Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



High Crimes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vil byrja á því að segja það að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd. Ég sá 'teaserinn' og leist mjög vel á hana, flottir leikarar, flott útlit og allt lofar góðu. Einnig virkaði söguþráðurinn mjög góður, en hann er byggður á skáldsögu eftir Joseph Finder, sem er fínn rithöfundur að mínu mati.


Svo fer ég á þessa mynd, og er eftir 15 mín strax farinn að hugsa um að ganga út. Myndin er svo illa gerð að ýmind skáldsögunnar sjálfrar er algerlega eyðilögð.


Hún fær eina og hálfa stjörnu fyrir góðan leik, Ashley Judd, Morgan Freeman og Amanda Peet standa sig vel, en Adam Scott og James Caviezel ná að stóru leyti að eyðileggja allt, meira að segja sér maður Adam læita í myndavélina þegar myndin er tæplega hálfnuð!


Leikstjórinn, Carl Franklin, er algerlega hæfileikasnauddur og efa ég stórlega að hann fái nokkurn tímann að leikstýra mynd aftur!


Ef þið viljið fara á þessa mynd, þá mæli ég með Scorpion King handa ykkur, því leikur allra nema Morgans líkist leik 'The Rock', en það er fjölbragðaglímutröll sem fer með aðalhlutverkið í henni.


Endirinn er verri er í Apaplánetunni, og styður léleg uppfærsla söguþráðarins úr bókinni það að fullu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei