Gagnrýni eftir:
Along Came a Spider0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis afþreying er hér á ferð með stórleikaranum Morgan Freeman. Ég varð þó fyrir nokkrum vonbrigðum með spennuleysið í myndinni en yfir höfuð var þetta bara fín mynd, með nokkrum flækjum og meðalgóðum söguþræði.
Scream 30 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég veit að stjörnugjöf mín virkar sláandi fyrir Scream aðdáendur en það er nú bara einfaldlega þannig að þessi mynd var vægast sagt mjög slök. Byrjunaratriðið greip mann og hélt manni í heljargreipum en þegar maður hélt að myndin yrði öll þannig, þá verð ég að segja að maður hafi verið blekktur. Eftir þetta frábæra byrjunaratriði (sem að eitt og sér vann til þessarar hálfu stjörnu) fannst mér liggur við meira spennandi að horfa á poppið en myndina. Aðalleikararnir voru afburða daprir og skrítið að enginn þeirra skyldi vinna til Kirsu berjaverðlaunanna (andstæðan við Óskarinn). Einnig verð ég að bæta við þetta að í fyrri myndunum var maður virkilega spenntur af því að þá gat allt gerst og persónurnar gerðu ekki einhverja útreiknanlega hluti eins og að ganga um ein í húsi þar sem að brjálaður morðingi drepur þá sem ganga um einir. Því er þessi mynd bara gerð fyrir þá sem að vilja sjá sem flesta drepna nema í þessari mynd er voðalega lítið um blóð miðað við hið mikla magn af "blóðatriðum" sem að voru í hinum tveimur myndunum. Ég verð þó að hrósa myndinni fyrir einstaklega óvænta(n) morðingja og var það til þess að maður vaknaði af blundinum í endann.

