Gagnrýni eftir:
Batman and Robin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Arnold Schwarzenegger rúlar, sama hvað mynd hann leikur í. Þess vegna fær þessi mynd eina stjörnu.
Þessi Batman mynd segir frá Dr. Frosta(Mr. Freeze) og Poison Ivy og hvernig Batman og Robin reyna stoppa þau. Lítið annað hægt að segja um söguþráðinn.
Það sem hefur verið að hrjá Batman myndirnar eftir að byrjað var að fá fræga leikara til að vera í búningum íllmenna og góðmenna er að myndirnar hafa alltaf verið að þynnast og reyna meira og meira að vera fyrir krakka.
Fyrsta myndinn heppnaðist best af þeim öllum, en hún fekk alveg hrillilega gagnríni fyrir það hversu dökk og drungaleg hún var. Foreldrum vestanhafs fannst ógmögulegt að sýna krökkunum sínum myndina. En það var einmitt það sem gerið hana svo góða, hversu dökk og drungaleg hún var. En hérna eru við kominn með krakkamynd sem verður verr og verr með hveri mín. sem líður, og heimskulegar eftir því sem fleir bætast í hópinn hjá Batman.
Þessi mynd er ágetist hasarflikk fyrir krakka, en aðrið ættu að láta þessa fara framhjá sér fara, nema þeir séu Schwarzenegger aðdáendur, því í þessari mynd fær hann að halda á stórum byssum og vera Cool.
Showgirls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Show Girls, þessi mynd er þessi var gerð sem mótsvar við mynd Demi Moore, Striptease, sem var nú askaplélga léleg, eins og þessi.
Þessi hefur það þó framfyrir hina að hún er djarfari á sviði erótíkarinnar.
Myndin segir frá stúlku sem fer til Vegas til að meika það. Henni langar til að verða dansari en endar á stripstað þegar hún kemur þangað. Hún þarf að vinna sig upp listan til að geta komist á stórasviðið í Vegas og fáum við að filgjast með þeirri leið og hvernig hún yfirstígur hyndararnar á leiðinni. Öskubusku saga í stryppgeiranum.
Ef ég hefði verið framleiðandinn af þessari mynd, þá hefði ég losaði mig við allt þetta fræga fólk sem tók þátt í þessari mynd. Stungið 44,5 milljónum dollara(ef 45M sem myndin kostaði í framleiðslu) í vasan á mér og fengið óþekktan klámmyndaleikstjóra og klámmynda fólk og gert klámmynd úr þessu og skýrt hana Dolly do Vegas. Hún hefði heppnast betur en þessi.
RoboCop 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hálf stjarna ?!? núna hugsa menn með sé, Fyrir hvað á þessi mynd hálfa stjörnu skilið ? Jú, fyrir að vera í RoboCop seríunni.
En þessi krakka mynd er alveg hrillilega slöpp, og ég þurfti nokkra daga til að geta horft á hana, náð mest 20 mín áður en ég sofnaði eða gafst upp.
Sagan er sú sama og í fyrri myndunum. RoboCop er að berjast við bófa til að halda götum Detriot hreynum. Þegar lögreglumennirnir fara verða full harkalegir við heimilislaust fólk í einu blokkarhverfi, þá snýst RoboCop gegn lögreglunni og gengur í lið með uppreistnarmönnum sem eru að berjast gegn yfirvöldum borgarinnar.
Leitin af hinum mannlega hluta úr fyrra lífi RoboCop heldur áfram í þessar og kemst hann einu skrefi nær, en ég verð nú að segja að leitin af mannlegri hegðun hjá Data í Star Trek: The Next Generation er mun áhugaverði.
Þessi mynd hefur skelfilega þunnan söguþráð, fyrirsjánlegur og leiðinlegur. Persónurnar eru svo leiðinlegar að maður vonast alltaf eftir því að sérsveitar mennirnir komi og slátri þessum uppreystnarmönnum, svo að myndin geti nú endað. Ég mundi ekki mæla þessari mynd fyrir neinn, nema þá til að geta sagst hafa séð allar RoboCop myndirnar eða þá að menn séu sérstakir áhugamenn um lélegar bíómyndir.
The Postman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er í eigu Keven Costner alveg frá a-z. Hann hefur væntanlega ákveðið að gera þessa til að sýna framá að hann geti alveg gert framtíðarmynd sem hefur dökka framtíð. Eftir klúðrið með Waterworld(sem mér fannst nú bara nokkuð góð).
Þessi mynd segir frá því þegar Ameríka er lög í eyði eftir styrjöld. Costner leikur Póstmann sem ferðast um USA(eða það sem er eftir af henni) með póstinn. Hann lendir í því að þurfa verja lítinn bæ fyrir árásum ræningja. Hann reyndir að kenna þeim hvernig þeir eiga verja sig og vera sjálfstæðir. Þetta er e-ð óttalega klisjukennt allt saman og virkar ekki, allavega ekki í 170 mín.
Costner dettur í sömu grifju þarna og í Waterworld, myndinn verður of fjölskilduvæn og væminn, attburðarásin er ekki nógu hröð og því myndast stórar pásur í myndinni sem ekkert skeður og myndinn verður mjög langdreiginn, 170 mín(sem er langur tími) líður eins og heill dagur. Sagan í sjálfum sér er ekkert svo vitlaus. Ástaralar gátu gert svona mynd fyrir engan pening(Mad Max), svo að maður ætti nú að geta ætlað að maður sem á nóg af peningum og óskar gæti nú gert e-ð úr þessari hugmynd. En hann grefur bara stóra holu sem hann kemst ekki uppúr. Myndinn líður fyrir það að hún er of löng. Handritið er ekkert glatað, en of langt, leikurinn ekkert svo slappur, en enn og aftur, myndinn er svo löng að maður verður þreittur á persónunum.
Þetta er ágetis mýnd á leiðinlegu rigningarkvöld, en ekkert meistarverk.
Blair Witch 2 : Book of Shadows
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég veit ekki af hverju ég tók þessa mynd á video-leigunni á sínum tíma. Mér fannst fyrri myndinn alveg ömurleg, þunn og ómerkileg. Eina sem er hægt að hróssa fyrri myndinn fyrir er hvernig hún var markaðsset. Markaðssetninginn svín heppnaðist. En allavega þá tók ég þessa.
Myndinn er nánast beint framhald af fyrri myndinni. Hún fjallar um hóp af krökkum sem fara í skóginn þar sem hópurinn úr fyrri myndinni hvarf. Hópurinn(seinni) ætar að rannsaka hvað kom fyrir fyrri hópinn. Eftir því sem þau komast nær því hvað varð um fyrri hópinn, því fleiri furðuhlutir koma fram hja þeim.
Þessi mynd er álíka þunn og gagnrínin mín. Leikararnir eru hrillilega slappir, verri en sápuóperuleikarar. Handritið er vægast sagt skrautlegt. Þetta er ekki góð hrillingsmynd og er varla hægt að segja að hún komist í b-mynda hópinn.
Opinberun Hannesar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja, hvað getur maður sagt, ég hafði nú ekki mikinn áhuga á að sjá þessa mynd þegar hún var sýnd í sjónvarpinu en horfði samt á hana, því að ég sá framá það að ég mundi hvort er ekkert eiða næst sirka 90 mín í e-ð gáfulegar, svo ég sast niður og horfði á hana.
Þessi mynd fjall um Hannes greið sem lendir í frekar furðulegri atburðarás þegar mikilvæg gögn hverfa hjá honum. Hann bregst vilaust við þegar hann reynir sitt besta til að enginn taki eftir honum í sambandi við málið. En því meira sem hann reynir að láta sig hverfa því fleiri taka eftir honum.
Sögurþráðurinn er frekar einfaldur og flækjurnar ekkert ýkja merkilega. Maður sér fljótt í gegnum þær. Reyndar af þeim sökum er allt í lægi að horfa á þessa mynd, manni líður eins og maður sé rosalega gáfaður :). Handritið er frekar slapt, myndataka og leikstjórn frekar léleg, svo eins og menn væri að drífa sig í að klára þessa mynd. Það koma langir kaflar í myndinni sem manni fynst hreinlega tíminn standa kyrr yfir því hversu lengi myndinn er að rúlla í gegn, en hún endar á endandum, sem betur fer.
En í heildian litið, þá er þessi mynd óskaplega langdreiginn og persónur frekar þurrar. Sóun á tíma að horfa á hana.
Versus
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jæja...hvað get ég nú sagt ? þvílík mynd.
Þetta er Japönsk mynd frá árinu 2000. Og fjallar hún um 2 strokufanga sem eru á hlaupum í gegnum skó á flótta undan lögreglunni(stórskrýtnum lögreglumönnum). En við hinn endann á skóginum bíður glæpaklíka eftir þeim til að ná í þá. En þegar fangarnir koma á staðinn þá eru mótökurnar ekki vinalegar, og allt endar í háfaloftum þar þegar annar strokufangana kemst af því að glæpaklíkan tók með sér gísla. Þessi læti enda með því að einn út glæpaklíkunni verður drepinn og annar fanginn líka, hinn fanginn og gíslinn sleppa inní skóginn aftur. Á flótta undan Lögreglunni, bófagengi og manni sem virðist ekki hægt að drepa, byrjar einhver rosalegasta atburðarás sem ég hef séð í bíómynd.
Þessi atburðarás hefur í för með sér stórfurðulegra persóna(þegar maður heldur að maður sé búinn að sjá þær allar, þá koma alltaf nýjar enn furðulegri). Zombíur(með byssur :D), geðveik bardagaratriði, rosalega blóðslettur og mikið af líkamspörtum. Þessi mynd er keyrð á alveg rosalegri keyrslu og það er oft mjög erfitt að halda í þessa mynd. Á milli rosalegra bardagaratriða er verið að brytja niður Zombíur með tilheyrandi blóðsúrhellingum.
Þetta var nú ekki alveg það sem ég bjóst við þegar ég sast niður og fór að horfa á þessa mynd, bjóst við einhveri draugamynd. Ég myndi setja þessa mynd á stall með Evil Dead myndum, Draindead og Bad Taste. Það er alveg hægt að hlæja sig máttlausan ef maður heldur í þessa mynd.