Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað var Tim Burton að hugsa?

Hvernig ætlaði hann sér að toppa þetta gamla meistarastykki (sem ég ráðlegg öllum sem ekki hafa séð að sjá). Þeir sem þekkja til gömlu myndarinnar muna e.t.v að endirinn var einn sá óvæntasti í kvikmyndasögunni þó að einhverjum hafi grunað hver hann yrði. Nýja mynd Burtons er eins langt frá upphaflegu myndinni og hugsast getur. Til að byrja með geta mennirnir talað, eitt af því sem gerði fyrri myndina svo áhrifaríka var að þeir gátu ekki talað og voru þess vegna enn líkari öpum, aparnir í þessari mynd eru ekki eins þróaðir og þeir í fyrri myndinni þar sem þeir áttu allir að vera nokkurskonar vísindamenn. Í mynd Burtons virðast vondu aparnir vera stríðsmenn og vitgrannir en í eldri myndinni voru þeir mun hættulegri því þeir voru einstaklega snjallir og gerðu 'ómannúðlegar'-tilraunir á mönnum.

Samantekt: í stað þess að eyða 500+ krónum í þessa nýju mynd Burtons þá væri nær að líta á gamlan gimstein og dusta af honum rykið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monty Python and the Holy Grail
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd í alla staði

Þó að ég sé stór aðdáandi Monty Python og hafi séð flest sem hægt er að sjá með þeim þá er alltaf hægt að horfa á meistaraverkin aftur (Holy Grail og Life of Brian). Hér er gert stólpagrín að gömlu riddarasögunum um Arthúr og riddara hringborðsins eins og aðeins MP geta gert. Augljóst er að myndin fékk ekki eins mikinn fjárhag og LOB en einmitt þessvegna er hún klassísk. MP höfðu fyrir myndina verið frumkvöðlar í framsetningu silly húmors og hann skín í gegn í myndinni.

Stórkostleg skemmtun fyrir alla, konur og kalla og einstaka hamstra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei