Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



S1m0ne
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er alveg einstaklega hæg og óraunsæ mynd. Þetta er ein lélegasta mynd sem ég hef séð. Hún er um leikstjóra sem er alveg að fara á hausinn og engin leikkona vill vinna fyrir hann svo að hann ásamt einhverjum geðsjúkling býr til tölvugerða leikkonu sem er svo fullkomin að það er ekki til fullkomnari mannvera í heiminum. Svo að hann gefur út eina mynd með henni og allir dýrka hana.. og vilja fá að hitta hana. En hún er bara tölva og það má enginn vita að hún er það. Svo er þetta bara um það að leikstjórinn er að reyna að fela það fyrir almenningi. Eins og þið sjáið er þetta ekkert voðalega heillandi. Þannig að ég vona bara að þið farið ekki að eyða peningum ykkar í að sjá hana.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei