Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Monty Python and the Holy Grail
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tja er þetta ein mesta snilldar ræma er ég hef augum litið!


Þessi mynd er svo svakalegur farsi í hnotskurn sinni að maður skilur það ekki fyrr en maður hefur horft á amk 4 sinnum(því þá fyrst nær maður bröndurunum almennilega, sbr: dúfna kommentið í byrjun sem og þegar á að brenna nornina)


Gengur þessi mynd út á heilögu för Arthúrs konungs árið 900 og guðveit hvað (kemur fram í byrjun myndar) Til þess að ná í hið heilaga gral.

Þrammar hann um bretland vítt og breytt með sínum trygga aðstoðarmann til þess að fynna sér riddara við hirð sína í Camelot.

Eftir leitina miklu þá kemur Guð og segir honum að fynna hið heilaga gral(myndin byrjar samsegt í miðri mynd)


Gengur svo myndin út á för þeirra riddara í gralfundinn sem endar svo á mjög furðulegum stað/tíma.


Gef ég henni 4x stjörnur og kýst ég a kalla þessa mynd meistaraverk. Vegna þess eins að maður þarf að fylgjast vel með henni til að sjá ALLA brandarana og þeir eru sko EKKI fáir!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei