Gagnrýni eftir:
About a Boy0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér fannst þessi mynd mjög góð og ég mæli með henni! Myndin fjallar um þennan mann sem heitir Will. Það sem er svo sérstakt við þennan mann er að hann gerir EKKERT! Hann þarf heldur ekki að gera neitt, því að hann á fullt af peningum! Pabbi hans (sem er dáinn) samdi einhvert jólalag og græddi fullt af peningum. Svo þegar hann deyr þá fær Will alla peningana! Will er ekki kvæntur, hann á engin börn og ekki einu sinni kærustu! Nóg um Will... Markús er strákur sem Will kynnist. Hann er 12 eða 13 ára gamall. Hann á mömmu sem er þunglynd eða eitthvað. Hann er lagður í einellti í skólanum og líður mjög illa. Þessi tveir ólíku einstaklingar verða síðan góðir vinir og margt skemmtilegt, og þó einkum fyndið, gerist hjá þeim!!!

