Gagnrýni eftir:
Austin Powers in Goldmember0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst Austin Powers in Goldmember vera frábær mynd og fylgja hinum tveimur myndunum fullkomlega eftir.Reyndar finnst mér byrjunaratriðið dálítið slappt og of langt og ég var farinn að halda að hún væri hryllilega leiðinleg en eftir það fer hún smá saman að hressast og það er ástæðan fyrir stigagjöf minni. Beyoncé Knowles er ágæt í hlutverki Foxxy Cleopatra, Númer 3 þokkalegur en Goldmember er algjör hörmung og á ekki skilið að mynd sé nefnd eftir honum.Gömlu persónurnar eru ágætar og Mini-Me mjög góður.Ég skora á alla sem hafa ekki séð myndina að sjá hana og lofa að þeir verði ekki fyrir vonbrigðum.

