Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Quills
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vááá!!! þessi mynd er ekkert nema eitt stórt meistaraverk um markgreifa að nafni Marquee de Sade sem var settur inn á geðveikrahæli. Þvottakonan á hælinu gerist fljótt aðdáandi markgreifans og byrjar að smygla öllum sögum Marquee út af hælinu til útgefanda sem prentir bækurnar hans og spillir frönsku þjóðinni með þeim, en þetta eru erótískar sögur og þegar stjórnunarmenn hælisins frétta þetta taka þeir öll skriffæri og allan munað frá greifanum. Þessi mynd kom mér mjög á óvart en ég hélt ég að ég væri að fara að horfa á einhverja breska ástarþvælu en ég varð bara mjög sáttur með þessa mynd. Þrjár og hálf stjarna frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghost Ship
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, þá er maður nýbúinn að skella sér á Ghost ship og mér líður bara eins og ég hafi mjög mikla löngun til að fara í sund, en nóg með það. Myndin hefst á því að maður sér margt fólk vera að skemmta sér á hinu fínasta skemmtiferðaskipi og allir eru að dansa við seiðandi tónlist en svo verður allur fjandinn laus. 40 árum seinna finnst skipið út á miðju hafi og björgunarhópur nokkur hefur ákveðið sér að bjarga þessu skipi og hirða peninginn fyrir það (án þess að láta neinn vita af þessum fundi að sjálfsögðu) en auðvitað gerist eitthvað, og þar endar frásögnin um myndina og hefst gagnrýnin. í fyrsta lagi þá líður manni eins og maður hafi séð þessa nákvæmlegu sömu mynd fyrir löngu, það er nefnilega af því að nær allt úr henni er stolið úr myndum eins og The Haunting, The Cube, Alien Resurection en það sem mér finnst merkilegt er að þessi mynd er alveg NÁKVÆMLEGA eins og Virus með Jamie Lee Curtis, það er kvennhetja sem þolir allt og gerist á risa skipi sem er alveg tómt, ekki sála um borð. Tónlistin gerði sitt gagn í myndinni og náði manni í smá fíling og fyrir hlé þá skemmti ég mér rosalega vel, en eftir hléð þá snérist allt við, maður vissi nákvæmlega hvað gerðist um borð í skipinu á fimm mínútum og þá er myndin eyðilögð. það var alveg tilgangslaust að hafa alla þessa drauga því maður fær að sjá nokkra í fyrra hléinu og svo er það allt búið, aðeins tveir draugar sem sjást í seinni helmingnum. Og að lokum vil ég kvarta út af endinum af því að þetta er sá versti endir sem ég hef séð í kvikmynd og ég hef séð þær margar, aðalhetjan hélt að hún gæti drepið einhvern djöful með því að sprengja hann og síðan sprengist bara allt skipið og allt fer í tætlur en AUÐVITAÐ sér maður hetjuna synda hægt og rólega í burtu frá sprungnu skipinu og lifa þetta allt af. Ég get lýst meira af myndinni en ég vill koma því út úr mér að þetta er ekki mynd sem maður fer á í bíó, bíðið eftir að hún kemur á spólu, það gerist fljótlega, trúið mér
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

OOOHHHHHH, Hryllingur, ÉG gerði hrikaleg mistök að kaupa þessa mynd á DVD. Þessi mynd hefur ekki neitt nema góðan leik upp á að bjóða en það hefur nú ekki allt að gera með kvikmyndina, myndin hefur nú fræga leikara á borð við Val Kilmer, Al Pacino og Robert De Niro en ég gat samt varla haldið mér vakandi fyri þessari rusl mynd. Handritið er rusl, tónlistin er rusl, leikstjórnin ekki alveg nógu góð og þarf ég þá nokkuð að nefna meira en útkomuna úr þessu öllu saman? RRRUUUSSSLLL!!! hálf stjarna frá mér...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Little Shop of Horrors
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

ARRRGGGGG,þetta er svo ömurleg mynd að ég get ekki fundið réttu orðin til að lýsa því, mér leiddist alltof mikið við að horfa. Söguþráðurinn er eitthva á þá leið að einhver maður með ómerkilegt nafn ræktar syngjandi mannætublóm (fólk ætti að sjá af söguþráðnum að myndin hefur ekkert nema rusl á að bjóða). Hálf stjarna frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mission: Impossible II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æ æ, þegar ég frétti að það ætti að gera framhald af Mission Impossible bjóst ég við algjöru rusli því að sú fyrri er hundleiðinleg og alltof ofmetin, en það sama verð ég að segja um þessa. Handritið og hugmyndin er mjög slæm að og Tom Cruise sýnir mjög slæman leik og svo gera meðleikarar hans líka en hann Tommi reynir allavega að halda myndinni uppi mrð leik sínum en eins og ég nefndi áðan þá tekst honum það ekki vel.John Woo tekst vel upp með leikstjórnina og þess vegna bætti ég stjörnu við einkunnina. Ein og hálf stjarna frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Deep Blue Sea
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja... ég skemmti mér bara þó nokkuð vel yfir þessarri mynd og hún svoldið spennandi en COME ON, hugmyndin var ekki nógu góð. þó að mannfólkið stækki heilann á hákarli þá þýðir það ekki að hákarlinn viti meira og getur reiknað út fyrir hvað manneskja ætlar að gera, líka tók ég eftir því að þegar hákarlarnir syntu aftur á bak þá vil ég taka það fram að hákarla geta það alls EKKI, í fyrsta lagi þá kunna þeir það ekki og hafa ekki hugmynd að það sé hægt, og í öðru lagi þá það er það líkamlega ógerlegt fyrir þá því að þeir myndu bara kafna. Ég gef þessarri mynd 2 stjörnur fyrir heimskuna en hún fær ekki fullt hús (fjórar stjörnur) af því hugmyndin var léleg og að reyna að fá fólk til að trúa að svona hrikalega fáránlegir hlutir geta gerst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jason X
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get ekki annað en gefið þessarri mynd góða einkunn, hún er sprenghlægileg og sérstaklega eitt morðið í henni, þeir sem hafa séð hana ættu að vita hvaða atriði ég er að tala um ef ég nefni orðið svefnpoki :) . Þegar ég leigði þeesa mynd hélt ég að þetta væri algjört rusl en svo var ekki, hún var nú spennandi á köflum en hún á ekki skilið að vera kölluð hrollvekja. Ég skemmti mér mjög vel yfir þessari mynd og mæli með henni fyrir jalla sem hafa séð fyrri Friday the 13th myndirnar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Predator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Langbesta mynd Arnold hvað sem seinna nafnið er. Ég verð bara að segja að ég dýrka myndirnar hans Arnold þar sem hann leikur mann með enga sögu :) , Annað en End of Days rusl myndin hans þar sem hann var í sífellri sorg. Myndin fjallar um hóp sérsveitamanna með Arnold í forustu sem sérhæfa sig í björgunaraðgergum og í þetta skipti eru þeir sendir í frumskóg í Afríku til að bjarga Bandarískum ræðumanni og áhöfn hans minnir mig en hann átti að hafa verið hertekinn af skæruliðum í frumskógnum. Þegar sérsveitin kemur á staðin finna þeir lík af annarri sérsveit en líkin höfðu verið húðflett og byrjar sumum í frumskóginum að gruna að engir skæruliðar hafi gert þetta... Ég vill ekki segja frá of miklu þannig ég dreg mig í hlé núna og gef þessari frábæru mynd þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Congo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég var lítill horfði ég á þessa mynd hjá vini mínum en í hvert skipti sem ég reyndi að horfa á hana missti ég alltaf af endinum. Ég hafði alveg rosalegan áhuga á þessari en svo kom að því í gær að ég leigði hana og ég náði LOKSINS að klára hana og ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum að ég fór vælandi í rúmið, nei bara að grínast, hún var samt mjög slæm, leikurinn hræðilegur fyrir utan hjá apanum, táknmálið hans var flott og fyrir þá sem halda að apinn tali þá er það vitlaust því maðurinn sem þjálfaði hann fann upp tæki sem talar fyrir þá mállausu eða aþað þýðir táknmál. Myndin gengur út á það eitthvað fyrir tæki sendi leiðangur til að finna demanta í myrkustu frumskógum Kongó en síðan hverfur leiðangurinn skyndilega og þá senda þeir auðvitað annan leiðangur til að finna út hvað kom fyrir forvera þeirra. Tvær stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Butcher Boy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Glæsilega gerð mynd um ömurlega æsku írsks drengs, pabbi hans er drykkjuraftur og móðir hans er á lyfjum og er geðveik. Þessi mynd kemur skemmtilega á óvart á köflum og maður skiptir svo oft um skoðanir, annað hvort hatar maður drenginn, hlær með honum eða vorkennir honum, ég endaði meöð því að hlæja með honum. Alveg fín mynd. Þrjár stjörnur frá mér plús versta greinin mín um mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jurassic Park
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja... Hvað get ég sagt um Jurassic Park annað en að þetta sé algjört rugl frá upphafi til enda. Myndin fjallar um eiganda stórfyrirtækis sem grefur upp gamla gullna froðu sem inniheldur moskító flugu frá tíma risaeðlanna, auðvitað hefur flugan sogið blóð úr risaeðlunum þannig að þeir taka DNA úr henni og byrja að klóna alls kyns risaeðlur. Síðan fer allt úr böndunum og allar kjötæturnar sleppa. Fyrsta vitleysan sem ég sá var að hversu ólíklegt það er að þessi eina moskítófluga innihélt DNA úr öllum þessum risaeðlum sem þeir klónuðu, þetta voru svona allar risaeðlur frá tíma grameðlunnar. Önnur vitleysan er að hve vitlaust getur fólk verið að opna skemmtigarð sem inniheldur allskonar kjötætur og önnur eitruð kvikyndi, ég meina það fyrsta sem mér dytti í hug væri að allir gestirnir yrðu étnir, en það gerðist ákkurat næstum því. Það voru margar aðrar vitleysur sem ég fann en það myndi taka mig allt kvöldið að skrifa þær þannig að ég dreg mig í hlé frá vitleysunum og held áfram. Ástæðan fyrir að þessi mynd fékk stjörnu frá mér er fyrir tæknibrellurnar sem voru furðulega vel heppnaðar. Ein og hálf stjarna frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Almost Heroes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, síðasta myndin sem góðvinur minn í gegnum árin Chris Farley lék í áður en hann dó. Myndin fjallar um tvo ævintýramenn sem ætla sér að vera fyrstir til að kortleggja leiðina til Atlantshafsins held ég (örugglega ekki rétt hjá mér) en þeir eru að keppast við aðra tvo menn til að vera fyrstir. Á leiðinni lenda þeir í heilmiklum ævintýrum með vinum sínum (hljómar eins og kærleiksbyrnirnir hjá mér). Þessi mynd er ekkert rosalega fyndin en hugmyndin var góð og þess vegna fær hún svona margar stjörnur, einnig fær hún þriðju persónuna bara útaf Chris Farley, hann er uppáhalds leikarinn minn og ég mun aldrei draga hann í svaðið. Þrjár stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Under Siege 2: Dark Territory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

GUÐ MINN GÓÐUR!!! Þetta er ein versta mynd í heimi kvikymdasögunnar og mig sem hlakkaði til að sjá þenna viðbjóð. Myndin fjallar um hryðjuverkamenn sem rændu lest og settu um borð í hana búnað til að stjórna gervitungli en það sem þeir búast ekki við er að vöðvabúntið Ryback Casey (eða eitthvað þannig) var um borð með frænku sinni og þegar þeir taka hana í gíslingu verður Ryback reiður og byrjar að drepa alla. Ég veit að maður á ekki að búast við miklu þegar maður horfir á mynd með Steven Seagal en ég hafði ekki hugmynd að hann gæti lagst svo lágt að samþykkja að taka þátt í þessu rusli. Hálf stjarna frá mér útaf góðgerðasemi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Battlefield Earth: A Saga of the Year 3000
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Guð minn góður!!! Þetta er ein versta mynd sem ég hef séð, það tók 15 klukkutíma að klára að horfa á þenna hrylling því ég bara gat ekki horft á mikinn hlut af henni í einu. Það semég skil ekki er að John Tracolta virðist vera að draga sjálfa sig í svaðið undanfarið með því að leika í myndum sem hafa engan neista eða geislun sem kalla á áhorfendur til að fara á myndina í bíó. Sjálfur leigði ég hana því að ég hafði lesið gagnrýnina en ég átti ekki von á svona hryllingi. Maður fær hroll af því að horfa á þessa mynd. Engin stjarna frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
3000 Miles to Graceland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

3000 Miles To Graceland er en ein af þessum misheppnuðu kvikmyndum Kevin Costner´s, ef það er einhver leikari sem leikstjórinn hefði ekki átt að velja í hlutverkið þá er það Kevin Costner, hann bara passar ekki í hlutverk vonda karlsins. Myndin fjallar um hóp ræningja sem ætla sér að ræna spilavíti í Las Vegas en síðan fer allt úrskeiðis þegar einn maðurinn deyr, einn snýst gegn hópnum og hinir eru drepnir. Þegar einungis tveir eru eftir í hópnum byrja þeir að keppast um peningana. Myndin kemur er fyrirsjáanleg og er bara endalaus leiðindi allan þann vesalingstíma sem maður eyðir í að horfa á hana. Einungis ein og hálf stjarna frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Escape from L.A.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja... Í Escape from L.A. hefur jarðskjálfti gerst á kaliforníu sem skar hana út frá bandaríkjunum þannig að Los Angeles borgin er orðin eyja sem er notuð til að hýsa dæmda glæpamenn. Sú ógæfa gerist er að dóttir Bandaríkjaforseta hefur verið tæld á tálar af aðal glæpamanninum í borg englanna og flutti hún til hans. Eini vandinn er sá að hún tók með sér tæki sem hefur það afl að taka allt rafmagnið af heiminum. Björgunarleiðangur Bandaríkjamanna mistekst og þá hafa þeir engann annan kost en að biðja Snake Plissken til að bjarga forsetadótturinni og ná þessu stórhættulega tæki. Myndin er ekki mjög góð en Kurt Russell heldur henni uppi vegna frábærs leiks eins og venjulega hjá þessum leikara. Tvær stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Event Horizon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Brr... Ein ógnvægilegasta mynd allra tíma... Ég horfði á hana einn, seint um kvöldið og varð ekkert smá hræddur. Myndin fjallar um hóp geimfara sem eru send í björgunarleiðangur til að bjarga löngu týndu geimskipi sem jörðin hafði nýfengið skilaboð frá. Ein besta mynd sem ég hef séð og hún heldur manni hræddum í marga dagam tæknibrellurnar eru frábærar en ástæðan fyrir því að ég dró hálfa stjörnu frá þessari mynd er af því að endirinn verðu svoldið langdreginn. þrjár og hálf stjarna frá mér
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Thing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Langbesta mynd mynd John Carpenter´s og uppáhaldsmyndin mín. Myndin er um hóp vísindamanna á suðurpólnum (eða norðurpólnum, er ekki alveg viss) sem lenda í þeim erfiðleikum að þurfa að kljást við geimveru sem norskur rannsóknarhópur hafði fundið frosna í ísnum. Það sem þeir vita ekki er að geimveran tekur á sig form allra lífvera sem hún kemst nálægt fyrr en það er orðið of seint. Að mínu mati sýnir Kurt Russell frábæran leik í þessari mynd og heldur hann henni á lífi, ekki hefði ég viljað sjá neinn annan í hans hlutverki í þessari mynd. Fjórar stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei