Gagnrýni eftir:
Solaris
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er ekki annað hægt en að segja ( ekki það að ég vilji segja þetta ) að þessi mynd er einhver sú leiðinlegasta mynd sem ég hef séð. Söguþráðurinn í þessari mynd er fáránlegur, og finnst mér hann líkjast Dragonfly myndinni með Kevin Kostner sem var líka léleg. Leikurinn var ekkert upp á marga fiska, reyndar var hann það lélegur að ég trúði því ekki að þetta væri George Clooney sem væri í þessari mynd.
Ég ráðlegg öllum að haldi sig sem fjærst frá þessari mynd.
Glitter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ömurleg mynd hreint út sagt. Þetta er hræðilegast mynd sem ég hef séð. Ég skil ekki emira að segja hvað ég var að gera þegar ég var að horfa á hana. Ráð handa öllum. EKki taka hana á leigu ( ég gerði það reyndar ekki ). Hræðileg í alla staði.
Air Force One
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alveg ágætis mynd. Fínn leikur, lélegar tæknibrellur og frekar ýktur söguþráður. Ég meina að ræna forsetaflugvél og fara að renna mili flugvéla. COME ON. Annars ágæt afþreying.
The Scorpion King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er alveg ROSALEGA þunn. Samræður eru þunnar, leikurinn lélegur, engin atburðarrás, lélegt handrit og lélegur söguþráður. Fær eina og 1/2 fyrir tæknibrellur og leik Rocks.
K-19: The Widowmaker
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín mynd. Góður leikur hjá leikurum, vantar meiri spennu í myndina. Ágætis leikur hjá Ingvari, þótt hann sagði ekki mikið og sýndi öllu fremur bara svpbrigði. Fín mynd í heildina.
How Stella Got Her Groove Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki góð mund. Hún fjallar um einhverja konu sem verður ástfangin af einhverjum manni sem er tvöfalt yngri en hún og svo þróast sambandið.
Lélegur leikur hjá flest öllum, söguþráðurinn fínn. Smaræður þunnar og mikið af aukaleikurum sem voru bara til að lengja myndina um hálftíma.
1 og 1/2 hjá mér.
Life
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eddie Murphy og Martin Lawrence leika skúrk og gjaldkera. Þeir eru sakaðir um að myrða manneskju sem þeir gerðu ekki. Þeir fá lífstíðarfangelsi og fara í fangabúðir.
Eddie og Martin eru eflaust ágætir, en ég bjóst við miklu meiri húmor ( Eddie Murphy )!. Söguþráðurinn er alveg ágætur, en það sem vantar er metnaðurinn í myndina.
2 og 1/2 stjarna hjá mér.
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög skemmtileg mynd sem skartar efnilegum leikurum og gamalreyndum einnig. Spider man er í heildina litið vel unnin og skemmtileg mynd sem lætur manni ekki leiðast.
Byrjunin á myndinni er mjög skemmtilegur, ( satt að segja enn af bestu sem ég hef séð ). Leikurinn í myndinni er mjög fínn. Tobey MGuire er mjög góður í hlutverki sínu sem Peter Parker og Spider man. Kirsten Dunst var líka alveg ágæt. William Dafoe er alveg tilvalinn fyrir Græna púkann/ Faðir vinar Parkers.
Myndatakan er góð og klippingu líka hin ágætasta. Það sem mér fannst að þessari mynd er að hún er smá ýkt og það vantar eitthvað rosalega lítið svo að maður gefi henni 3 1/2 stjörnu.
Skemmtilega vel unnin mynd og góð afþreying.
The Others
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin er að sjálfu sér vel gerð. Góð leikstjórn, klipping og myndataka. Góður leikur hjá öllum leikurum og óvæntur endir. Eftir myndina fær hún mann að hugsa. Vantar samt sem áður eitthvað meira ,, power . Samt góð ,, spooky mynd.
Star Wars: The Empire Strikes Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Næstum fullkomið framhald af Star wars:A new hope. Góður leikur hjá öllum leikurum. Tæknibrellurnar frábærar(miða við árið 1980) og skemmtileg atburðarás. Svo kemur líka endirinn á óvart ( enginn kana endir sem endar þannig að öllum er bjargað og þá verða allir ánægðir). Góð leikstjórn, sögusvið og allt sem kemur því við. Mæli með henni. (:
Pearl Harbor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Pearl Harbor fjallar um skyndiárás sem Japanar gerðu á kyrrahafsflota í Hawaii. Hún gerist árið 1941. Leikarar eru: Ben Affleck, Josh Hartnett, Kate Backensale og margir aðrir. Ég beið spenntur eftir því að sjá hana enda fór ég á heimsfrumsýningu í kringlubíói. Gagnrýni: Mér fannst myndin alveg ágæt. Söguþráðurinn alveg rosa spennandi enda gerðist þetta í alvöru og tæknibrellurnar voru líka alveg mjög fínar. Fínn leikur hjá leikurunum nema hjá Josh Hartnett sem mér fannst of væmið. Þegar ég kom inn í bíósalinn bjóst ég við alveg rosalegri mynd og spennandi en reyndar var þessi mynd ástarsaga um 3 manneskjur og árásin í Pearl Harbor gera það að ennþá meiri drömu. Mér fannst myndin of væminn. Alveg eins og í árásinni þegar kapteinninn í Arizona herskipinu var að deyja kom Cuba Gooding jr. sem lék alveg bara fínt. Upp úr þurru og svo kemur alveg þvílík drama og kapteinninn drapst og sagði Cuba að næstráðandi ætti að taka við stjórnina. Mér fannst myndin aðeins of löng, og líka það að þegar myndin byrjaði hélt ég að ég væri í röngum bíósal því að aðalsöguþráðurinn kom eftir klukkutímabið. Annars vegar var hún ágæt.
Forrest Gump
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd með Tom Hanks í aðalhlutverki. Mynd þessi fjallar um mann sem segir frá árum sínum á skemmtilegum en samt á góðum grunni t. D. þegar hann var í víetnamstríðinu og vingaðist við mann þar sem hét BUBBA ( segi ekki meira um það). Eftir það kemur u.þ. B. 20 mínútur af því sem var að gerast hjá honum í samtímanum. Tom Hanks leikur Forrest Gump alveg frábærlega og efa stórlega að einhver gæti gert betur sem og aðrir meðleikarar. Mjög skemmtilegt sögusvið tengist þessari mynd enda gerir hún myndina enn skemmtilegri og þar með meiri ástæðu til að gefa henni fjórar stjörnur. Sagan (sögurnar reyndar) voru mjög svo skemmtilegar að þær héldu manni alveg 100% einbeitnum við myndina. Góð mynd fyrir unga sem aldna.
Pokémon 3: The Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hin leiðinlegasta mynd. Örugglega verri en hinar tvær fyrstu þótt ég hef ekki séð þær og vil EKKI líka sjá þær. Gef bara hálfa stjörnu því að frænka mín skemmti sér svo mikið.
The Mummy Returns
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hin skemmtilegasta afþreying sem um getur í dag.
Cast Away
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin fjallar um mann að nafn Chuck Nolan sem vinnur hjá Fedex. mM jólin þarf hann að fara einhvert og skila pökkum. Svo brotlendir vélin og hann festist á eyðieyju. Tom Hanks lék hlutverk sitt mjög fagmannlega en samt sem áður var ekki eins góð frammistaða hjá honum eins og í THE GREEN MILE. Helsti gallinn fannst mér að dramatísku atriðin voru allt of löng. Húmorinn var fínn í þessari mynd. Helen Hunt var fín í sínu hlutverki en flestir aukaleikararnir voru frekar slakir á sér. Fín mynd.
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Green Mile er kvikmynd sem gerist um fjórða áratuginn. Þessi mynd fjallar um fangavörð að nafni Paul Edgecomb (Tom Hanks) en í myndinni hefur hann óvenjuleg samskipti við nýjan fanga að nafni John Coffey (Michael Duncan). Tom Hanks leikur snilldarlega í sínu hlutverki en það er eins og persónan var hönnuð fyrir hann. Michael Duncan leikur líka snilldarlega ásamt öllum hinum sem leika í þessari mynd. Söguþráðurinn er frábær og sögusviðið ekki síður en myndin gerist líka aðeins í nútímann þegar Paul er orðinn ansi gammall. Krafturinn í myndinni er ótrúlega mikill og spennan yfirgnæfileg. Þessi mynd er blanda af öllu(sorg,gríni,drömu og spennu). Kosturinn við þessa mynd er að hún er svo áhrifamikil að hún lætur mann vera snortinn Raunar er hún svo góð að þegar maður byrjar að horfa á hana þá getur maður ekki litið af skjánum né hreyft sig. Myndin er SNILLD!!!
American Beauty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Halló veri fólkið. Ég er ótrúlega ósámmala ykkur flestum. Ég fór á hana í bíó og ég sofnaði næstum á henni . Hún fær hálfa stjörnu hjá mér fyrir leik Kevin Spacey(eða það sem ég sá af honum leika). Átti aldrei að fá Óskarinn.
Free Willy 3: The Rescue
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er mannkyninu til skammar. Hræðilegur leikur, ömurlegt sögusvið og hræðileg leikstjórn. Þeesi mynd er örugglega allt í lagi fyrir mjög ung börn en enga aðra. Skrítið af hverju ég læt hana fá hálfa í staðinn fyrir enga. Hræðileg.
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er alveg stórkostleg. Hún byrjar í nútímanum en eftir því sem myndinni leiðir þá er hún í framtíðinni. Keanu Revees leikur alveg frábærlega ásamt öllum hinum leikurunum. Gott sögusvið, flott músík og krafturinn mikill. Þessi mynd er mjög skemmtileg enda sjálf dálítið öðruvísi en þegar maður horfir á hana skiptir það engu máli. Þessa mynd fatta sumir ekki í fyrsta sinn en það er bara betra því þá er hægt að horfa á hana aftur. Stórkostleg mynd!!!