Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Down to Earth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er endurgerð á mynd sem Warren Beatty lék í á áttunda áratugnum sem heitir Heaven can wait. Persónulega finnst mér alltaf leiðinlegt þegar menn eru sífellt að endugera myndir. Það virkar á mig eins og menn nenni einfaldlega ekki að vera frumlegir og finna því einhvern söguþráð úr gamallri mynd sem þeir halda að allir séu búnir að gleyma eða einhverri evrópskri mynd sem hefur ekki náð neinum vinsældum í Ameríku, vegna þess að kanarnir eru svo ótrúlega tregir við að taka við efni sem kemur ekki frá Hollywood. Dæmi um svona vinnubrögð eru fjölmörg og verð ég þá að nefna um eitt versta dæmið, en það er þegar Cameron Crowe tók spænsku myndina Abre los ojos og þýddi hana yfir á ensku og útkoman varð Vanilla sky með Tom Cruice og Penelope Cruz.

En núna er ég komin langt út fyrir efnið, Down to earth er ágætlega vel heppnuð endurgerð. Chris Rock heldur myndinni uppi, enda er maðurinn fáránlega fyndin í hvaða hlutverki sem hann tekur að sér. En ég mæli þó með að fólk leigi sér frekar Heaven can wait.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost and Delirious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég setti þessa mynd í tækið hafði ég nákvæmlega engar væntingar what so ever, þrátt fyrir frábæra dóma sem myndin fær hvaðanæva að. Þessi mynd svipar örlítið til sænsku myndarinnar Fucking Åmal, þ.e.a.s. hún fjallar um ástarsamband tveggja stelpna.

Önnur stelpnanna er svokölluð sterio-týpa og reynir að falla inn í hópinn, en hinni er nákvæmlega sama hvað öðrum finnst og hefur skoðanir á öllu. Svo kemur babb í bátinn þegar systir sterio-týpunnar kemur að þeim tveimur í rúminu og hefst þá svaka dramtískt ris í myndinni sem verður á tímum þreytandi (svolítið mikið væló). En myndin er nokkuð góð og undarlegt að maður hefur ekki heyrt um hana fyrr, því svona söguþráður vill oft vekja dálitla athygli. En það verður að segjast að hún er nokkuð djörf á köflum og kemur það mér dálítið á óvart að Kvikmyndaeftirlit ríkisins leyfir þessa mynd öllum aldurshópum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei