Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Virgin Suicides
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins var hún sýnd ! Og ég verð að segja að ég var ekki fyrir vonbrigðum, virkilega listræn og falleg mynd. Hún fjallar um Lisbon systurnar 5 sem alast upp í vernduðu umhverfi foreldra sinna, fallegar og vinsælar stelpur sem búa yfir einhverjum dulum sjarma sem engin strákur getur staðist, en það getur haft í för með sér afleiðingar.. Eiginlega er ekki hægt að lýsa myndinni heldur verður maður bara að fara og sjá hana, það var líka frábært að heyra Air sjá um tónlistina og sjá hvernig þetta small saman, myndin og músíkin, mjög flott. Kathleen Turner var þarna að sýna á sér algerlega nýja hlið og útlit, ekki beint það sem maður er vanur að sjá og svo sá maður bregða fyrir hinum ýmsu þekktu andlitum í smá hlutverkum hingað og þangað, henni hefur ekki vantað samböndin leikstjóranum Sofia Coppola enda skyld Francis Ford Coppola. Þessi mynd fær 3 stjörnur hjá mér fyrir listræna leikstjórn og skemmtilegt handrit, falleg og dulin mynd sem ætti að hafa verið löngu löngu fyrr sýnd !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er orðið soldið síðan ég sá myndina en hún fer nú ekki fljótt úr minni manns, Hopkins er alveg meiriháttar í þessu hlutverki sem er jú hans uppáhald, en mér fannst rauðhausinn sem lék Clarice nú frekar glötuð og leiðinlegur leikur hjá henni mjög ósannfærandi og yfirborðskenndur. Mörg atriðin í myndinni voru hreinn viðbjóður, (Ray Liotta við matarborðið) sem ég ætla ekki að nefna, en ég var í sjokki eiginlega eftir myndina, bjóst ekki við svona splatteri....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Baise-moi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd nái minni athygli allan tímann, djörf, gróf og raunveruleg, kannski aðeins of gróf en skilaði sínu. Þetta er eitthvað fyrir þá sem eru komnir með ógeð af óraunveulegum og klisjukenndum Hollýwoodmyndum, þeir ættu að skella sér á þessa og vera tilbúin að sjokkerast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei