Gagnrýni eftir:
Ong-bak
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er argasta snilld, þó söguþráðurinn virðist undarlegur á köflum, enda mikill munur á menningarheimi hér og í Tælandi (geri ég ráð fyrir, aldrei komið til Tælands). En þessi mynd er aðallega slagsmálamynd og er að mínu mati sú bezta sem ég hef séð mjög lengi. þessi drengur sem leikur í essari mynd er ótrúlegur, maður missir andlitið yfir því sem hann er að gera, einnig varð ég mjög hrifin af því hvurnig þeir útfæra myndatökuna, bara argasta snilld. Er einnig mjög ánægður með að kvikmyndahúsastjórendur séu farnir að taka inn myndir sem þessar, essi mynd er það góð að ég er að spá í að skella mér í bíó til að sjá hana á stóru tjaldi...