Gagnrýni eftir:
Saving Silverman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef séð þær betri, það þarf að vera einhver almennileg rökræna sem maður trúir almennilega til að maður getur haft gaman af því, það er annað með myndir eins og Jay&Silent Bob Strike Back, maður vissi að það yrði algjört rugl, en auglýsingar skemma, maður vissi að evil woman yrði rugluð, en alla rökrænu vantar. En samt skemmtilegir leikarar, Steve Zahn, Jason M. Biggs og Jack Black allir skemmtilegir leikarar, en Biggs var ekki að sýna sitt besta.
The Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Rock er ein af þeim fáu myndum sem Michael Bay hefur gert sem eru frammúrskarandi algjör snilld (líka bad boys). Snilldar kvikmyndartaka, mjög vel unnið hljóð, karaktervinnslan í handritinu er frábær, dæmi: Maður fynnur til með John Mason vegna vistarinnar og skilur þörfina til að fara, Maður skilur málstað Gen.Hummel (þýðir ekki að maður styðji hann) Wolmack; algjör asni en skilur gerðir hans. Goodspeed; langar að að vera með konuni en samt vera maður með mönnum meðal FBI, þessir allir karakterar geta réttlætt gerðir sínar þannig að maður skilur það. Michael Bay má líka eiga heiðurinn af góðu leikaravali, eins og Sir Thomas Sean Connery, Nicholas (Kim Coppola) Cage, Ed(ward Allen) Harris,síðan minni hlutverk en góðir leikarar: Phillip Baker Hall, Bokeem Woodbine, William Forsythe,Michael Biehn, John C. McGinley,David Morse, Danny Nucci, og Raymond Cruz.
Armageddon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis mynd, fínar tæknibrellur, en villan (villurnar) er mjög algengt í dag, plottið er ekki úthugsað, söguþráðurinn er úthugsaður að megni en hlutir eins og risavöxnu M-42 byssurnar á armadillo-tækjunum og Gatling byssan...pælingin kanski að ef borarnir allir bila þá skjóta sig í gegn.. Líka með að þegar Hershöfðinginn leikinn af David Keith segir að það væri hægt að skjóta öllum kjarorkuvopnum heimsins og það er ekki nóg. En annars vegar er þetta ágætt áhorfsefni, mjög skemmtilegir leikarar á borð við (Walter) Bruce Willis(son), Ben(jamin Geza) Affleck, Steve Buscemi, Michael Clarke Duncan og Owen (Cunningham)Wilson. (Ég er ekki armageddonfrík, ég er góður á nöfn.)
DragonHeart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er meira varðið í dragonheart en haldið er, Sir Thomas Sean Connery með húmor sem er frábær og sem maður sér ekki oft (Next time you jump in the water and i collect the money). Og Dennis Quaid hefur aldrei áður haft þessa óhefluðu reiði og samt æðislegu kaldhæðni.