Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Behind Enemy Lines
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Líklega er ég einn af fáum sem kunni vel við þessa mynd. O.K handritið er vissulega mengað af föðurlandsást bandaríkjanna en raunin er nú sú að meirihluti mynda frá USA er það. Sé litið sé fram hjá því er þetta fín mynd. Owen Wilson kemur skemmtilega á óvart með príðisleik en hefur nú ekki verið aðalsmerki hans undanfarin ár. Það sem líka er skemmtilegt við þessa mynd eru effectarnir sem notaðir eru sem virkilega krydda myndina til hins betra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Zoolander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Úff...var að kippa þessari mynd útúr dvd spilaranum eftir að hafa pínt mig í að klára hana. Þessi mynd er mjög vond og á sér eiginlega aldrei uppreisnar von sökum einfalds húmors og lélégs hadrits. Líklega er Ben Stiller ein ástæðan fyri því hvers vegna svona mikið er gert úr þessari mynd en jafnvel hann stendur sig illa. Mæli með því að fólk láti þessa sitja kyrra á hillum myndbandaleiganna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
40 Days and 40 Nights
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Væntingar mínar til þessarar myndar voru ekki háar enda hafði ég lítið sem ekkert heyrt um hana og hrein tilviljun réð því að hún varð fyrir valinu. Anyways... Þetta er ágætis afþreying en ekkert mikið meira. Hún mun eflaust ekki fá nein verðlaun eða svo mikið sem tilnefningar til verðlauna enda ekki til þess gerð. Þessi mynd á sína spretti og er vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei