Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Catwoman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd og átti von á ágætis skemmtun, í staðinn fékk ég hrikalega lélega og óraunverulega mynd.

Myndin er rugl frá byrjun til enda, Bardaga atriðin eru óraunveruleg. Mér persónulega finnst fáránlegt að hún allt í einu geti gert alla þessa hluti sem hún gat áður alveg án þess að æfa sig. Og ekki vissi ég að kettir væru bardagahetjur.

Halle Berry leikur ágætlega í þessari mynd, og einnig mótleikarar hennar. Ég var þó ekki að fíla sharon stone í þessari mynd þó, Leikur svona merkilega og of góða með sig konu. Eða sumsé mjög lík sér í raunveruleikanum :)

Og það allra fáránlegasta við þessa mynd, hún lendir í slagsmálum við kærasta sinn sem catwoman. Og auðvitað þekkir hann hana ekki, því hún var með smá leðurgrímu fyrir augunum.

Söguþráðurinn er algert rugl, Myndin er illa leikstýrð, tæknibrellurnar eru lélegar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dodgeball: A True Underdog Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ákvað að skella mér á óvissusýningu í laugarásbíó, Og var því ekki viss hvaða mynd ég væri að fara á. Svo byrjar þessi mynd og var ég ansi ánægður með það.

Þessi mynd er satt að segja snilld frá A-Ö, Persónan sem Ben Stiller leikur svipar soldið til Derek Zoolander, en stiller lék hann einmitt í myndinni Zoolander árið 2001. En hann er einskonar líkamsæktar gúru og rekur stærstu og bestu líkamsræktarstöðina.

Vince Vaugn fer vel með hlutverk sitt sem Peter La Fleur og sömuleiðis Christine Taylor.

Þessi saga er nokkurs konar davíð vs. golíat, stóri maðurinn á móti þeim litla.

Skemmtilegt er að sjá hversu margir gestaleikarar koma fram í myndinni og má þar á meðal nefna, Chuck Norris og David Hasselhoff.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei