Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Core
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Smá spoiler!


Þetta er það mesta bull sem ég hef nokkurn tímann farið á. Samt var þetta skemmtilegt, ef maður sætti sig bara við að þetta væri bull. Það þarf að koma innri kjarna plánetunar á hreyfingu aftur hann hefur stoppað. Til þess er notað geimskip eða öllu heldur jarðskip til þess að komast inn í Jörðina það er bara skotið leiserum á undan til þess að grafa áfram, mjög sniðugt. Á meðan þessu öllu stendur er haft fullt samband við stjórnstöð NASA í gegnum jörðina. Þetta er það fráleitasta bull sem ég hef nokkurn tímann farið á. Samt er þessi mynd mjög vel gerð og það er góður húmor í henni. Hef ekki hugmynd um hvaða leikarar leika í henni samt vel leikin, kannski fyrir utan einu konuna sem var á jarðskutlunni hún lék ekki vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eight Legged Freaks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd ömurleg, hún var illa leikin persónunar voru ekki nógu hræddar við köngulærnar og of fattlausar. Svo var einn galli í handritinu ef það má ekki skjóta af byssu af við að allt springi út frá neistanum má þá starta krossara og keyra hann??? Svo er þetta allt of amerískt sérstaklega í endann, þessi mynd er ekki nógu raunsæ þetta er algert bull.Tæknibrellurnar voru ágætar og ekki meira en það ef ekki væri fyrir tæknibrellurnar þá myndi ég kalla þetta B mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei