Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Minority Report
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dísös kræst hvað þetta var góð afþreying!


Karlinn kom heim rennsveittur af spenningi(ég varð meira að segja að splæsa í sódavatn fyrir hann í hléinu til að hann ynni upp vökvatapið) og ég varð mér iðulega til skammar með því að kasta mér í fangið á karlmanninum sem sat við hliðina á mér (við mættum svo seint að ég fékk ekki sæti við hliðina á mínum manni og varð því að notast við sessunaut minn í hallæri).


Núna rifjast upp fyrir manni afhverju Spielberg er svona frægur. Sagan er rosagóð, tónlistin tilvalin, brellurnar dúndur án þess að gleypa myndina. Þetta er svona mynd þar sem maður þarf ekki einu sinni að tíunda kosti hennar til að sannfæra einhvern til að sjá hana, maður segir bara trust me, baby, sjáðu bara helv... myndina og svo getum við rætt málin.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei