Gagnrýni eftir:
Harry Potter and the Philosopher's Stone0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrir nokkrum vikum fór ég að sjá myndina um Harry Potter.
Ég er mjög mikill aðdáandi Harry Potter bókanna og hef lesið þær allar og var því mjög spennt að sjá myndina. Mér fannst myndin mjög góð, en bækurnar samt mun betri. Það er af því að það er allt öðruvísis að búa til kvikmynd en bíómynd og það er náttúrulega ekki hægt að láta allt koma fram í bíómynd eins og í bók. (annars yrði myndin svona 6 tímar eða eitthvað álíka) Mér fannst allir aðaleikararnir mjög góðir. Daniel Radcliffe sem Harry Potter, hann lítur alveg eins út og maður mundi ímynda sér Harry Potter og lék mjög vel, Rupert Grint, sem Ron Weasley vinur Harry, mjög
skemmtilegur leikari og svibbrigði hans í sumum atriðum myndarinnar mjö fyndinn og svo loks Emma Watson sem Hermione Granger vinkona Harry, mjög góð leikkona og náði hinni freku og metnaðarfullu Hermiona mjög vel! Allir þessir ungu leikarar finnst mér mjög góðir og þeir hafa líka frekar litla reynslu og mér finnst þeir leika mjög vel í sinni fyrstu kvikmynd. Ég fór skælbrosandi út úr bíóinu, þó að ég hafi saknað sumra atriðana úr bókinni, en eins og áður sagði er ekki hægt að hafa allt efnið úr einni bók í bíómynd. Mér fannst þetta mjög góð mynd en ég gaf bara 3 og 1/2 strjörnu af því að mér finnst að framleiðendur myndarinnar hafi getað gert aðeins betri mynd úr þessari frábæru bók.
En ekkert er fullkomið : )

