Gagnrýni eftir:
The Untouchables0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekta bófamynd!100 prósent spenna í anda Brian De Palma.Þessi mynd veitir góða innsýn í líf bófa á fjórða áratugnum,og ekki skemmir leikarinn sem túlkar Al Capone svo listilega,hann Robert De Niro.Það mætti halda að þessi mynd væri ný,því að núna er De Niro einmitt á svipuðum aldri og Capone var þegar honum var stungið inn.Þrátt fyrir góða frammistöðu má ekki aðeins benda á einn leikara,því að Sean Connery er þarna í hlutverki sem færði honum Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki.Ég vil benda á,að hafa fengið að sjá Robert De Niro leika miðaldra og sköllóttan bófaforingja,og hinn skoska Sean Connery leika írska götulöggu,er bara stórskemmtilegt. Andy Garcia er bara mjög fínn í hlutverki lögreglunemans Giuseppe Petri,og ekki spillir Kevin Costner stemningunni sem fjármálafulltrúinn Elliot Ness.
Þegar á heildina er litið,útkoman góð kvikmynd,en ekki má gleyma því að þessir atburðir eru sannsögulegir og tugir saklausra létu lífið í bjórstríðinu svokallaða.Fyrir þá sem ekki vita,þá dó Al Capone í fangelsi árið 1941.
Ég segi enn og aftur um myndina:Fín afþreying og ekta bófamynd!
The Godfather0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrsta myndin í hinni magnþrungnu seríu um Guðföðurinn,er slíkt listaverk,að það er ótrúlegt að hún hafi ekki hlotið fleiri óskarsverðlaun en í raun gerðist.Ég hef lesið bókina,og veit það að þeir Mario Puzo og Francis Ford Coppola eru nokkurs konar ofurgengi þegar kemur að kvikmyndagerð.Besti leikarinn í myndinni er að mínu mati Marlon Brando,en stórkostleg túlkun hans á don Vito Andolini Corleone slær allt út.Áhugamönnum um góðar kvikmyndir,gætu þótt það mjög athyglisvert að sjá hann Al Pacino svona ungan að aldri,því að núna er hann í framan eins og þurrkuð sveskja.Það er líka áberandi,hversu vel hinn ungi Robert Duvall leikur hinn ráðagóða consiglieri,sem á íslensku þýðir ráðgjafi ættarhöfðingjans.Undanfarið hef ég stundað lestur um vöxt og siði sikileysku mafíunnar,og mér sýnist sem að sagan um Corleone fjölskylduna sé skipt í tvennt: Mario Puzo skrifaði söguna og skapaði persónurnar,en Coppola sá um að skreyta hana og fínpússa.Ég vil benda öllum aðdáendum myndarinnar sem vilja vita meira um þessa miklu sögu,að lesa bókina.Ég á allt Guðföðursafnið á sölumyndbandi(CIC,sem lagði upp laupana fyrir tveim árum),og vil benda þeim á sem ekki vita að líta á DVD útgáfuna.
ATH:Ef spurt er um hana á bókasafni,má bæta því við að hún var gefin út í stóru upplagi á íslensku árið 1973.Ég hef ekki ártalið á eftirprentunum hennar á hreinu.

