Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Get Carter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það þarf ekki meira en tvö orð til að lýsa Get Carter: Hrein Hörmung..... Leikurinn er Hryllingur, söguþráðurinn og bara já Algjört waste of time and money.

Ekki sjá þessa !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég veit að það er ekki mikið liðið af árinu 2001 en samt hef hef ég á tilfinningunni að þessi mynd eigi eftir að vera með þeim verri sem ég sé. Myndin fjallar um þjófana Joe Moore leikinn af Gene Hackman (Royal Tenenbaums, Get Shorty),Bobby Blane leikinn af Delroy Lindo (Ransom, Romeo Must Die), Don 'Pinky' Pincus leikinn af Ricky Jay og Fran Moore leikin af Rebecca Pidgeon (State and Main, The Winslow Boy) Þau vinna fyrir Bergman leikinn af Danny DeVito (Get Shorty, Man on the moon). En eftir síðasta rán vill hann ekki borga þeim fyrir það nema þau taki að sér annað rán sem er það síðasta sem Joe gerir og eftir það fer myndin að verða verri og verri og manni verður alveg sama hvað gerist og síðan toppar hún þetta alveg í lokin með þessum hræðilega klisjuendi.

Ekki borga ykkur inná þessa lélegu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Joy Ride
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst Joy undantekningarlaust eiga skilið alla þá jákvæðu umfjöllun sem hún hefur fengið og á því fyllilega skilið þrjár og hálfa stjörnu. Myndinhefst á því að (Lewis)Paul Walker fær sér bíl til að sækja vinkunu sína Vennu leikin af Leelee Sobieski(Glass House) en á leiðinni þarf hann að sækja bróður sinn, vandræðagemsann Fuller (Steve Zahn)og kaupa þeir síðan einhverja gamla talstöð og byrja síðan að stríða vörubílstjóra sem kallar sig Rusty Nail og upphefst þá mikil spenna og hryllingur og spurningin: Hverjir lifa af???Steve Zahn stelur senunni og er alveg þess virði að borga sig inn á Joy Ride bara til þess að sjá hann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Training Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst þessi mynd vera sérlega góð vegna söguþráðs og góðs samleiks milli Denzel Washington og Ethan Hawke. Myndin er með þeim betri sem ég hef séð á árinu og er söguþráðurinn á þá leið að Jake (Ethan) er nýbúinn að fá að fara í inntökupróf í fíkniefnadeild, leiðbeinandinn er Alonzo (Denzel) og kemst Jake að því að hann Alonzo er bara spillt lögga og stelur og selur dóp og annað slíkt. Mæli með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shadow of the Vampire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Shadow of the vampire er góð mynd í vægast sagt alla staði og leikur Willem Dafoe (Nosferatu) og John Malkovich (Leikstjóri sem er brjálaður). Söguþráðurinn er vægast sagt furðulegur og er á þá leið að leikstjórinn (Malkovich) vill svo desperatly gera góða vampírumynd að hann fær Max Schreck (DaFoe) sem er vampíra í leikaraliðið til að hafa myndina sem raunverulegasta en brátt getur hún ekki hamið blóðþorsta sinn og byrjar að slátra leikaraliðinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei