Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Panic Room
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í fyrsta lagi vil ég segja að þegar ég fór á þessa mynd vissi ég ekkert hvað ég var að fara á, mig langaði bara í bíó og þetta var skásta myndin að sjá. Næst vil ég segja að í byrjun (og reyndar áður en ég fór á hana líka) hélt ég að þetta væri yfirnáttúrulegur spennutryllir, tónlistin sem hún byrjaði á gaf það í skyn og fleiri hlutir að auki, svo sem hljóðupptaka og myndataka. Þó hefði ég hugsað út í aðra möguleika hefði ég sennilega fljótlega séð að svo var ekki. Þetta var frábær spennutryllir sem heldur manni hnipruðum í sætinu frá upphafi til enda. Myndin er byggð einungis á um tug leikara þó að ef maður telur allt fólk sem sést í bakgrunn og annað fólk sem leikur ekki beint heldur bara gengur hjá eða eitthvað í þá áttina (sem þó sést nánast bara rétt í byrjun og samt ekki mikið einu sinni þá). Tökuhverfið er ekki stórt og mestan hlutann er bara eitt hús sem er notað er í tökurnar. Á þessu litla hverfi og leikliði byggist myndin og er í rauninni ótrúlega einföld að söguþræði. Tónlistin er alveg frá byrjun þannig að eitthvað sé að fara að gerast og er það hún að stórum hluta sem heldur spennunni heitri frá byrjun til enda. Allt þetta raðast saman í frábæran spennutrylli og ráðlegg ég fólki sem leitar að uppvakningu og spennu eindregið að fara á þessa mynd. Þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ali G Indahouse
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er vitanlega gerð eftir þáttum Ali G sem ég er persónulega nokkur aðdáandi að. Þessi mynd er auðvitað í allt öðrum stíl en þættirnir (sem eru spjallþættir) og er miklu meira bull. Þættirnir ganga út á það (mestmegnis) að hann tekur viðtöl við fólk og gengur algerlega fram af því. Myndin hinsvegar er hálfgerð hetjumynd að vissu leyti og finnst mér það eyðileggja myndina að hluta. Auðvitað átti hún sínar stundir og brandara en fyrir mitt leyti kýs ég frekar einn og hálfan tíma af þáttum hans. Ég var í nokkrum vandræðum með stjörnugjöfina og var í rauninni að hugsa einhverstaðar á milli 1 1/2 og 3 en þar sem ég vil forða fólki frá þessari peningasóun og frekar ráðleggja þeim að fara á einhverja betri mynd gef ég Ali G INDAHOUSE tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei