Gagnrýni eftir:
Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hræðileg í einu orði sagt. Þessi mynd er einhver sú allra versta framhaldsmynd sem gerð hefur verið. Eugene Levy náði ekki einu sinni að kreista fram bros hjá mér og á ég bágt með að skilja af hverju hann lét hafa sig út í þessa vitleysu. Þessi kvikmynd er einungis gerð til þess að mjólka pening á velgengni fyrri myndarinnar (enda koma engir af lykilaðstandendum fyrri myndarinnar nálægt þessari framleiðslu). Ég gef Eric Christian Olsen hálfa stjörnu fyrir túlkun sína á Lloyd Christmas og nær hann karakternum alveg óaðfinnanlega, skuggalega líkur Jim Carrey í öllum hreyfingum og töktum. Ef þú þarft nauðsynlega að sjá þessa mynd bíddu þangað til að hún verður sýnd á gömlu gufunni, alls ekki eyða pening í að sjá hana, ekki einu sinni á myndbandi.

