina er án efa Dennis Hopper í hlutverki vísinda kennarans sem er gamall hippi. Fullkomið hlutverk fyrir Hopper! Samkvæmt myndinni er framtíð mannkyns líka býsna dökk!


Ég var ekki mjög gamall þegar ég sá þessa mynd fyrst og hafði mjög gaman að henni, hún er alls ekki slæm þó hún hafi ekki elst vel og alveg ágæt afþreying.


Tvær og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
RoboCop
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún gerist í náini framtíð í Detroid borg í Bandaríkjunum og fjallar um lögguna Murphy (Peter Weller) sem er fluttur til í starfi og lendir í því hverfi þar sem flestir glæpir eru framdir. Strax á fyrsta degi lendir hann í því að reyna að handsama hættulegasta glæpamann borgarinnar og gengi hans sem eru nýbúnir að ræna banka. Murphy hefur sér til aðstoðar kvenkyns löggu sem kallar ekki allt ömmu sína. Þau ráðast ein síns til atlögu við bófana þegar ljóst er að liðsauki mun ekki berast í tíma. Murphy er þá skotinn í klessu af bófunum og deyr. Hátækni fyrirtæki nokkuð kemst yfir lík Murphys og notar það til að búa til vélmenni (cyborg), eins konar ofur-löggu til að binda enda á glæpi í borginni í eitt skipti fyrir öll. Allt gengur vel þar til heilann úr Murphy fer að ráma í fyrra líf og langar til að leita hefnda.


Þessi mynd er mjög dökk og blóðug (hreinlega viðbjóðsleg á köflum) og Paul Verhofen (leikstjótrinn) tekst að búa til góða stemmingu og halda uppi góðum hraða út alla mynd. Kvikmyndataka og allar tæknibrellur eru mjög góðar miðað við hvenær myndin er gerð og hafa elst vel. Leikararnir standa sig allir vel þó að Miguel Ferrer ofleiki smá. Þetta er líklega besta hlutverk Peter Weller, ég efa að hann egi eftir að gera betur. Gaman er að sjá Kurtwood Smith (pabbinn í That 70s Show) leika þarna eitt mesta ógeð sem ég hef séð á hvíta tjaldinu.


Að lokum er handritið algjör snild. Að sjálfsögðu mun ég ekki kjafta frá en læt duga að segja að siðferðisboðskapur myndarinnar einn sér er næg ástæða fyrir þig að horfa á myndina sért þú ekki búin(n) að því.


Drop your weapon, you have 15 seconds to comply! -ED209
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei