Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Ladykillers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Ladykillers, það litla sem ég vissi áður en ég sá hana var að þetta er endurgerð af eldri mynd sem bar þetta sama nafn. Þetta er mynd eftir Coen bræðurna og ber myndin greinilega þess merki. Í grófum dráttum þá er þessi mynd um hin vellesna Professor G.H. Dorr (Tom Hanks) sem er ekkert annað en pirrandi þjófur og svindlari. Hann hefur sett saman fríðan hóp og hefur skipulagt rán. Gerist í litlum bæ þar sem aldrei neitt gerist nema þegar Marva Munson (Irma P. Hall) þarf að láta bjarga kettinum sínum. Meðal annara leikara eru Marlon Wayans, J.K. Simmons og Tzi Ma. Þetta er svörtkomedía og byrjar ágætlega en mér finnst hún ekki stefna neitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Butterfly Effect
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var á leiðinni í kvikmyndahús á boðsýningu á The Butterfly Effect, hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara að sjá. Vissi reyndar að ég væri að fara að sjá Aston Kutcher í mynd sem væri nú mun meiri alvara í en That 70's show og Dude where's my car.


Þessi mynd kom mér virkilega skemmtilega á óvart, hún fékk mig til að hugsa allsvakalega. Hvað ef þessi möguleiki væri til staðar að þetta væri hægt, höfuðið á manni er nú órannsakað þannig það er nú vitað frekar lítið um það. Ég vil ekki gefa upp ofmikið um þráðinn í myndinni því það skemmir ef það er sagt ofmikið, þetta er mynd sem maður þarf aðeins að hugsa um þegar hún er búin.


En ef við tölum um afhverju ég gaf henni fjórar stjörnur þá er það vegna skemmtanagildi myndarinnar því það eru gallar í henni eins og öðrum myndum. Ég vil ekki vera draga gallana upp á yfirborðið því það er nú ekki víst að fólk fatti þá. Ég var kominn á fjórða dag í hugsun um myndina þegar ég sagði við sjálfan mig: ...en þetta getur bara ekki staðið því....


Þessi mynd er afbragðs afþreying og mæli ég eindregið með að fólk sjái hana. Er það betra að sjá hana í kvikmyndahúsi eða ég myndi telja svo en í dag eru ótrúlegustu tæki á heimilum svo það gæti verið ágætt að sjá hana þar. Látið hana ekki fram hjá ykkur fara.


Takk fyrir mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Peter Pan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Pétur Pan. Skemmtileg mynd fyrir börn jafnt sem fullorðna. Sjálfur er ég að skríða vel yfir tvítugt og þótti myndin virkilega skemmtileg. Vildi gefa myndina þrjár og hálfa stjörnu en fyrir litlu systur mína þá varð ég að gefa henni fjórar. Henni þótti myndin alveg æðisleg, hún er tólf ára. Ef ég á nú að segja aðeins frá myndinni þá er hér eitthvað hægt að kjammsa á.

Það sem ég tók helst eftir var hvað myndin var rosalega flott og tónlist passaði rosalega vel við myndina. Oft getur tónlist skemmt flotta og góða mynd. Það finnst mér að minnsta kosti. Ætla ekki að nefna nein nöfn, þar að segja hver gerði hvar. Bara hvað var flott og hvað mér fannst ekki alveg nógu gott. Til dæmis fannst mér Glingló eins og hún heitir víst ekki alveg nóg og góð. En var samt skemmtileg. Fannst annars allir leikararir stór góðir. Án þess að minnast eitthvað á hvað leikarar heita og nöfn á fólki sem koma myndinni við þá get ekki komið meira til ykkar lesendur. Vonandi gefur þetta ykkur einhverja hugmynd um hvað mér þótti um myndina. Mæli með henni fyrir börn jafnt sem fullorðna sérstaklega þau sem hafa gaman af alvöru sígildu ævintýri. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei