Gagnrýni eftir:
You Got Served
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jú jú ástæðan fyrir þessum gífurlega stjörnufjölda er hreinlega sú að þessi mynd var alveg nákvæmlega eins og ég bjóst við henni, alveg sjúklega hallærisleg, illa leikin og alveg uppfull af þvílíkt hallærislegum one lænerum.... ég fór á þessa mynd með vini mínum með því hugarfari að við værum að fara bara á eitthvað það hallærislegasta sem að sést hefur á hvíta tjaldinu í háa herrans tíð... og svei mér þá við vissum ekki að það væri hægt að vera svona rosalega hallærislegur.... dansatriðin voru alveg flott ég neita því ekki en svona punktar í myndinni eins og að ríkur hvítur gaur frá O.C kæmi krúsandi á glænýjum svörtum BMW blæjubíl inn í south central og færi að dissa einhverja svarta gaura þar sem að væru í streetball leik og enda með því að skora á þá að koma að dansa á móti sér í dansbatli.... það var eitthvað svo voðalega óraunsætt og í rauninni bara fyndið við það að við gátum bara ekki annað en hlegið út mest alla myndina... alveg grínlaust fyrir þá sem að geta haft húmor fyrir svona löguðu þá er þessi mynd alveg peningana virði.... segjum það
Dawn of the Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég ætla að byrja á því að segja það að ég fór á þessa mynd með mjög neikvæðu hugarfari, því að hrollvekjur hafa ekki beint verið upp á sitt besta síðastliðinn ár og hélt ég alveg að ég væri að fara á eina slíka sem að fylgir alltaf þessari sömu leiðindaformúlu og með hallærislegum leikurum og væri bara pjúra leiðinleg (eins og Jeepers Creepers myndirnar og Cabin Fever) en þessi var það sko sannarlega ekki, hún var mjög spennandi, þokkalega blóðug og alveg fyndin á köflum.... ég ætla ekkert að hafa þetta mikið lengra en ég mæli alveg eindregið með þessari því að hún er alveg vel þess virði. Takk fyrir
Finding Nemo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Maður gæti eytt tímunum saman í að finna eitthvað slæmt til að segja um þessa mynd, en það myndi ekki bera mikinn árangur, því að þegar að Pixar og Disney leggja höfuðin saman í bleyti þá er ekki laust við það að útkoman sé bara hrein snilld.
Þessi mynd er mjög vel gerð og mjög góð fjölskyldumynd sem að hentar öllum aldurshópum. Snilld hér á ferð sem að fær fullt hús stiga.
The Fast and the Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef nú séð nokkrar myndir í gegnum tíðina sem að hafa reynt svo mikið að vera töff að maður fær bara gæsahúð af viðbjóði, en þessi mynd slær þeim sko öllum við.
Myndin hafði samt engu að síður alveg svaðaleg áhrif og út frá sér þessu spruttu út úr hellunum sínum og undan brúnum alls konar skrautlegir Wannabí njörðar á flottum bílum (jú þeir mega eiga það) og loksins héldu þeir að þeir væru núna orðnir viðurkenndir sem að þegnar þjóðfélagsins og gætu látið sjá sig úti, sterkasta dæmið um þetta hlýtur að vera live2cruze klúbburinn sem að fór á sérforsýningu á báðum myndunum. Myndin var viðbjóður og eftir að hafa séð þessa sjúklega hallærislegu mynd þá liggur við að ég muni bara reyna að eiga sjúklega ryðgaðar bíldollur í komandi framtíð til að reyna að forðast það að vera sjálfur eitthvað í líkingu við þennan vanskapnað.
Black Knight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hæstiréttur úrskurðaði í dag dauðadóm yfir Leikstjóranum Gil Junger fyrir gerð myndarinar Black Knight, hann mun vera tekin af lífi á aðfangadag með eitursprautu fyrir þennan glæp sinn gegn mannkyninu....já eftir að hafa horft á þennan vanskapnað þá fannst mér liggja beinast við að kveikja á útvarpinu og heyra þessi orð... en svo var því miður ekki.
Þessi mynd er með eindæmum vængefin og Martin Lawrance er alltaf við sama heygarðshornið að setja ógæðastimpil á myndir (að vísu hefði engin getað látið þessa ógeðslega heimsku hugmynd virka) en semsagt í grófum dráttum þá er þetta mynd um mjög þreytandi ófyndin og ofvirkan svartan mann (semsagt hann er fullkominn í hlutverkið) sem að með kemst með einhverjum fáránlegum hætti aftur í tímann og lendir á miðöldum þar sem að riddarar eru daglegt brauð og eins og gefur að skilja mætir hann og verður hetja og svo framvegis. Þessi mynd er algjör viðbjóður og sú staðreynd að hún sé leyfð öllum aldurshópum bara hlýtur að stangast á við einhver lög. Glötuð mynd hér á ferð.
Blade II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já vinir mínir drógu mig á þessa vitleysu og svo var planið að kíkja í bæinn eftir myndina og fá sér nokkra bjóra, nema hvað að eftir þennan vanskapnað þá einhvern vegin duttum við bara úr stuði og fórum heim, ég sé mjög svo eftir því að hafa ekki gert það sama og félagi minn þegar að hann labbaði út fyrir hlé og fékk sér subway.
Stundum er sagt að myndir hafi hluta af pakkanum í því sem að gerir myndir lélegar (s.s leiðinlega tónlist, ömulega leikstjórn, leiðinlegar tökur, fáránlegar línur sem að eiga að gefa manni gæsahúð því að þær eru svo hnitmiðaðar og töff, leiðinlega leikara og enþá fáránlegri bardagaatriði) nema hvað að þessi mynd er sko sannarlega með allann pakkann, og ég er nokkuð viss um að ég gleymdi einhverju í upptalningunni.
Þessar ógeðslegu ostalínur sem að leikararnir létu út úr sér í þessari mynd gaf manni sko enga gæsahúð, eina tilfinninginn sem að ég get sagt að ég hafi fundið fyrir var velgja. Þetta er mynd sem að líkt og vampírurnar í myndinni ætti aldrei að sjá dagsins ljós.
National Security
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kannski er það bara ég, en einhvern vegin þá virkar Martin Lawrance á mig alltaf þá meina ég alltaf! sem algjörlega sveittur viðbjóðsstimpill. Grínlaust ég held bara að ég hafi bara aldrei séð hann í góðri mynd hvað þá sæmilegri mynd, nei alltaf bara í eintómu rusli og trúið mér þessi er sko engin undantekning. Myndin er klisja og þvæla alveg inn að merg. Alls ekki eyða tímanum í þennan óbjóð, takið frekar til eða hvað eina.
Altar Boys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já ég kom heim eitt kvöldið og þá hafði systir mín leigt þessa mynd sem að ég hafði bara aldrei nokkurn tímann heyrt um og ég skellti mér bara á það að horfa á hana svona til þess að sofna yfir henni, nema hvað að hún hélt bara athygli manns allan tímann.
Þetta er bara svona í grófum dráttum unglingamynd um tvo alvarlega ruglaða 14 ára stráka og þeirra þroskasaga, einnig er gaman að sjá að einhver af Culkin bræðrunum skuli enþá vera að gera eitthvað og fannst mér hann bara nokkuð góður í þessari mynd. Eina sem að mér fannst svoldið svona einkennilegt við myndina var það að sjá þessar meik ádd senur hjá öðrum stráknum og annari 14 ára stelpu, virkaði bara einhvern vegin frekar rangt að horfa á það.
Allavega þetta var nokkuð góð mynd og ég myndi alveg mæla með henni.
Darkness Falls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jú ég vil bara byrja á því að segja það að þessi mynd er eitthvað það ljótasta piece of garbage sem að ég hef séð á öllu árinu, ég mun seint skilja hvað vofir um í hausnum á þeim aðila sem að sagði mér að þessi mynd væri algjör snilld.
Ég er búin að rúlla mér yfir það sem að hinir hér fyrir ofan höfðu að segja um myndina og ég gæti varla verið mikið meira sammála, þessi aðalkarakter sem að var eflaust með alvöru geðlyf í þessum pilluboxum í myndinni er einhver sá allra lélegasti og leiðinlegasti væluleikari sem að ég hef séð í gegnum tíðina (að Hugh Grant undanskildum) og hugsa ég að eftir þessi ósköp þá eigi hann meiri framtíð í ræstitækni heldur en leiklist.
Forðist þennan vanskapnað eins og heitan eldinn.
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já þá er einhver sá alstærsta trilógía kvikmyndasögunar búin og hún var sko sannarlega enduð með miklum látum, tvímælalaust besta myndin af öllum þrem. Sjálfur er ég búin að lesa bækurnar og ég var bara alfarið mjög sáttur þannig að hún ætti ekki að svíkja þann mann sem að hefur lesið bækurnar. Eina sem að ég var ekki alveg nógu ánægður með var að það var var ekki sýnt manni endalok Sarúmans og Gríms Ormstungu eins og í bókinni, en ég geri fastlega ráð fyrir að sjá það í lengdu útgáfunni einhvern tímann á næsta ári þannig að ég bíð bara mjög spenntur eftir því. Einhvers staðar heyrði ég áður en ég sá myndina að bardagaatriðið við Helm´s Deep væri eins og leikskólaslagur við hliðina á bardagaatriðunum í þessari mynd og ég verð bara að segja að það er sko alls ekki fjarri sannleikanum, því að stríðið var mjög magnað, algjör veisla fyrir augað getur maður jafnvel sagt. Allavega þessi þrjú síðustu jól eru búin að breyta því hvernig ég horfi á kvikmyndir. Takk fyrir mig
Hulk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vonbrigði og steik.... það eru orðin sem að koma fyrst upp í hugann hjá mér þegar að ég hugsa til þessarar myndar, en ég bjóst einhverjum svona herotype fíling eins og t.d í X men eða Spiderman, en maður hefði svo sem getað gefið sér það að það yrði ekki þannig því að hann er alltof stjórnlaus og crazy... en annað sem að fór soldið í taugarnar á mér varðandi þessa mynd var það hvernig tökurnar voru svona stílaðar alltof mikið inn á þessa teiknimyndasögulúða en það var alltaf svissað yfir í svona litla glugga lúkk eitthvað eins og að maður væri að skoða myndasögublað með bara hreyfimyndum... það pirraði mig að horfa á það til lengdar... og alveg rólegur á steikinni og öllum þessum sálarflækjum í þessari mynd, þetta fór bara hreinlega að verða soldið ruglingslegt þarna undir endann og meikaði bara nánast engan sense... semsagt, takið hana á vídjó nema að þið hafið þann valkost að sjá hana í bíó með fjarstýringu og að þið getið hraðspólað soldið mikið sem að er samt einhvernvegin hálfólíklegt hugsa ég... takk fyrir
Jeepers Creepers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já Jeepers Creepers maður...hhmmm ég sá trailerinn á sínum tíma og ég varð mjög spenntur, þetta leit allt saman mjög vel út, yfirgefin kirkja, kjallari og fullt af líkum... virkaði alveg þokkalega scaryog var alveg kúl hugmynd... en nei nei því verr og miður hefur eflaust einhver hleypt einhverri ímyndunarveikri gelgju sem að hefur væntanlega verið dóttir leikstjórans eða eitthvað í þá áttina og leyft henni að spreyta sig á þessu og sjá hvað kæmi út úr því, og já niðurstaðan var alveg 100% óköttaður viðbjóður... en ég fór á þessa mynd í bíó og ég verð samt að viðurkenna það að ég var alveg skíthræddur fyrsta korterið eða svo, en svo fór þetta bara niður á við, það var ekki fyrr en eftir hlé að ég virkilega gerði mér grein fyrir því hvað ég var að fara á og örlítið eftir það var ég farin að líta á klukkuna og gera skutlu úr popppokanum... já það sem að kemur mér alveg langmest á óvart er það að jafnvel þó að þessi mynd hafi vægast sagt verið tekin í óæðri endann af öllum gagnrýnendum um allan heim, þá ætla þeir samt að koma með framhald... alveg magnað, en ég mun mjög líklega bíða eftir því að hún komi á video ef að hún er eitthvað svipuð og þessi..... takk fyrir
High Crimes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já mjög leynilegt goverment kover öpp í gangi... en þá kemur venjulegi dagsdaglegi lögfræðingurinn og fer að kafa í þeirra mál... ok, í hversu mörgum myndum höfum við séð þá formúlu??? alltof mörgum, en svona af og til þá koma þannig myndir sem að er alveg horfandi á, þetta er einmitt ein af þeim, já ég bjóst ekki við miklu og já ég fékk bara nánast akkúrat það sem að ég bjóst við, eða kannski aðeins meira...já þessi mynd er bara alveg fínasta afþreying, hélt manni vel við efnið, var alveg þokkalega spennandi og ekki var það verra að hafa ofurgyðjuna hana Amöndu Peet þarna að glyðrast örlítið, en samt var myndin of formúlukennd fyrir minn smekk... þannig að ef að það er ekkert inni á leigunni og þið eruð ekki búin að sjá þessa, þá er hún mjög fín bara svona til að láta eitthvað rúla í gegn.... takk fyrir
Bless the Child
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já ég verð bara að segja það að ég er allra fegnastur að ég hafi ekki borgað mig inn á þessa vitleysu en ég fékk einmitt boðsmiða á hana og fór ég með vini mínum að sjá þessa mynd... ok en þann dag í dag þá notum við tveir þessa mynd sem dæmi um einhverja þá lélegustu mynd sem að við höfum nokkurn tímann á ævinni séð og við erum að tala um það að við höfum séð allar American Ninja myndirnar, þannig að þetta er frekar slæmt dæmi þarna á ferð... en já Kim Basinger og Christina Ricci fara algjörlega hamförum hér í viðbjóðslega lélegum leik, alveg svona vægt til orða tekið þá myndi ég frekar taka Rollerball maraþon yfir eina helgi frekar en að sjá svo mikið sem trailerinn fyrir þessa mynd aftur... semsagt ALLS EKKI sjá þessa mynd.....vertu blessaður
Dreamcatcher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kemur fram á sjónarsviðið en einn Stebbi Kóngur myndin og ég verð að segja það að mér fannst þessi mynd algjörlega vera eitthvað það mesta rugl sem að ég hef séð á ævinni, ok ég veit ekki alveg hvað átti að vera málið í myndinni en ég var ekki alveg að fylgja þessum söguþræði nógu vel hvað þá þegar að ég missti af þessum 15 mín eða eitthvað þarna undir síðustu mínuturnar þegar að ég sofnaði, ég veit ekki hvernig það er venjulega en einhvern vegin hélt ég það að maður ætti ekki að sofna yfir einhverjum svona spennu/hryllingsmyndum en svei mér þá.. ég gerði það, ég skal alveg taka undir það að bókin er eflaust mjög góð en ég hef ekki lesið hana og eftir að hafa séð þessa mynd, þá efast ég stórlega um það að ég sé eitthvað á leiðinni að fara að gera það....en þessa hálfu störnu gef ég henni fyrir það að byrja nokkuð vel en þegar að skrímsli og geimverur komu fram á sjónarsviðið, þá var þessu öllu lokið...takk fyrir mig.... bless
Identity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já ég sá identity sýnishornið fyrir þó nokkru og varð umsvifalaust spenntur fyrir þessari mynd enda hef ég mjög gaman að John Cusack og fíla hann alveg þokkalega vel, en já ég fór á þessa mynd með væntingar og svei mér þá, hún bara stóðst þær væntingar og gott betur... myndin var bara hágæðamynd og fara þeir John Cusack og Ray Liota með leiksigur í þessari mynd að mínu mati...en ok plottið var mjög flott í myndinni og sumir eru eitthvað óhressir með endirinn en mér aftur á móti fannst hann mjög frumlegur og flottur, flott að nota eitthvað svona sem að maður hefur ekki séð áður.... myndin er með brilljant leikurum, góðri spennu og þokkalega flottu plotti, mæli eindregið með henni
Reign of Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
They´re made of flesh and blood...you take out their heart, you bring down the beast!! já þessi einstaklega fleyga setning gubbaðist út úr Matthew Mcwhatshisname með þeim svaðalegasta suðurríkjahreim sem að ég hef heyrt nokkurn tímann í bíómynd... en ok ég man eftir því að hafa verið í bíó og séð trailerinn fyrir þessa mynd og ég varð alveg þokkalega spenntur því þetta var nú alveg þokkalega flott hugmynd og maður varð nú alveg spenntur að sjá þessi ósköp, ok ég skellti mér á hana í bíó með ágætisvæntingar og byrjaði að horfa, en sjitt maður það kom sko allt annað upp á daginn!!! það var reynt að gera einhverja töff karaktera í þessari mynd eins og til dæmis allt þetta dragon slayer pakk!! meira að segja verstu role play njörðum misbauð þessi þvæla!!! og ég gæti ekki verið meira sammála Bryndísi hérna fyrir ofan með hennar komment á það hvernig Bandaríkjamenn bjarga heiminum ok í hversu mörgum gaaallööttuðum myndum höfum við séð það í??? en ég mæli alveg eindregið frá þessari mynd nema að þið séuð alveg sjúkir dreka fan njörðar sem að eruð t.d með einkabílnúmerið Dragon... þessa hálfa stjörnu gef ég henni fyrir það að drekarnir voru alveg þokkalega vel gerðir... þarna hafiði það
The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já ég fór með gríðarlegar væntingar í huga þegar að ég fór á Matrix Reloaded og ég verð að segja það að hún stóð ekki alveg undir væntingum, jú bardagaatriði og tæknibrellur voru alveg svakaleg og alveg bókað þau flottustu sem að maður hef séð á hvíta tjaldinu en hins vegar það sem að mér fannst draga myndina langmest niður voru þessar helvítis samræður í myndinni, það er engu líkara en að einhver snarsturlaður sálfræðingur hafi verið þarna við handritsstörf að reyna að flækja hverja einustu helvítis línu í myndinni það mikið að maður myndi hreinlega hætta að hlusta án þess að fatta það sjálfur, ég hélt að ég væri eitthvað ferlega vitlaus að skilja ekkert í þessu öllu saman sem að var verið að tala um, en þá þorði loks einn félagi minn að segjast ekkert hafa skilið í þessu og þá voru bara allir í því máli, en ég gef ekki alveg upp vonina strax á Matrix því að ég hugsa að þetta eigi eftir að enda með stæl núna í desember...vona ég
Ghosts of Mars
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alveg rólegur ég veit bara ekki alveg hvar ég á að byrja sko... en ok, byrjum bara á því að segja að þessi mynd er gjörsamlega ÞROSKAHEFT!!! ójá, en færum okkur yfir í staðreyndir varðandi þessa mynd.. tónlistin er gjörsamlega út úr samhengi, svo sem þegar að það hefði verið töff að hafa svona rólega fiðlutónlist eða eitthvað álíka til að byggja upp spennu fram að blóðuga atriðinu, þá var í staðinn eitthvað brjálað trans allan tímann, sem að mínu mati var alveg bara fáranlegt... en annað líka sem að böggaði mig ekkert eðlilega, en það var þetta tungumál sem að þessir óvinir áttu að tala??? hvað rugl var það??? ég hélt hreinlega að ég yrði ekki eldri þegar að ég heyrði þennan svokallaða leader yfir þessu fólki röfla eitthvað bull út í loftið??? það var engu líkara en að hann væri eitthvað aumur í hálsinum eftir slæman dag í flöfferbransanum... og annað, ég þykist vera nokkuð viss um það að Magnús Ver getur ekki tekið upp hjólsagarblað eitt og sér og hreinlega hent því í áttina að gaur og að hann muni bara hreinlega missa útlimi líkt og að blaðið sé í söginni og hún í gangi þegar að hún rekst í t.d lærið á gæanum... algjört rugl... þessi mynd er bara pjúra rugl frá upphafi og til enda þannig að ef að þið eruð ekki að fá borgað frá videoleigunni fyrir að horfa á hana....sleppið því þá!!!