Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Bridget Jones: The Edge of Reason
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ó Hún Bridget Jones! Alveg tær snilld! Maður hlæt og grætur í senn! Makalaust hvað hún getur verið mikill klunni en samt svo yndisleg að maður getur ekki annað enn elskað hana! Get ekki beðið eftir næstu mynd! Held það sé nú lítið annað sagt um hana án þess að spilla fyrir ykkur sem enn eiga eftir að sjá hana! En fyrir ykkur sem muna ekki alveg eftir fyrri myndinni þá skal ég rifja upp aðalatriðin: Bridget Jones sefur hjá yfirmanni sínum, Daniel (Hugh Grant) sem heldur svo frammhjá henni. Þá hafa foreldrar hennar verið að reyna að koma henni saman við son vina þeirra Mark Darcy (Colin Firth) En daniel og Mark hafa verið skólafélagar en svo hélt fyrrverandi eiginkona Marks frammhjá honum með Daniel þannig að nú eru þeir svarnir óvinir. Og fara að slást um Bridget. Í lokin byrjar hún með Mark og þegar að nú er komið við sögu hafa þau verið saman í 6vikur! Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir alla! ;) Enjoy!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Cinderella Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef nú aldrei verið mikill aðdáandi Hillary Duff en hún er nú sæt stelpa svo maður þolir alveg eina og eina mynd :D Chad Michael Murray er líklegast aðal ástæðan fyrir því að ég fór á þessa mynd! Algjört augnayndi þessi drengur! Ég fer nú reglulega á svona gelgju myndir því maður gegnur yfirleitt alltaf brosandi út af þeim! Ég var ekki með miklar væntingar fyrir þessa mynd svo hún stóð undir sínu :) Ágæt skemmtun í skammdeginu ;) Og já, í stjörnuvalinu þá er tekið mark á að þetta er gelgjumynd! Leikarvalið var frábært! :D Skemmtilegt að sá þarna tvær óþekktar ungar leikonur sem stjúpsysturnar illu. Stjúpmamman var frábær! Handritið var vel skrifað og þetta var skemmtileg Öskubusku saga :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Grudge
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get sko sagt ykkur að þessi mynd er ein besta hryllingsmynd sem ég hef séð! Ég fór á forsýninguna og ég sver það, ég var með popppokann fyrir myndinni allan tímann...:S Tómann poppoka reyndar þar sem allt poppið henntist úr pokanum þegar að mér brá! Hún fær ekki 5 stjörnur vegna þess að ég gat ekki sofnað næstu tvær næturnar eftir að ég fór á hana! Sarah Michelle Gellar leikur er alveg frammúrskarandi. En það sem er leiðinlegt við hana er hvað hún lætur myndina fá svona blæ af venjulegum, heimskum, bandarískum hryllingsmyndum! Annars er söguþráðurinn góður og tæknibrellurnar frábærar! Handritið er að sjálfsögðu glæsilegt, enda skrifað af Japana :)


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei