Gagnrýni eftir:
The Mask
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd fjallar um feimin og indælan bankastarfsmann (Jim Carrey) sem er auðvelt að vaða yfir. Hann finnur einn ömurlegan dag grímu sem lætur hann verða allt sem hann vildi, ástrsjúkan, orðheppinn brjálæðing sem heillar aðal gellunna í bænum (Cameron Diaz). En því miður er hún á föstu með versta glæpamanni í bænum. Mér finnst persónuleg þetta besta mynd sem ég hef séð. Ég skil ekki hvers vegna ég sá hana ekki fyrr. Þetta er fyrsta mynd Cameron Diaz og mér finnst hún standa sig mjög vel (eins og hún gerir yfirleitt). Jim Carrey stendur sig í stykkinu eins og alltaf. Ég ætla ekki að segja að þetta sé besta mynd hans því ég hef ekki séð þér allar og mér finnst þær næstum allar góðar.