Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Duplex
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er besta mynd Danny Devitos til þessa. Fjallar um hjón(Ben Stiller og Drew Barrymore) sem að eru að leita að íbúð og lenda í lukkupottinum þegar að þau fá alveg þvílíkt flotta íbúð í Brooklyn. Eini gallinn er að það er sakleysisleg og gömul kona sem að býr í íbúðinni á efri hæðinni. Þau líta á hana sem ekkert vandamál í byrjun en þegar fer að líða á tímann fara hlutirnir hjá þeim hjónum að fara gjörsamlega til fjandans. Þetta er ein besta mynd sem ég get hugsað mér um sem er á leigum nú til dags. Ben Stiller, Drew Barrymore og sú sem leikur gömlu konuna eru alveg meiriháttar í sínum hlutverkum. Ef þið viljið sjá virkilega góða gamanmynd, þá mæli ég sterklega með þessari snilldarmynd. Ég lá nánast í hláturskasti alla myndina. Hiklaust 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Texas Chainsaw Massacre
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ætla nú ekki að reyna að eyða mörgum orðum í þessa hræðilegu endurgerð af Texas Chainsaw Massacre. Svona í sem stystu máli þá er þessi mynd hræðileg. Handritið að myndinni er hræðilegt(get vel trúað því að ef Tobe Hooper hefði gert endurgerðina þá hefði hún verið betri), spennan í myndinni og óhugnaðurinn sem einkenndi gömlu myndina er ekki til staðar hér og leikararnir í myndinni eru alveg hræðilegir. Það er reynt að gera þessa mynd betri með sorglegum atriðum(maður á að fá einhverja sympathy með persónunum en það virkar ekki) og reynt er að gera hana mun ógeðslegri en það bara virkar engan veginn. Ef þú ætlar að horfa á þessa mynd með því hugarfari að hún muni verða betri en gamla myndin, þá áttu eftir að verða mjög vonsvikinn. Það þarf ekki alltaf að vera mikið blóð í góðri hrollvekjumynd. Myndir eins og gamla Texas Chainsaw Massacre og Shining sanna þá theory. Sumir eiga eftir að fíla þessa ósköp, aðrir ekki. Ég er alveg pottþétt í seinni hópnum. Þar hafið þið það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Van Helsing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Van Helsing var mynd sem ég var búinn að bíða lengi eftir að kæmi í bíó. Ég skellti mér á þessa mynd í dag og verð ég að segja að hún er alveg fínasta sumarmynd. Myndin fjallar um Van Helsing, sem að starfar fyrir leynifélag á vegum Vatíkansins en hann hefur það eitt að markmiði að uppræta óvininn, sem að í þessu sinni er enginn annar en Drakúla greifi. En hann er ekki sá eini sem er á vegi hans því að nú koma 3 helstu ófreskjur samtímans og eru á móti honum. Til viðbótar við Drakúla koma engir aðrir en The Wolfman og svo sjálfur Frankenstein.


Það er mjög gaman að fá að sjá allar þessar persónur koma saman í einni stórmynd. Það hafa verið gerðar alveg þvílíkt margar myndir um Drakúla og Frankenstein(man ekki eftir mynd um The Wolfman) og hafa flestar þeirra notið mikilla vinsælda og því var engin furða að það var gerð mynd þar sem að allar þessar persónur sameinast í einni mynd. Svo er einnig gaman að fá að sjá Dr. Jekyll og Mr. Hyde í myndinni í ágætu byrjunarbardagaatriði við Van Helsing.


Þessi mynd hefur flest allt sem góð sumarmynd þarf að hafa:

Hasarinn er mjög góður, tæknibrellurnar eru ótrúlega flottar(enda hefur Stephen Sommers sýnt að hann getur gert góða tæknibrelluvinnu kíkjið á Mummy sem dæmi), þó að í sumum tilvikum eru tæknibrellurnar svolítið ýktar, handritið að myndinni er alveg ágætt og aðalleikararnir standa sig með prýði.


Hugh Jackman er alveg tilvalinn til þess að leika persónu Van Helsing vegna þess að hann hefur öll einkennin til þess að leika svona hetju(alveg eins og hann er tilvalinn sem Wolverine í X-men). Kate Beckinsale er leikkona sem ég hafði ekki heyrt mikið um, ekki fyrr en ég sá Underworld sem mér fannst hin fínasta mynd og var hún alveg álíka góð í hlutverki sínu í þeirri mynd eins og hún er í þessari mynd sem Anna Valerious sem að er prinsessa sem hjálpar Van Helsing í baráttunni við Drakúla og hyski hans. David Wenham er sá sem lék Faramir í LOTR myndunum, og mér finnst að hann ætti að halda sér við það að leika þannig persónur því persónulega fannst mér hann svo leiðinleg persóna í þessari mynd(That's my opinion). Þó svo að Kate og sá sem leikur Drakúla eru alveg fín í sínum hlutverkum hverfa þau þó gjörsamlega í skuggan á Hugh Jackman sem að á þessa mynd nánast allann tímann.


Stærsti galli myndarinnar(og eini gallinn,eiginlega þó það séu einhverjir aðrir gallar) fannst mér sá er hvað þeir gera með persónu Frankenstein. Það er mjög sorglegt að segja það en Stephen Sommers gjörsamlega eyðileggur þessa persónu í myndinni með því að gera hann að svona fragile persónu, að mínu mati(You be the judge, þið sjáið hvað ég er að tala um þegar þið eruð búin að sjá myndina).


Besta atriði myndarinnar er náttúrulega endabardaginn milli Van Helsing og Drakúla. Það er alveg greinilegt að Sommers og félagar hafi lagt mikla vinnu í þennan bardaga og gera vinnu sína alveg mjög vel.


Ef þið eruð að leita að mynd með mikilli spennu og er með sumarfíling(and a lots of monsters), þá er þessi mynd málið en ef þið eruð að leita að einhverju öðru en sumarsmelli, þá mæli ég með Kill Bill Vol.2(þó ég sé ekki búinn að sjá hana, held samt að hún sé brilliant, miðað við hvað Vol.1 var mikil snilld) og Passion of the Christ.


Semsagt lokaniðurstaða mín er: Þessi mynd er hin fínasta skemmtun og vonandi að það komi fleiri svona sumarmyndir. Takk fyrir mig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
RoboCop
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð mynd. Hún fjallar um lögregluþjóninn Murphy sem að lendir í því að vera drepinn á fyrsta deginum sínum sem lögga frá því að hann var fluttur frá annarri lögreglustöð. En svo er hann tekinn á vísindastofu þar sem hann er settur saman, bara núna er hann Robocop, hættulegasta löggan á svæðinu. Og nú leitar hann hefnda á fólkinu sem drap hann. Robocop hefur nánast allt sem góð spennumynd þarf: Mjög góðan söguþráð, spennan mikil allan tímann, búningahönnun frábær(sérstaklega á Robocop, náttúrulega), tæknibrellurnar mjög flottar miðað við þetta ár(1987)(flott hvernig þeir gera hreyfingarnar á vélmenninu Ed-209), athyglisverðar persónur og húmorinn alveg ágætur. Mynd sem ég mæli með að þið sjáið ef þið eruð ekki búin að sjá hana, en forðist framhöldin þau eru hræðileg.

P.S. Ég mæli með því að ef þið eigið DVD spilara að fá ykkur 1. Robocop myndina á Special Edition. Maður getur horft á myndina með 2 útgáfum: Original Theatrical Version eða Director's Cut sem fer meira út á það að sýna meira af ofbeldisfyllstu atriðunum. Dæmi: Þegar Murphy er skotinn í seinna skiptið í handlegginn þá fær maður ekki að sjá þegar afgangurinn af hendinni á honum fer af í venjulegu útgáfunni, en það er sýnt í Director's Cut útgáfunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dawn of the Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég veit ekki hvað fólk sér gott við þessa mynd. Endurgerðir af bíómyndum af gamla tímanum hafa flestar verið ótrúlega leiðinlegar, fyrir utan The Fly. Sjálfur hef ég nú ekki séð gömlu myndina en ég get vel trúað því að hún sé mun betri en þessi. Þráðurinn er einhvern veginn á þá leið að Ana kemst að því þegar hún vaknar að dóttir hennar og maðurinn hennar breytast í blóðþyrsta zombia og hún flýr af hólmi til þess að leyta að eftirlifendum. Og hún finnur nokkra og þau þurfa að vera saman í verslunarmiðstöðinni til þess að lifa af. Þessi leikstjóri hefur örugglega fengið influensu frá myndum eins og 28 Days Later(þá er ég bara að tala um að láta zombiana hlaupa). Hann reynir að hafa fyndinn húmor í myndinni en hann ofnotar hann allt of mikið og á endanum fær maður bara ógeð á þessu öllu saman. Ekki veit ég hvernig fólk getur borið þessa mynd saman við Braindead varðandi húmor en ég get sagt ykkur að húmorinn og ógeðisatriðin í Braindead eru miklu betri heldur en í þessari mynd, þau eru mjög slöpp ógeðisatriðin í þessari mynd. Svo eru svona smáatriði sem eru gjörsamlega að klikka hér, dæmi: Handritið að þessari mynd er alveg hræðilegt, leikararnir mjög lélegir allir saman(sorglegt að sjá Ving Rhames vera með svona lélega frammistöðu í kvikmynd) og spennuna vantar algjörlega í þessa mynd. Bregðuatriðin mjög léleg og svo vantar öll frumlegheitin í myndina, eins og var í myndinni 28 Days Later. Mín niðurstaða: Ef þið viljið sjá virkilega spennandi og góðar zombie/hrollvekjumyndir, þá mæli ég með 28 Days Later, Resident Evil(ótrúlegt en satt þá fannst mér hún miklu betri en þessi), Evil Dead myndirnar, The Night of the Living Dead, Cabin Fever o.s.frv. Það er algjör sóun á 800 kr. að fara á þessa hörmung. Frekar hefði ég farið út á leigu og leigt 2 gamlar og góðar zombiemyndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
28 Days Later...
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Thank god. Hér er loksins komin almennileg zombie mynd með góðri sögu, skotheldu handriti, fínum leiktilþrifum og mikilli spennu. Hún fjallar um Jim sem er hjólreiðasendill sem að lendir í því að vakna upp á sjúkrahúsi 28 dögum síðar án þess að vita hvað hafði gerst. Ég vil ekki segja meira um söguna. En þessi mynd er örugglega raunsæasta zombiemynd sem ég hef séð. Ég mæli með öllum að sjá þetta meistaraverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bruce Almighty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var mjög ósáttur með þessa mynd. Þegar að Jim Carrey og Tom Shadyac eru saman í því að búa til gamanmynd, á maður von á góðri mynd, eins og Liar Liar. En því miður þessi mynd er ekki nógu góð. Ég er alveg viss um að það hefði verið léttilega hægt að gera mun fyndnari mynd um þetta umfangsefni. Eina fyndna atriðið sem mér fannst í þessari mynd var þegar hann er að tala fyrir fréttamanninn í fréttatímanum. Annars er þetta bara crappy movie.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stuck on You
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd á spes Popp Tíví sýningu sem var fyrir 2 vikum. Ég skemmti mér mjög vel á þessari mynd. Matt Damon og Greg Kinnear eru góðir saman sem bræðurnir. Hún er samt ekki nálægt því jafn góð og fyrri myndir þeirra félaga, eins og Kingpin eða There's Something About Mary, en samt mikil skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Hún fær 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hulk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er með þeim skemmtilegustu comic book myndum sem ég hef séð með Spiderman og X-men. Myndin er um vísindamanninn Bruce Banner sem lendir í því óhappi að verða fyrir gammageislun og breytast í The Incredible Hulk. Þessi mynd er líka með þeim óvenjulegri comic book myndum sem ég hef séð því að flestar comic book myndir, þó þær séu með góðar sögur, reyna mikið á actionið. Í Hulk er reynt meira á tilfinningagildið og á persónurnar sérstaklega. Maður fær að kynnast persónunum mjög vel í myndinni, hvort sem það sé Bruce Banner, Betty eða hershöfðinginn sem Sam Elliott leikur mjög vel. Hulkinn sjálfur er örugglega flottasta CGI persóna sem ég hef séð, hann er svo þvílíkt raunverulegur. Svo er mjög gaman að fá að sjá Nick Nolte aftur á skjánum sem faðir Bruce. Það eiga ekki allir eftir að fíla þessa mynd. Þeir sem vilja sjá eitthvað nýtt og frumlegt, ættu að sjá hana en þeir sem eru að vonast eftir miklum action, ættu að forðast hana. En ég get ekki verið meira en mjög sáttur við hana. Fær 3 og hálfa stjörnu. P.S. Reynið að sjá Stan Lee og aðalleikarann í gömlu Hulk þáttunum í feluhlutverkum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gothika
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd í kvöld á spes forsýningu sem Popp Tíví var með. Ég var búinn að heyra um þessa mynd að hún væri mjög scary mynd og trailerinn á myndinni lofaði góðu. Hún er það svona nokkurn veginn, hefði samt getað gert meira en hún gerði. Myndin fjallar um sálfræðing(Halle Berry) sem lendir í því óhappi að keyra útaf veginum og einhvern veginn endar hún á geðveikrahæli. Það er allt sem ég ætla að láta upp um söguþráðinn. Myndin byrjar rosalega rólega en í seinni hlutanum reynir leikstjórinn að gera myndina meira spennandi og hafa nokkur bregðuatriði. En því miður nær hann ekki að láta þetta ganga upp, að mínu mati. Það er þó eitt bregðuatriði í myndinni sem maður kipptist smá við. Það eru engin glæsileg leiktilþrif í þessari mynd, þó fannst mér Penélope Cruz fín í sínu hlutverki sem sjúklingur Halles Berry, og Charles S. Dutton sem maðurinn hennar Halle Berry(man ekki hvað persóna hennar hét í myndinni). En það sem þessi hrollvekjumynd fær hins vegar hrós fyrir er það hversu andrúmsloftið og tónlistin eru drungaleg, sérstaklega tónlistin. Tónlistin í myndinni fær hárin á manni til að rísa. Mér fannst hún allavega virkilega spooky. En ég held að ég láti 2 stjörnur duga í bili.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Signs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Signs er einfaldlega ótrúlega svöl mynd,það er allt sem mælir með henni.Allir leikarar standa sig með prýði hvort sem það er Gibson eða litla stelpan(og leikstjórinn sem er í ultraflottu aukahlutverki)og myndatakan er flott og tónlistin spilar vel inní myndina en er ekki ofnotuð einsog í svo mörgum myndum.ég veit ekki hvað er hægt segja meira en að þetta sé algjör snilld og ef þú ert ekki búinn að sjá hana þá hlauptu Forrest hlauptu.....út á næstu leigu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Core
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta var hreint út sagt viðbjóðsleg mynd sem fær þessa hálfa stjörnu fyrir Stanley Tucci sem klikkar aldrei og frábært fuglaatriði...öll önnur stórslysaatriði voru gerfileg og asnaleg.Bara bigtime falleinkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Requiem for a Dream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Var bent á að sjá þessa mynd fyrir alllöngu en lét alltaf einhverjar minni myndir í forgang.Loksins horfði ég á hana og er búinn að vera í sjokki síðan því þetta er raunsæasta mynd sem ég hef séð í langan tíma.Þetta er sorgarsaga margra manneskja og varla hægt að segja hver endar verst úr þessu.Leikstjórn,klipping og tónlist kemur afbragðs vel út svo ekki sé minnst á frábæran leik þar sem Ellen Burstyn vinnur ótrúlegan leiksigur og var einfaldlega rænd óskarsverðlaununum.Líka gaman að sjá Marlon Wayans í þessari mynd með fínan leik,kom skemmtilega á óvart.Semsagt mynd sem allir ættu að sjá þrátt fyrir blákalda raunveruleikagusuna.Tilvalin til að sýna í skólum fyrir forvarnarstarf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vanilla Sky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vanilla sky er ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð.Það eru toppleikarar í þessari mynd og mjög góð leikstjórn.Ég fíla líka hvað þetta er manneskjuleg mynd(if this is corny then corn me up).Tónlistin virkar líka mjög vel.Þetta er líka thinkermovie,maður þarf að pæla svolítið í plottinu.Tom og Penelope eru góð saman og Jason Lee kemur skemmtilega á óvart.Nú þarf bara að sjá upprunalegu myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Pledge
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jack Nicholson er snillingur. Túlkun hans á því ástandi og aðstæðum sem persóna hans er í er óaðfinnanleg.Þessi mynd fjallar um viðkvæmt mál og er með óvenjulegan endi en það auk stórleik Jack gerir þetta að áhugaverðri mynd.Ef Nicholson leikur í henni þá er hún góð.....ofureinfalt
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jackass: The Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jackass:the movie er einfaldlega 90 min. langur þáttur sem er algjörlega miklu grófari en allt sem við fáum að sjá á sjónvarpsskjánum og er þar með í allt öðrum gæðaflokki ef svo má segja.Þetta er svo yfirgengilega geðveikt að það er ekki hægt annað en að heillast.Þótt það séu alls ekki fyndnast í myndinni þá er það samt athyglisvert hvernig foreldrar Bam Margera taka uppátækjum sonar síns af slíkri ró(þannig séð).Gamalt fólk er alltaf að segja að okkar kynslóð sé að fara til fjandans.Nú er það orðið hlutverk unga fólksins að þau fái aldrei að sjá að þau hafi rétt fyrir sér.Knoxville fyrir forseta og alla hina á þing:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mulholland Drive
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einhvern veginn þegar ég hélt að hann væri farinn yfirum með snilldarræmunni Lost Highway þá hoppaði hann yfir yfirumið og kom með Steik-Í-Haus a la Lynch.Þegar ég var búinn að horfa á hana(Mulholland þ.e.a.s) vissi ég ekki hvort ég ætti að stökkva af gleði eða stökkva útum gluggann.Ég var Mr.Numb í langan tíma eftirá.En ég fékk að heyra smá kenningu um hvað myndin snerist þannig að ég ætla gefa þessari mynd séns.Það má ekki misskiljast að myndataka og leikstjórn er ekki hægt að draga niður og leikarar stóðu sig svona ágætlega(og fær hún eina og hálfa samkvæmt því).Mér þætti það ótrúlegt ef ég skyldi fíla þessa atburðarás eftir tilraun2 en ef það klikkar er áætlunarverki David Lynch samt sem áður fullkomnað.....og það er að hafa áhrif.Sjáið Blue velvet.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Minority Report
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er allt sem er jákvætt við þessa mynd nema endirinn.Hún er afar svöl og leikstjórn,tæknibrellur og leikur er til fyrirmyndar og hugmyndin er drullufín en Hollywood-endirinn bankar á dyrnar einsog óvelkominn sölumaður og þar liggur bömmerinn.Ef þú hugsar:Hollywood áður en þú sérð þessa mynd........sorry þá veistu hvernig hún endar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Men in Black II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég veit ekki hvað fólki fannst svona gott við þessa mynd. Ég var að vonast til að hún myndi vera álíka góð og 1 en hún er ekki nálægt því að vera jafn góð og 1. Mér fannst ekkert varið í þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd á spes Nexus forsýningu og fór svo aftur á frumsýningu myndarinnar. Þessi mynd er meistaraverk eins og fyrsti hlutinn. Það er búið að bæta allt í þessum öðrum hluta: Tæknibrellurnar eru betri, spennan í myndinni er mun betri en í fyrsta hlutanum fannst mér, kvikmyndatakan er álíka flott og í fyrsta hlutanum og bardagaatriðin eru mun betri en í fyrsta hlutanum(þar á Helm's Deep bardaginn mestan þátt, mér finnst þetta besta bardagaatriði sem ég hef séð í nokkurri bíómynd). Svo koma fullt af nýjum og skemmtilegum persónum. Þar má nefna Faramír, Treebeard, Theoden, Wormtounge og síðast en ekki síst besta persóna myndarinnar að mínu mati Gollum/Smeagall. Gollum er alveg stórkostlegur í sínu hlutverki og ég vona að Andy Serkis, sá sem ljáir rödd sína og leikur Gollum verði tilnefndur til Óskars fyrir stórkostlega túlkun sína á persónunni. Af aðalpersónunum fannst mér John Rhys Davis bestur þótt að allir hinir hafi verið mjög góðir. Þessi mynd er skylduáhorf fyrir alla. Fullt hús hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sódóma Reykjavík
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sódóma Reykjavík er gott dæmi um vel leikna, fyndna og góða íslenska bíómynd. Hún fjallar um Axel(Björn Jörundur) og ruglið sem hann lendir í allt út af einni andskotans fjarstýringu. Móðir hans hótar að sturta gullfiskunum ef hann skilar ekki fjarstýringunni, Íslenska Mafían er á eftir honum og fullt af öðru fólki er á eftir Mola(Axeli) því sá sem nær Mola fær ferð til Costa De Sol. Björn Jörundur, Helgi Björns, Eggert Þorleifsson eru alveg frábærir í þessari mynd. En að mínu mati er sá sem stelur senunni er Stefán Sturla Sigurjónsson. Hann er svo ótrúlega fyndinn sem Brjánsi sýra, sérstaklega þegar hann er að taka Ella hlunk í gegn. Og svo er það alveg toppurinn á myndinni að hafa svona þvílíka snilldartónlist í myndinni sem snilldar hljómsveitin HAM flytur. Þannig að lokaniðurstaðan hjá mér er að þessi mynd er alveg toppurinn á tilverunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Doctor Zhivago
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Doctor Zhivago var mynd sem ég hafði ekki mikið heyrt um en ég ákvað að taka þessa mynd og hún bara skilar sínu. Ég hafði séð eina mynd eftir David Lean sem hét The Bridge on the River Kwai og fannst mér hún mjög góð og vel gerð. Þessi er ekki neitt á verri endanun. Omar Sharif sýnir snilldarleik sem Zhivago og sömuleiðis Julie Christie sem Lara. Ef þið hafið séð myndirnar Bridge on the river Kwai og Lawrence of Arabia(á eftir að sjá þá seinni og langar mikið að sjá hana) þá mæli ég með að þið sjáið Doctor Zhivago.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Four Rooms
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er mjög einstök því hún er eiginlega í fjórum pörtum og það sem allar þessar partar hafa sameiginlegt: Þetta á eftir að verða versta nýárskvöld fyrir Ted, hótelþjón sem að er að vinna einn þarna á hótelinu.

1. Fyrsti hluti gerist inni í herbergi hjá nornum sem eru að reyna að vekja gyðjuna Diane sem hafði dáið í þessu herbergi.

2. Næst erum við inni í herbergi þar sem hjón taka Ted sem gísl og hann er í aðstæðum sem hann vildi helst ekki vera í.

3. Svo í þriðja hlutanum eru það Vandræðagemlingarnir sem Ted þarf að passa en þær aðstæður sem hann lendir í í þessum hluta eru þær fyndnustu sem eru í myndinni.

4. Og þá er það síðasta herbergið sem að Chester Rush, frægur leikstjóri, býr í. Þá mana þeir félagar Chesters og Chester sjálfur Ted til að taka þátt í smá leik sem að gjörsamlega endar með þvílíkt rugluðum afleiðingum.

Þessi mynd er ein fyndnasta og frumlegasta gamanmynd sem maður hefur séð lengi. Tim Roth leikur Ted hótelþjóninn og leikur hann af þvílíkri snilld. Svo er fullt af frægum leikurum sem koma fram í þessari mynd, svo sem Madonna, Antonio Banderas, Quinten Tarantino, Bruce Willis, Lily Taylor og fullt af öðrum góðum leikurum. Ég held ég sé búin að sjá þessa mynd svona 20 sinnum og alltaf fundist hún jafn fyndin. Ef þið takið nýja spólu takið þessa með sem gamla fríspólu. Hún er algjört meistaraverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Thing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði lesið um þessa mynd í Undirtónablaði og þeir höfðu sagt að þessi hefði verið þvílíkt góð mynd. Ég held þeir hafi nú bara haft rétt fyrir sér. Hún fjallar um hóp vísindamanna sem að finnur geimveru sem hefur verið grafin í snjónum í yfir 100000 þúsund ár. Svo losnar geimveran og nú er engum treystandi og allir grunaðir um að vera þessi hlutur. Þetta er með þeim óvenjulegari hrollvekjumyndum sem ég hef séð en er samt hrikalega góð. Kurt Russell, maður hefur held ég varla séð betri mynd með honum. Svo finnst mér John Carpenter algjör snillingur. Ef þið fíluðuð Halloween, þá eigið þið eftir að fíla þessa, ég ábyrgist það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
From Hell
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Johnny Depp leikur lögregluþjóninn Fred Abberline af mikilli sannfæringu, en sá sem mér fannst stela senunni var Ian Holm. Hann er álíka góður í þessari mynd og hann var í The Lord of the Rings. Þeir Hughes bræður skila sínu til hins fullnusta og gera góða mynd um Jack the Ripper. Samt svolítið skrýtið að þeir geri svona mynd miðað við hvernig myndir þeir höfðu gert(Menace II Society og Dead Presidents, sem voru báðar snilldar myndir.) en það er bara í fína lagi. Ef þið fílið sakamálamyndir, þá er alveg hægt að mæla með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Others
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein frumlegasta hrollvekjumynd sem ég hef séð á ævi minni og reyndar ein af þeim bestu. Nicole Kidman er ótrúlega góð og hæfileikarík leikkona og sýnir það með stæl í þessari mögnuðu mynd. Sjáið hana líka í Moulin Rouge. Hún fær hiklaust 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Zoolander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlega fyndin mynd. Ben Stiller og Owen Wilson fara á kostum sem fyrirsæturnar. Þetta er ein af fyndnustu myndum ársins. Ef þið eruð ekki búin að sjá þessa snilldar rugl ræmu, drífið ykkur þá út á vídeóleigu og leigið þessa strax.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Resident Evil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér ekkert á óvart. Ég vissi að hún myndi vera góð. Ég er samt ekki að segja að hún sé snilld, ekki eins og miðað við leikina, en hún er samt besta mynd sem ég hef séð sem er byggð á tölvuleikjum. Milla Jovovich er mjög sannfærandi í hlutverki sínu sem Alice. Spennan í myndinni er þvílík. Það sem mér finnst gott við þessa mynd er að hún er ekki lengi að byrja, hasarinn byrjar á fyrstu mínútu og bara stoppar ekkert. Ég hef ekki séð margar myndir eftir Paul Anderson en Event Horizon er ein af betri myndum sem ég hef séð. Ég mæli með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Training Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Training Day er með þeim bestu löggumyndum sem ég hef séð. Denzel Washington leikur Alonzo Harris, löggu sem að hefur aðeins farið of langt yfir strikið í starfi sínu. Ethan Hawke leikur Jake Hoyt sem að er nýliði hjá lögreglunni. Hann fær tækifæri á að sanna sig fyrir Alonzo um hvort hann sé hæfur til að vera lögga eða ekki. En það sem Hoyt hefur ekki hugmynd um er að hann er að fara að lenda í versta dag lífs síns. Maður sér Denzel oftast sem góða kallinn en hérna snýr hann dæminu við og sýnir það með snilldar frammistöðu. Ethan Hawke er líka alveg frábær í myndinni. Kannski hefði hann átt að vinna Óskarinn eins og Denzel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Panic Room
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

David Fincher hefur tekist það aftur. Fyrst var það Seven, svo var það Fight Club og nú Panic Room. Þessi mynd er ótrúlega góð og allt er nánast gott í myndinni. Handritið, leikurinn og spennan er rosaleg. Jodie Foster hefur ekki sést leika svona vel síðan í Silence of the lambs. Forrest Whitaker er líka góður í henni og gaurinn sem leikur aðal geðsjúklinginn. Ég mæli með að þið farið að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð því miður að segja að ég var svolítið vonsvikinn með þessa mynd. Það voru allir búnir að segja mér að þessi væri sú besta í seríunni en hún er það ekki að mínu mati. Hún er samt betri en Episode 1 en hún er miklu verri en gömlu myndirnar. Það sem mér fannst leiðinlegt við þessa mynd er að það er allt of mikið reynt á ástarsamband þeirra Anakins og Padme, svo fannst mér allur fyrri hluti myndarinnar lélegur. Það sem mér fannst gott í myndinni var seinni hluti myndarinnar. Það er í rauninni hann sem bjargar þessari mynd frá því að vera hörmung. En ég verð að viðurkenna að mér fannst atriðið þegar Yoda notar leysisverðið á móti Count Dooku vera besta atriðið í myndinni. Nú verður maður að vona að Lucas takist betur í Episode 3.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Spiderman er mynd sem ég hafði beðið mikið eftir að sjá. Ég horfði alltaf á teiknimyndirnar þegar maður var krakki. Nú er hún loksins komin á hvíta tjaldið og ekki get ég kvartað mikið yfir þessari snilldarmynd. Hún segir frá Peter Parker sem býr með frændfólki sínu. Hann er ekki mjög vinsæll meðal nemenda í skólanum. Hann hefur alltaf verið hrifinn af Mary Jane Watson en aldrei þorað að segja henni það. Síðan gerist það þegar hann er að taka myndir fyrir skólablaðið í kynningarferð að hann er bitinn af könguló sem kallast Super Spiders. Eftir það fer líf hans að breytast. Hann er farinn að sjá án þess að hafa gleraugun á sér, orðinn sterkari og kemst að því að hann getur klifrað upp veggi. Síðan þegar frændi hans deyr, ákveður hann að nota þessa hæfileika sína til að stoppa glæpamennina og verður Spiderman. Norman Osborne er vísindamaður sem gerir tilraun á sjálfum sér sem fer út í þúfur og hann klikkast og verður Green Goblin sem að ætlar sér að taka Spiderman úr umferð. Og þá byrjar ballið. Þetta er án efa besta mynd ársins hingað til. Tobey Maguire er alveg frábær sem Peter Parker/Spiderman. Willem Dafoe, ég hef alltaf dýrkað þennan leikara og ekki bregst hann hérna. Kirsten Dunst er líka fín sem Mary Jane. Og svo megum við ekki gleyma snillingnum á bakvið myndina, Sam Raimi sem er snillingur. Tæknibrellurnar, spennan og hasaratriðin eru alveg meiriháttar flott. Ég myndi gefa henni 5 stjörnur en það er ekki hægt svo ég læt 4 duga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei