Gagnrýni eftir:
Resident Evil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég sá þessa mynd fyrir stuttu og verð að segja að ég hafi orðið fyrir dálitlum vonbrigðum. Resident Evil leikirnir (sem ég hef sjálfur spilað) eru bara svo miklu betri afþví að þar er einbeitt að hrotta og að virkilega hræða mann í staðin fyrir að valda því að þú færð í magann af ógeði (ber þar hæst að nefna laser atriðið...jjjukk). Þessi mynd einbeitir sér nefnilega helst að því að hræða fólk með ógeði og miklu blóði, í leikjunum yrði maður alveg eins hræddur þó að uppvakningarnir væru haltir trúðar. Semsagt held ég að leikstjórar ættu barasta að láta það vera að vera að búa til myndir eftir tölvuleikjum, það er bara ekki ætlað að verða. (Ég líst líka allsekkert á þessa Max Payne mynd þar sem ég er sjálfur óður Maxari) Myndir byggðar á tölvuleikjum og öfugt gera lítið annað en að niðurlægja myndina eða leikinn.
The Lost World: Jurassic Park
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér fannst þessi mynd nú ekkert voðalega góð. í fyrsta lagi er plottið alveg útí hött og er hún mjög langsótt. Ég gef eina stjörnu fyrir það hvað hún er spennandi og ég er viss um að aðrir eru á sama máli og ég gef hálfa fyrir góðar tæknibrellur. Punktur og ekki einu basta.