Gagnrýni eftir:
The Bourne Identity0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Í Bourne Identity leikur Matt Damon mann sem finnst í sjónum og þegar hann vankar við sér kemur í ljós að hann man ekki neitt hver hann er. Myndin fjallar um það að hann er að reyna að komast að því hver han er og hvað hann var að gera áður en hann lenti í því að missa minnið. Þetta er spennandi mynd og er Matt Damon mjög góður í hlutverki Jason Bourne, sem er eitt af nöfnum aðalpersónunar, ég segi ekkert meira til að skemma ekki fyrir þeim sem hafa ekki séð þessa mynd. En fín spennumynd og ég get vel mælt með henni.
Bad Company0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er ekki oft sem maður sér Chris Rock og Anthony Hopkins leika saman í mynd en í Bad Company leikur Chris Rock mann sem þarf að leysa af bróður sinn sem var CIA njósnari þangað til hann var drepinn. Anthony Hopkins leikur CIA njósnara sem reynir að hafa auga með honum. Þetta er fín mynd og ef þið hafið gaman af Chris Rock þá læðast með svona einn og einn one liners. Ég get alveg mælt með þessari mynd ef þið viljið sjá grín/spennumynd.
The Sum of All Fears0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hérna er kominn nýjasta myndin um Jack Ryan og að þessu sinni er það Ben Affleck sem leikur hann en ekki Harrison Ford eins og í hinum þremur myndunum. Þetta er bara hin fínasta mynd og tekst henni að búa til fína spennu á köflum og er leikur Morgan Freeman og Ben Affleck alveg ágætur. Svo ég get alveg mælt með þessari ef þið viljið sjá fína spennumynd.

