Gagnrýni eftir:
Training Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ótrúlega flott og góð mynd. Denzel með óskarsleik í þessari mynd.
Mæli með þessari fyrir alla eðlilega þenkjandi persónur.
Black Hawk Down
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flott mynd. Flottar tökur og fínn leikur. Svona strákamynd! Þýðir ekkert að bjóða konunni á þessa.
Einfaldlega góður kostur með strákunum!
Ali
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vond mynd. Hefði verið hægt að gera miklu betri mynd. Langdregin og þreytandi. Ef þú vilt virkilega fara á hana (t.d. dýrkar Will Smith eins og Gísli Kr.) þá skaltu ekki fara of seint því þá sofnar þú!
We Were Soldiers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
We Were Soldiers er flott stríðsmynd. Hún byrjar rólega og er hálfpartinn væminn fyrstu 20 mín eða svo. Síðan þegar í stríðið kemur er hún hreint út sagt stórkostleg. Flott atriði, allt sýnt og það sem kom virkilega á óvart var að Bandaríkin voru ekki bara að focusera á sjálfa sig. Sýndu líka frá N-Víetnömum og hvað fór um huga þeirra þ.e. USA sýndi að andstæðingurinn er líka fólk. Ennfremur var allt þetta sem ógeðslegt (og maður ímyndar sér þegar stríð er) sýnt.
S.s. flott mynd og virkilega góð skemmtun.