Gagnrýni eftir:
Reign of Fire0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Verðskuldar jafnvel þrjár. Fór á myndina með litlar væntingar eftir að hafa lesið gagnrýni hér efst á síðunni og kom myndin mér skemmtilega á óvart. Hún er spennandi, skemmtileg, frumleg og heldur athyglinni allan tímann. Brellurnar eru flottir og drekarnir einstaklega vel gerðir. Reglulega ógnandi og langt frá því að maður búist við að rödd Sean Connery hljómi þegar þeir opna kjaftinn.
McConaghey er skemmtilega öðruvísi en venjulega, harður bardaganagli sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Kemur vel út. Bateman aftur á móti er pínulítið út úr kú þarna, illa skrifaður karakter og hann gerir ekki mikið til að breyta því. Gat jafnvel farið í taugarnar á manni með ofleiknu drama.
Eins og áður er nefnt eru drekarnir hrein snilld.
Í heildina hin fínasta skemmtun.

