Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Legally Blonde 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Uss, uss, uss, uss. Versta mynd sem ég hef séð ef ekki versta mynd sem hefur verið framleidd. Mér fannst fyrri myndin alveg ágætis skemmtun og fékk boðsmiða á þessa og hugsaði: Ja, þetta getur nú ekki verið svo slæmt. En trúið mér, þetta var svo slæmt og verra. Myndin fjallar um Elle Woods, ljósku með meiru, sem fær vinnu hjá þingmanni sem er spilltur og bla, bla, bla, bla. Plottið slæmt, húmorinn lélegri og án efa eina myndin sem ég gæti aldrei lagt á mig að horfa á aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Samurai
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vel útfærð og einstaklega áhugaverð mynd. Hún fjallar um Captain Nathan Algren, fyrverandi yfirmann í bandaríska hernum sem tók þátt í árásum gegn Indíánum og átti þátt í drápum á saklausum konum og börnum og það ásækir hann enn. Honum býðst svo starf í að þjálfa Japanaher undir orrustu við uppreisnarmenn, samúræja, og þegar að orrustunni kemur er Japanaher gjörsigraður og Algren er hertekinn af Samúræjunum. Á meðan dvöl hans stendur hjá þeim kynnist hann hinu friðsæla samúræjalífi og verður heillaður af menningunni. En Japanaher ráðleggur ennþá að ráðast á samúræjana og Nathan þarf að velja milli þess að berjast með samúræjunum eða öflugri og vel vopnuðum Japanaher. Myndin er mjög heillandi og einstaklega fræðandi. hún getur verið hæg, en söguþráðurinn heldur því alveg ágætlega uppi. Svo eru bardagarnir mjög flottir. Altt í allt mjög góð og áhugaverð skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Usual Suspects
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar maður heyrir að nýjar spennumyndir koma út er maður ekki mikið spenntur. Ég hef séð aragrúa af spennumyndum og hef eiginlega séð allt sem getur gerst og þegar ég sest niður og horfi á spennumynd get ég vanalega getið mér til um hvað gerist næst. Þess vegna er mikilvægt að koma með svona sniðugar myndir eins og The Usual Suspects. Mjög vel staðið að henni í alla staði. Handritið gott og leikararnir ágætir, Benicio Del Toro kemur sterkur inn. Mjög sniðugur endir og algjörlega þess virði að eyða tveimur klukkutímum í.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Terminator 3: Rise of the Machines
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Gott handrit, ágætis leikur, góður hasar, góð mynd. Það kom mér satt að segja á óvart hversu vel þeim tókst að leysa söguþráðinn, ég hélt að ekkert yrði eftir að fjalla um. Schwarzenegger í fantaformi. Mér fannst hún góð mynd og svipuð og fyrri tvær myndirnar. Hún er algjörlega þess virði að kíkja á og dæmi svo hver fyrir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Charlie's Angels: Full Throttle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Charlie´s Angels: Full Throttle er svo sem ágætis mynd. Söguþráðurinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir og CSI moment stúlknanna ganga svolítið fram af manni. Bardagaatriðin eru ágæt en englarnir virðast yfir byssur hafnir og nota þær aldrei, jafnvel þó þeir berjist við tugi af vopnuðum mönnum. Þær geta flogið og hoppað eins og ég veit ekki hvað, þótt engin skýring sé gefin á því hvernig þær fari af því að sniðganga þyngdaraflið. Annars var þetta nú ágætisskemmtun ef maður fer ekki í of djúpar pælingar. Dreg frá tvær stjörnur fyrir svolítið fáranleg bardagaatriði og handrit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bruce Almighty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hugmyndin er góð og ágætlega farið með hana. Ágætis handrit og Jim Carrey fer vel með það. Myndin er mjög fyndin að mínu mati og gaman að sjá Carrey sem Guð. Reyndar dregur aðeins úr gríninu síðasta partinn og hin ógeðslega Kanavæmni sést greinilega eins og í svo mörgum myndum og þáttum sem koma frá Bandaríkjunum. Þetta er samt þegar á heildina er litið hörkugóð mynd. Fyrir þá sem fannst Liar Liar góð ætti þetta að vera stórmynd. Ég hvet ykkur eindregið til að sjá hana og dæma sjálf hvernig ykkur finnst hún.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Adventures of Pluto Nash
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér svolítið á óvart. Ég vissi ekkert hvaða spólu átti að leigja einn daginn og skellti mér á þessa. Ég bjóst við hræðilegri mynd með engan húmor. Það eru 5-6 staðir sem kitla hláturtaugarnar. Allt í lagi að sjá hana, ágætis afþreying og manni leiðist ekkert.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einstök upplifun. Myndir byrjar mjög flott en eftir fyrsta atriðið er mikið af samtölum aðalpersónanna, mismikilvæg, og er svosem ágætis pæling á bakvið mörg þeirra, maður þarf bara að fylgjast vel með og pæla svolítið í þessu. Ástaratriði Neos og Trinity er heldur langdregið. Fyrir hlé kemur svo hinn frægi Burley Brawl bardaginn þar sem Neo etur kappi við 100 útgáfur af Agent Smith. Hann er mjög flottur, eins flottur og hægt er að gera það, þótt að margt í honum hafi truflað mig því að það var bersýnilega tölvuteiknað. Eftir hlé er þetta án efa besta action-mynd sem ég hef séð, stútfull af vægast sagt frábærum tæknibrellum, bardögum og æsilegum bílakappakstri. Síðasti hálftíminn er einnig magnaður. Framan af gerist ekki mikið söguþræðilega séð en síðasta hálftímann fara hlutirnir að ganga. Þetta er samt ein besta mynd sem gerð hefur verið, því að ekki má gleyma að fyrri hluti upprunalegu Matrix myndarinnar var heldur langdreginn. Það má ekki taka það út úr samhengi þegar myndirnar eru bornar saman því Matrix 1 hefur líka sína galla. Agent Smith er upp á sitt besta ásamt öllum aðalpersónunum og allir í fullu fjöri. Svo er bara að bíða eftir Revolutions og það getur bætt upplifunina á Matrix 1 og 2 ef hún kemur vel út. Bíðum spennt þangað til nóvember kemur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mean Machine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get lýst Mean Machine í einu orði: snilld. Myndin er með gamla refinum Vinnie Jones í aðalhlutverki sem, eins og ávallt, stendur fyrir sínu. Myndin fjallar um fótboltagoðsögn á Englandi (Jones), sem er hætt í fótbolta vegna hneykslismáls og er fangelsuð fyrir áfengisnotkun undir stýri. Fangelsisstjórinn hyggst láta Jones stjórna fótboltaliði fangelsisins, sem hann neitar, en í staðinn er háður leikur milli fangavarðanna og fanganna. Þá hefst bráðfyndin atbutðarás þar sem líður ekki meira en mínúta milli hláturs. Hinn alræmdi breski húmor setur mark sitt á myndina sem er frábær og vafalaust ein af bestu grínmyndum 21. aldarinnar (þó ekki séu mörg ár búin af henni). Mennirnir á bak við Snatch og Lock Stock framleiða þessa mynd sem er enginn eftirbátur þeirra. Þetta er mynd sem þú verður að sjá, og ef þú ert að leita að einhverju til að lyfta þér upp, þá er Mean Machine besta lausnin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei