Gagnrýni eftir:
Bulletproof Monk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Í einu orði sagt arfaslök. Það eina jákvæða við þessa mynd er ágætis samleikur Chow yun fat og Seann William Scott. Myndin er þvílíkt bull að það hálfa væri nóg. Hefði virkað betur að sleppa allri alvöru og hafa hana einungis sem grínmynd. Hún er einfaldlega of vitlaus til að geta orðið spennandi. Ég hafði ekki einu sinni gaman af bardagaatriðunum. Þessi Matrix hopp og allt það kjaftæði virka bara ekki í öllum myndum.
Das Experiment
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er óhætt að segja að þessi þýski spennutryllir hafi komið mér skemmtilega á óvart og raunar hélt hún mér í heljargreipum allan tímann. Myndin sem byggð er á atburðum er gerðust við Stanford háskólann í Bandaríkjunum 1971. Hópur af einstaklingum býður sig fram í tilraun sem á að kanna mannlega hegðun við ákveðnar aðstæður. Mönnunum er skipt í tvo hópa. Annar hópurinn ber að leika fanga sem eru læstir í klefum og er frelsi þeirra tekið frá þeim, hinn hópurinn er svo fangaverðir sem eru algerlega frjálsir en eiga að hafa hemil á föngunum án þess að nota líkamlegt ofbeldi. Moritz Bleibtreu leikur aðalpersónuna sem er blaðamaður og tekur þátt í tilrauninni til að skrifa um hana frétt, en lendir í fangahópnum sem gerir honum erfitt fyrir. Eins og gefur að skilja leysist allt upp í rugl þegar fagaverðirnir fara að taka starfið sitt alvarlega og brjóta fangana niður andlega. Myndin heppnast vel og þá sérlega handritið, sem heldur manni vel spenntum allan tímann og kemur ávallt á óvart. Persónur eru kynntar vel sem gerir það að verkum að áhrifin af tilrauninni koma vel fram hjá hverjum og einum. Sífellt meiri spenna byggist, frá fyrstu mínútu en nær svo hápunkti í endinum
Harrison's Flowers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Harrison’s flowers gerist árið 1991 í Júgoslaviu og segir frá borgarastyrjöldinni þar í landi. Slóvenar og Króatar lýas því yfir að þeir ætli að brjótast úr hinu júgóslavneska ríkjasambandi sem veldur því að spennan í landinu eykst gríðarlega. Einkum varð ástandið slæmt í Króatíu þar sem serbneskar fylkingar rústa heilu þorpunum og öllu þeim sem þar eru. M.a. var þorpið Vukovar algerlega lagt í rúst en þar gerist myndin að hluta til. Myndin segir frá konu (Andie McDowell) sem heldur til Júgóslavíu til að hafa upp á týnda manninum sínum sem skömmu áður hafði farið sem ljósmyndari til Júgóslavíu. Hún gerir sér ekki grein fyrir þeim svakalegu hörmungum sem þar eiga sér stað þegar Serbar undir stjórn Milosevic murka lífið úr saklausum íbúum. Hún slæst í hóp með ljósmyndurum og lendir í miðjum átökum. Adrian Brody leikur einn ljósmyndarann og er senuþjófurinn í myndinni. Það sem kom mér helst á óvart er hversu ljót og sláandi myndin er. Hryllingurinn sem einkenndi þessa borgarastyrjöld framar öðrum kemur vel fram og myndin nær virkilega vel til manns. Myndatakan og öll framsetning myndarinnar á auðvitað sinn þátt í því en allt ytra útlit er einstaklega vel gert. Leikur Andie er frábær og raunar er allt gott um þessa mynd að segja
The Deer Hunter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ef ég ætti að bera þessa mynd saman við Apocalypse now eða Full metal jacket yrði þessi í þriðja sæti, en Full metal jacket í fyrsta. Myndin sem segir frá nokkrum félögum sem eru kvaddir í herinn til þess að berjast í Víetnam. Myndin segir svo frá samskiptum þeirra á undan stríðinu, í stríðinu og svo eftir stríðið. Fram að stríðslokum er myndin frábær í alla staði og stríðsátökin eru sérlega vel gerð. Þeir DeNiro og Walken fara á kostum og átti sá síðarnefndi óskarinn svo sannarlega skilið. Það sem fyrst og fremst skemmir myndina er kaflinn þegar stríðið er búið og þeir félagar eru komnir heim. Myndin verður þá ótrúlega langdreginn. Ég geri mér grein fyrir því að í myndinni eru stríðsátökin sjálf ekki aðalatriðið heldur þau áhrif sem stríðið hafði á hermennina og hvernig sálir þeirra eru skemmdar. Þessi áhrifin koma vel fram og allt það skilar sér vel. Hins vegar breytir það ekki þeirri staðreynd að myndin er allt of langdreginn og á síðasta klukkutímanum gerist nánast ekkert. Sjálfur átti ég í mesta basli með að halda mér vakandi.
Knockaround Guys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Einföld en stórgóð glæpamynd með Barry Pepper í aðalhlutverki. Hann leikur son glæpaforingja sem reynir hvað hann getur til að þóknast föður sínum, en hefur ekki haft árangur sem erfiði. Hann tekur því að sér einfalt en mikilvægt verkefni fyrir föður sem felst í því að ná í tösku fulla af peningum. Auðvitað klúðrast verkefnið og glatast taskan í hendur lögreglustjóra í litlum smábæ lengst út í rassgati. Smalar stráksi saman vinum sínum fjórum sem ætla að sína sveitalúðunum hver ræður og ná töskunni. Leikaravalið er einstaklega vel valið en þeir sem koma m.a. annars við sögu er Vin Diesel, Dennis Hopper, John Malkovich, Set Green auk Barry Peppers. Þeir standa sig með prýði og enn undraðist ég á persónutöfrunum sem Vin Diesel býr yfir. Maðurinn er bara svo cool.
Road to Perdition
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Road to perdition er glæpamynd eftir leikstjóra American beauty. Hún fjallar í stuttu máli um mann er starfar fyrir mafíuna en þarf að leggja á flótta með son sinn undan henni eftir að strákurinn hans verður vitni að morði. Þótt ég hafi orðið fyrir talsverðum vonbrigðum með Road to perdition er hún nú samt meira en einhver miðlungs mynd. Það er fyrst og fremst frábærum leik hjá þeim Tom Hanks og Paul Newman sem og frábæru ytra útliti. Sviðsmyndin er t.d. stórkostleg. Myndin er frekar dimm og drungaleg, persónurnar þungar og er sorgin er allsráðandi. Ég held ég hafi sjaldan eða aldrei séð jafn þunga og bælda persónu eins Tom Hanks í þessari mynd og því er manni nokkurn veginn sama hvort hann drepst eða ekki. Paul Newman fær úr litlu að moða en gerir þó frábærlega og Jude Law fær hreinlega úr engu að moða. Ágætis mynd en er ekki skugginn af því sem hún hefði getað verið
The Last Castle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin the last castle fjallar í stuttu máli um hershöfðingjann Eugene Irwin (Robert Redford)sem er dæmdur í fangelsi fyrir mistök sem hann gerði í einhverjum herleiðangri, og þarf að dúsa í herfangelsi sem James Gandolfini stjórnar með harðri hendi. Irwin er mikil hetja og þjónusta hans við föðurlandið hefur gert hann að hálfgerðri goðsögn meðal hermanna. Í fangelsinu tekur hann svo við stjórn mála til að reyna að koma Gandolfini frá störfum, vegna ómanneskjulegar framkomu við fangana.
Ég hafði heyrt margt slæmt um þessa mynd, og var þess vegna ekki með miklar væntingar til hennar, og hún kom mér bara nokkuð á óvart. Ég hef ekkert út á ytra útlitið að setja. Myndatakan er t.d. mjög góð, sem og áhættuatriðin og allt það. Þeir Gandolfini og Redford eiga fínan leik og spellpassa inn í hlutverkin, sérstaklega þó Gandolfini. Innihaldið er aftur á móti ekki alveg jafn gott. Það eru t.d. endalaust mikið af klisjum, sem maður hefur séð trilljón sinnum, einnig er myndin frekar fyrirsjáanleg. Þetta fór samt ekkert svakalega í pirrurnar á mér, kannski vegna þess að Gandolfini og Redford eru mjög færir leikarar, og samtölin þeirra á milli eru oft á tíðum góð. Það sem fór hins vegar mikið í taugarnar á mér er þetta helv.... þjóðernisást kanans sem er gersamlega að drepa alla úr væmni, þar sem allt snýst um ameríska fánann. T.d. er lokaatriðið svo væmið og ömurlegt að maður vissi ekki hvort maður ætti að hlæja eða grenja. Samt sem áður má hafa gaman af henni, ef maður er tilbúin til að horfa framhjá þjóðernisrembing kanans.
Drowning Mona
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þótt Drowning Mona sé engin stórmynd, þá kom hún mér skemmtilega á óvart. Myndin gerist í Verplack, litlum smábæ í Bandaríkjunum þar sem allir þekkja alla. Í upphafi fáum við að sjá þegar kona að nafni Mona Dearly (Bette Midler) ekur bílnum sínum fram af klett, ofan í vatn og deyr. Ljóst er að einhver hefur fiktað við fremsurnar og tekur þá við rannsókn sem lögreglustjórinn í bænum (Danny De Vito) sér um ásamt treggáfuðu aðstoðarmönnum sínum. Á meðan á rannsókninni stendur fáum við að kynnast nokkrum skrautlegum persónum bæjarins og hvernig þau tengjast Monu. Rannsóknin gengur mjög illa og erfitt reynist að fækka grunuðum, vegna þess að Mona var afskaplega illa innrætt og leiðinleg manneskja, og þess vegna hötuð af öllum. Þótt myndin snúist um þessa ráðgátu þá er þetta alls engin sakamálamynd og plottið því algjört aukaatriði. Mér fannst það hins vegar ekki skemma því persónurnar eru svo skemmtilega skrifaðar og yndislega vonlausar, og samtölin frábær. Danny De Vito, Jamie Lee Curtis, Casey Affleck, Neve Campbell, William Fichter og Will Farrell standa sig öll vel, en Bette Midler þó best, og eru flashback atriðin með henni frábær. Yndisleg svört grínmynd
A.I. Artificial Intelligence
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á þessa mynd í bíó fljótlega þegar byrjað var að sýna hana, en treysti mér hins vegar ekki að skrifa um hana fyrr en ég var búin að sjá hana aftur á Video. Myndin segir frá 11 ára strák, David, sem á yfirborðinu lítur út fyrir að vera venjulegur drengur, en er í raun vélmenni. Myndin gerist í framtíðinni og mannkynið treystir orðið á ómetanlega hjálp vélmenna. David er fyrsti sinnar tegundar, og er hann gæddur mannlegum tilfinningum, sem gerir honum m.a. kleift að elska og eiga ósviknar tilfinningar. Hann kemst fljótlega í eigu hjóna og á að koma í stað sonar þeirra sem liggur í dauðadái. Allt gengur vel um sinn, eða þangað til að sonurinn vaknar úr dáinu, og þar með er David vísað á dyr. David stendur nú einn uppi í skringilegri veröld þar sem hann þekkir ekkert til. Hann nýtur þó félagsskapar vélmennisins Gigalo Joe sem er sérhannað til að veita manneskjum fullnægingu, og saman lenda þeir í ýmsum ævintýrum. Ytri útlit myndarinnar er nánast fullkomið. Stórkostlegar sjónbrellur, topp myndataka og tónlistin, sem mér fannst það besta, enda var John Williams réttilega tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hana. Þrátt fyrir þetta er hún að mínu mati ekki sú stórmynd sem margir vilja meina, því hún nær ekki að halda dampi og síðasti hlutinn er mjög leiðinlegur, langdreginn og allt og væmin fyrir minn smekk. Þótt fyrri hlutinn sé mjög dramatískur og frekar sorglegur (t.d. þegar David er skilinn eftir út í skógi) þá ber hann klárlega með sér Kubrick keim. Þ.e.a.s hún er aldrei væminn því hún hefur ákveðinn drunga yfir sér og er pínulítið creepy á köflum. Hún missir hins vegar allan drunga og verður því afskaplega væminn og endirinn var svo langdreginn að ég spólaði nánast yfir hann allan. Það er greinilegt að Kubrick hefur ekki komið nálægt honum og raunar ótrúlegt að slíkur fagmaður eins og Spielberg hafi samið svona vitleysu. Hann var eiginlega einum of frumlegur (þótt frumleiki sé oftast jákvæður). Leikarar stóðu sig mjög vel og þá sérstaklega Jude Law og Frances O' Connor, en Haley Joel stóð sig einnig ágætlega. Þrátt fyrir þessa galla á myndinni finnst mér að kvikmyndaunnendur ættu ekki að sleppa henni, vegna þess að hún er áhugaverð.
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þær eru fáar myndirnar sem hafa haft jafnmikil áhrif á mig eins og Shawshank redemption og sorglegt að hún skildi ekki fá óskarinn fyrir bestu myndina á sínum tíma, þótt Forest Gump hafi verið mjög góð. Myndin er leikstýrð af Frank Darabont (Green Mile), en er byggð á samnefndri sögu Stephen Kings. Myndin segir frá Andy Dufresne, manni sem sendur er alsaklaus í lífstíðarfangelsi fyrir morð á kærustunni sinni og hjámanni hennar. Eins og gefur að skilja reynist fangelsisvistin ekki auðveld, en hann kynnist fljótlega Red (Morgan Freeman) sem er einhvers konar reddari innan fangelsins og mjög virtur af hinum föngunum. Þeir verða góðir vinir og segir myndin svo frá langri baráttu þeirra og einstakri vináttu innan veggja fangelsins. Þótt myndin gerist að mestu í fangelsinu þá er þetta engin hasarmynd, heldur svona spennu drama á mannlegu nótunum og segir mjög ítarlega og á raunsæann hátt frá lífi og tilfinningum fanganna. Hún verður samt aldrei væmin og er ekki alls ekk langdreginn. Samtölin í myndinni eru oft á tíðum frábær, og persónurnar vel skrifaðar. Tim Robbins og Morgan Freeman eru magnaðir í hlutverkum sínum og aukahlutverkin eru einnig einstaklega vel skipuð þótt ekki séu þar margir frægir. Einstök mynd sem allir ættu að sjá. Mér fannst hún meira að segja betri en bókin, og er ég þó mikill aðdáandi Stephen Kings
The Score
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Score er leikstýrð af Frank Oz og fjallar um Nick Wells, innbrotsþjóf sem er orðin leiður á starfi sínu og vill sinna kærustunni sinni (Angela Bassett) og rekstri jassklúbs sem hann rekur. Max, (Marlon brando) lærimeistari og samstarfsmaður Wells fær hann til að fremja lokarán, fífldjarft innbrot í hús tollgæslunnar í Montreal. Þar hefur Brando komið sér upp samstarfsmanni sem á að aðstoða De Niro við innbrotið, en hann er leikinn af Edward Norton. Með Frank Oz sem leikstjóra, De Niro og Norton í aðalhlutverkum og Marlon Brando og Angelu Bassett í aukahlutverki býst maður við gæðamynd, enda þar á ferðinni miklir fagmenn. Myndin stendur hins vegar ekki undir nafni og dettur niður í meðalmennskuna, og jafnvel niður fyrir það. í myndinni er að finna margar klisjur og vantar frumleika í hana. Það fór sérstaklega í taugarnar á mér þegar ég horfði á þessa mynd því það er svo áberandi. Ef meiri hasar og spenna hefði verið í myndinni hefði þetta ekki skipt eins miklu máli. Málið er bara að myndin byrjar mjög hægt og fyrstu 90 mínúturnar gerist mjög fátt. Þegar loksins kemur svo að ráninu sjálfu er ágætlega að því staðið en myndin nær samt ekki upp almennilegri spennu. Edward Norton skilar sínu hlutverki mjög vel og De Niro og Brando stóðu einnig fyrir sínu, en flest annað var lélegt.
Léon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er Luc Besson sem leikstýrir þessari frábæru mynd, sem skartar Jean Reno, Natalie Portman og Gary Oldman í aðalhlutverkum. Reno leikur leigumorðingja, sem tekur að sér unga stúlku (Natalie Portman) sem býr í næstu íbúð, þegar fjölskylda hennar er drepin af spilltri eiturlyfjalöggu (Gary Oldman). Hann kennir henni að drepa , og saman reyna þau svo að hefna fyrir fjölskyldu hennar. Jean Reno og Gary Oldman leika hlutverk sín alveg óaðfinnanlega. Reno sem miskunnarlaus og einrænn leigumorðingi, og Oldman sem snargeðveik, spillt lögga. Samt sem áður er þá toppar Natalie Portman þá báða og vinnur þvílíkan leiksigur að annað eins hefur varla sést. Allt annað tekst líka vel, eins og myndataka, klipping og tónlistin þá sérstaklega. Sum atriðin í myndini eru svo ótrúlega töff að maður þreytist aldrei við að horfa þau, t.d. þegar Oldman tekur pillurnar sínar og í fyrsta atriðinu þar sem Reno slátrar heilu liði. Myndin hefur allt sem þarf, drama, spennu, hrylling og húmor og tekst leikstóranum að blanda öllu þessu saman á flottan hátt. Klárlega ein besta mynd Luc Bessons og slær jafnvel Nikitu við.
The Fast and the Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fast and the Furious er að mínu mati týpísk tveggja stjörnu mynd. Hún inniheldur annars vegar afskaplega þunnt og klisjukennt handrit, hún er mjög fyrirsjáanleg og persónurnar eru flestar mjög illa skrifaðar. Það jákvæða við þessa mynd hins vegar eru flottir bílar, fallegt kvenfólk og svo Vin Diesel sem er eini leikarinn sem virðist vera starfi sínu vaxin enda er maðurinn töffari. Michelle Rodriguez er reyndar efnileg leikkona en persónan sem hún leikur er svo þunn og illa skrifuð þannig að hún fær ekki úr miklu að moða, og það á reyndar við um flesta aukaleikarana. Myndin gerist í Los Angeles og fjallar um löggu sem leikinn er að Paul Walker, þessi ágæta lögga villir á sér heimildir sem kappakstursmaður í klíku sem Vin Diesel stjórnar til að rannsaka eitthvað rán, en þessi klíka gerir lítið annað en að stunda ólöglegan götukappakstur á götum borgarinnar. Þrátt fyrir alla gallana hafði ég samt lúmskt gaman af myndinni og hló ég þá aðallega af Paul Walker og leiklistarhæfileikum hans sem eru mjög takmarkaðir, enda var hann eins og illa gerður hlutur því hann passar engan veginn í svona hlutverk. Með þetta ógeðslega barbí glott og þessa hárgreiðslu lítur hann frekar út eins og einhver hommalegur hárgreiðslusnyrtir. Hann dregur myndina um 1/2 stjörnu og er hann kominn upp í 1. sæti hjá mér yfir lélegasta leikarann.