Gagnrýni eftir:
Sahara
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór að sjá Sahara í fyrradag og var að vonast eftir spennandi og skemmtilegri ævintýramynd. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Sahara er mjög létt og skemmtileg, hún er líka spennandi. Leikararnir fóru á kostum fannst mér. En auðvitað getur maður bent á einhverja galla. En þeir trufluðu mig ekki. Ef að þú getur ekki horft fram hjá smáatriðum þá finnst þér hún líklegast bara meðalmynd. En ef þú vilt sjá ævintýramynd sem er fyndin, létt og spennandi þá skaltu skella þér á Sahara. Það kom einnig mjög á óvart hvað hún er gífurlega spennandi. Einnig var gaman að horfa á hana af því að hún var mjög vel tekin og tekin upp á flottum stöðum. Ég mæli með Sahara. :)
Just Married
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
'Eg fór á Just married á páskadag og er óhætt að hrósa henni mjög svo.Hún fjallar um agalega sætt par sem er ofsalega ástfangið, svo þau ákveða að gifta sig.
Fjölskylda ,,hennar´´ er nú ekkert alltof ánægð með það en þau láta það ekki skipta neinu máli.
Brúðkaupið er frábært en svo er það brúðkaupsferðin.
Hún er ansi skrautleg og mjög, mjög fyndin.'Eg mæli sterklega með því að þið skellið ykkur á fyndnustu mynd ársins til þessa, þetta er frábær mynd.
Maid in Manhattan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á Maid in manhattan og bjóst við ágætri venjulegri ástarmynd.Þetta er jú venjuleg ástarmynd en hún er bara eitthvað svo öðruvísi og skemmtileg og fyndin og rosalega sæt.
Hún er að vísu ekki alveg nógu og góð til þess að fá þrjár og hálfa stjörnu en allt of góð til þess að fá tvær og hálfa, svo að hún fær þrjár sem er mjög fínt.
Hún er þerna á mjög góðu hóteli, hann er gestur á hótelinu.
Einhver misskilningur verður, svo að hann heldur að hún sé líka gestur á hótelinu.Þetta er ekki alveg að gangi og hún veit að hún verður að segja honum að hún geti ekki hitt hann oftar, en hún getur það varla.
Endilega sjáiði þessa FÍNU mynd(takið eftir stráknum hann er algjört krútt.
Two Weeks Notice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er ákaflega skemmtileg og sæt mynd sem Hugh Grant og Sandra Bullock prýða.Þetta er reyndar ekkert mikið öðruvísi ástarmynd, en á köflum þá var hún alveg mjög skemmtileg og maður hló mikið og brosti nánast alla myndina. Þau eru bara vinir en hann áttar sig ekki á því að hann er skotinn í henni.
Áttar hún sig á því að hún er að verða skotinn í honum, hún spáir ekkert frekar í það af því að hann er við annan kvenmann kenndur. En ég segi ekki meira, og vonast ég til þess að þið sjáið hana. FÍN MYND .
Spy Kids 2: Island of Lost Dreams
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er frábær mynd sem allir aldurshópar hafa gaman af.
Hún er létt,fyndin,spennandi og skemmtileg.Carmen og Juni eru enn í mikilvægu hlutverki njósnara eins og í 1. myndinni.
En þau vilja mikilvægari verkefni (ekki aulaverkefni eins og Carmen kallar þau).En það eru aðrir njósnarar sem þau þurfa að keppast á við um verkefni.Ekki er það betra að Juni lendir í leiðinlegum vandræðum þar sem sökinni er komið á hann.En ég segi ekki meira . Nema Að . Þetta er frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa.
Ég mæli eindregið með því að þið skellið ykkur í bíó á bráðskemmtilega mynd.
Enough
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er frábær mynd.
Mér hefur aldrei fundist Jennifer alveg rosalega góð leikkona samt allt í lagi.En hún leikur alveg stórkostlega í þessari mynd.Spennan er sífell,hún stoppar ekki í mínútu.Ég mæli með þessari mynd.
Mr. Deeds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég get verið óhrædd við það að mæla með þessari mynd.Ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég að þetta væri algjör aulamynd.En svo er alls ekki.Ég hló eins og fáviti nánast allan tímann,ég var ekki ein um það því nánast fullur salur af fólki hló alltaf jafn mikið.Kannist þið ekki við það að í sumum myndum er
alltaf svona u.þ.b. hálftími sem er gjörsamlega
,,,,boring´´´´´´það er ekki neitt svoleiðis í þessari mynd.
Að auki eru frábærir leikarar sem prýða þessa mynd.
Serving Sara
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er að mínu mati hreint út sagt frábær.
Elizabeth Hurley og Matthew Perry eru rosalega góð saman.
Ég segi það aftur og aftur þessi mynd er frábær.
Daddy Day Care
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Agaleg sæt og skemmtileg mynd.
Að mínu mati finnst mér hún henta best krökkum á aldrinum 0-11 og auðvitað eldri, og svo fullorðnum. Það vita nú allir hvað Eddie Murphy getur verið fyndinn og hann er ekkert á leiðinni að hætta því.Ég mæli eindregið með því að foreldrar sem eru að leita að myndum fyrir börnin sín að fara á, skelli sér á þessa mynd. Ekta fjölskyldumynd .