Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Red Planet
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að ég var bara þokkalega ánægður með Redplanet miðað við allt það sem ég hafði heyrt um hana. Hún er þó ekki neitt til að hrópa húrra fyrir en er þó ágætis afþreying og er það ekki það eina sem við viljum. Maður fær það á tilfinningunni að í byrjuninni á myndinni sé verið að flýta sér með persónukynningar til að geta komið myndinni af stað. En þegar því er lokið þá fer allt á stað og myndinn verður ágætlega spennandi. Þó að myndinn sé ekkert meistarastykki þá er hún allavegna 5 stjörnum betri heldur en Mission to Mars sem að mér finnst var alveg hryllileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Life is Beautiful
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á myndina var ég ekki viss við hverju ég ætti að búast við en vægast sagt þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Leikur leikaranna var ýktur og ósannfærandi, kringustæður voru að einhverju leiti óraunverulegar. En hún átti samt sína góðu punkta. Seinni helmingurinn af myndinni var þreytandi. Allatf að hlusta á hann útskýra fyrir syni sínum keppnina. Allavegna þá leiddist mér mikið og var fegin að sleppa þegar myndinni lauk. Ég get ekki sagt að leikarar eða myndin eigi skilið óskarinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei