Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Minority Report
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nýjasta mynd Spielbergs og með þeim lélegri.


Ef þið eigið auðvelt með að láta blekkja ykkur þá getur svo sem vel verið að þið hafið gaman af henni, en ef þið hafið gaman að góðu plotti eins og í Matrix, þá í guðana bænum, SLEPPIÐ ÞVÍ.



Leikarar stóðu sig vel með Tom Cruise (John Anderton) og Max von Sydov (Lamar Burgess) í broddi fylkingar. Nokkur góð action atriði, en þá er það líka upptalið.


Það var mjög illa farið með hugmyndina, þ.e. þá að fólk sé notað og beintengt við tölvu til að sjá fyrir og spá um morð.


Í fyrsta lagi, hvernig er hægt að sjá fyrir einhverja framtíð sem er ekki framtíð?? Hin meintu morð eiga sér ekki stað í framtíðinni vegna skilvirkni lögreglu, ergo: spádómurinn rætist ekki, önnur framtíð.


Í öðru lagi, fórnarlambið (Anderton) sem trúir að kerfið sé óskeikult, m.a. margsinnið orðið vitni að því þegar hinir meintu morðingar þræta fyrir ætlun sína, hvers vegna ætti hann að gangast upp í spádóminn og hreinlega elta uppi hina ætluðu atburðarrás?


Í þriðja lagi, plottið að Lambart ætli sér að losa sig við Anderton?

Hvers vegna var ekki bara látið leka til hans að búið væri að komast á snoðir um morðinga sonar hans?

Anderton færi svo af stað að leita uppi morðingjan og framhaldið eins og í myndinni?

Nei sjávaldurinn var notaður og látinn setja upp gildru að undirlagi Lambarts, sem var svo þegar upp var staðið, enginn minority report og um ekki um nein svik að ræða.


Fleiri veilur sá ég eins og þetta með byssuna. Anderton skildi byssuna eftir morðið, þ.e. á vettvangi, Lambart tekur hana sem sönnunargagn en skilur hana svo eftir hjá næsta líki til að freima Anderton! Hvernig í ósköpunum á Tom að hafa náð í byssuna?


Ég verð nú bara að segja það, Þessi mynd á ekki skilið nema eina og hálfa stjörnu.


Bjarni Einarsson




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei