Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Good Night, and Good Luck
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ansi góð ræma og þarft innlegg í málefni núlíðandi stundar. Ekki hefðbundin kvikmynd, er að að vissu leiti líkt og furðuvel leikin heimildarmynd enda notast hún við úrklippur úr sjónvarpi frá þeim tíma sem hún gerist í. Myndin er öll í svart-hvítu en tónlistin og hljóðið eru af hinum bestu gæðum.



Mjög fín mynd og góð tilbreyting frá þessu hefðbundna bíói. Á sama tíma gefur hún mikið fyrir hugan að melta og skemmtilegt hvernig eyrun sperrast á öllum í þeim mörgum atriðum þar sem orðið ALCOA kemur við sögu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hafið
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hafið er allveg einstaklega vel heppnuð mynd gerð eftir leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar.


Sagan tekur á ýmsum þeim atriðum sem hafa áhrif á íslensku þjóðarsálina, hlutum sem rætt er um daglega í kaffistofum landans og svo þeim sem fólk þegir dauðans þögn yfir.


Sifjaspell, græðgi, útlendingar, fjölskyldutengsl og eðal íslenskur alkahólismi fá að grosserast á sviði smáþorpsins, þar sem allir eru ofurseldir manninum sem á kvótann, frystihúsið og börnin sem hann kallar heim til sín á ný í byrjun sögunnar því hann vill eiga við þau ákveðið uppgjör áður en hann verður allur.


Slæmar minningar úr fortíðinni mynda svo spennu við græðgi nútímans og þörfinni að flýja dautt samfélag og er það megin inntak myndarinnar, hvernig þessi auðuga fjölskylda þarf að takast á við peninga og sorg og verður úr þessu öllu saman heljarins gauragangur.


Kvikmyndataka, hljóð og lagavel eru nokkuð góð, húmorinn kemur á köflum og er góður, leikaraval alveg ágætt og er þar fremstur meðal jafninga Gunnar Eyjólfsson, því ekki er hjá því hægt að komast að geðjast að þeim, hverjir sem lestir þeirra eru.


Nóg um það, skemmtileg og vel gerð mynd sem vel er hægt að mæla með í bíó, mynd sem að snertir þig, sem þú getur skilið því að þetta er íslensk mynd um Íslendinga (og þá sem vinna í fiskinum fyrir okkur).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei