Gagnrýni eftir:
Street Kings
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Svona eiga myndir að vera! Ég drösslaði loksins félögunum út í bíó en það hefur reynst erfiðara að hóa liðið saman í seinni tíð. Það sem við allir 6 vorum sammála um eftir myndina er að hún er stórkostleg, vel leikin, vel uppsett, frábær tónlist í takt við allt sem á gengur.
Ted Ludlow (Keanu Reeves) fer algjörlega á kostum sem lögreglumaður innan sérdeildar sem svífst einskis til að ekki endilega koma glæpamönnum bak við lás og slá, heldur taka þá "úr umferð" í eitt skipti fyrir öll.
Forest Whitaker fer ekki síður á kostum sem yfirmaður deildarinnar sem túlkar lögin sem eitthvað sem hann getur leikið sér með vegna valds síns.
Ég ætla ekki að fara útí hvað gerist í myndinni EN get lofað því að engin sem leitar eftir mynd sem heldur athyglinni frá byrjun til enda mun verða fyrir hinum minnstu vonbrigðum, ég get þó sagt að ekki er allt sem sýnist og á spakmælið "what goes around, comes around" vel við um uppgjörið.
Kær kveðja.
Street Kings
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Svona eiga myndir að vera! Ég drösslaði loksins félögunum út í bíó en það hefur reynst erfiðara að hóa liðið saman í seinni tíð. Það sem við allir 6 vorum sammála um eftir myndina er að hún er stórkostleg, vel leikin, vel uppsett, frábær tónlist í takt við allt sem á gengur.
Ted Ludlow (Keanu Reeves) fer algjörlega á kostum sem lögreglumaður innan sérdeildar sem svífst einskis til að ekki endilega koma glæpamönnum bak við lás og slá, heldur taka þá "úr umferð" í eitt skipti fyrir öll.
Forest Whitaker fer ekki síður á kostum sem yfirmaður deildarinnar sem túlkar lögin sem eitthvað sem hann getur leikið sér með vegna valds síns.
Ég ætla ekki að fara útí hvað gerist í myndinni EN get lofað því að engin sem leitar eftir mynd sem heldur athyglinni frá byrjun til enda mun verða fyrir hinum minnstu vonbrigðum, ég get þó sagt að ekki er allt sem sýnist og á spakmælið "what goes around, comes around" vel við um uppgjörið.
Kær kveðja.
Mr. Brooks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fullt hús stiga fær Mr. Brooks fyrir frábært handrit sem sýnir hvernig hversdagslegur aðili getur verið hver sem er á bakvið grímu sem engin vissi að væri gríma í fyrsta lagi. Kevin Costner, William Hurt, Demi Moore ásamt fleirum sýna stórkostlegan leik að mínu mati. Myndin fjallar um hinn virta mann ársins Mr. Brooks sem er fullur siðferðis um hvað sé best fyrir fjölskylduna og með góð gildi í viðskiptum líka, en hvað allt utan rætur heimilis og vinnu varðar er ekki einn siðferðisdropi í honum þó svo sýnilegt þykir að hann reynir að rétta sig af.
Samtvinning Costners og Hurt í eina og sömu manneskjuna tekst fullkomnlega og væri ég ekki hissa þó annar ef ekki báðir fái tilnefningar til Óskars fyrir þessa frammistöðu.
Þegar ég sat þarna í myrkrinu og tónlistin fór að spila sína villukennda tóna þá gat ég ekki annað en hugsað með mér hve margir Mr. Brooks ætli séu hér inni?!
Ég vill ekki gefa of mikið upp um myndina en sé ekkert annað í stöðunni en gefa 4 stjörnur fyrst ekki eru 5 mögulegar og óska öllum góðrar skemmtunar á þessu meistaraverki.
Kv. Gunnar H.
A History of Violence
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Allt kallast nú kvikmynd orðið!!! Ég ætla ekki að eyða miklum orðum í þetta sorglega svefnmeðal en ætla þó að gefa henni 1/2 stjörnu vegna þess hve góðir leikararnir eru þó þetta hafi verið algjörlega áreinslulaust fyrir þá, sveimér þá ef þeir voru ekki jafnþreyttir af að leika þetta og ég og allir viðstaddir urðu af að horfa á þetta.
V O N B R I G R Ð I