Gagnrýni eftir:
Mulholland Drive0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er á einhvern hátt mjög stórkosleg mynd.
Atriðin og bakgrunnurinn flottur og söguþráðurinn er í stuttu og laggóðu máli algjör ráðgáta en þó ekkert einstakt miðað við myndir Lynch hingað til. Leikurinn var alveg frábær hjá aðalleikurunum og tónlistin mjög sérstæð og átti vel við þessa draumkenndu sögu..það er eins og ég gat ekki dæmt myndina eftir á, en eftir miklar vangaveltur komst ég að svo sem ágætri niðurstöðu þótt ég væri alveg til í að sjá myndina aftur, til að geta allveganna fengið smá botn til að stíga í fæturnar. En ég vara fólk stórlega við því að fara ekki á þessa mynd ef manni langar að sjá einhverja dæmalausa skemmtun.

