Gagnrýni eftir:
The Exorcist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er auðvitað ekkert nema hrein snilld! Enda fékk þessi mynd alveg frábæra dóma þegar að hún var sýnd fyrir allmörgum árum og var tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna. Mér finnst director´s cut ekkert voðalega frábrugðin gömlu útgáfunni fyrir utan auðvitað köngulóaratriðið. Það sem að fór mest í pirrurnar á mér voru einhver fífl sem að fóru að skellihlæja í hverju atriðið sem að einhver hryllingur birtist í.....HALLÓ!!!! þetta er mynd sem að lét allan heiminn gera í buxurnar á sínum tíma, og síðan fara einhver fífl sem að hafa bara séð scream og urban legend og halda að það séu alvöru hryllingsmyndir. Þessi mynd er samt algjört brill og það ætti engin að missa af þessari frábæru endurgerð, í raun ættu allir sem að einhvern hafa einhvern áhuga á kvikmyndum að vera búnir að sjá myndina...en þið sem að eruð eftir, drífið ykkur núna, ég gef henni fullt hús.