Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Core
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er soldið langt síðan ég heyrði af því að verið væri að gera the core, og fékk vitneskju frá vini mínum um að þetta yrði líklegast soldið slæm mynd. Í kvöld fékk ég spádóm hans staðfestan. Myndin fjallar um hvernig segulsvið jarðar hverfur vegna þess að kjarni hennar hættir að snúast. Soldið ótrúlegt, en við skulum samt ekki afskrifa hana strax. Síðan er farið útí einhverjar tæknilegar útskýringar sem ég gaf nú ekki mikið fyrir, en myndir eru nú sjaldnast með eitthvað svoleiðis á hreinu. Þau fá gaur sem virðist annars ekkert eiga heima í þessari mynd og ég skil ekki hvað persóna hans átti að gera í myndinni, en hann ætlar að hack the planet ... og nottlega með tilheyrandi hræðilegu hollywood tölvukerfi. Þau fara niðrí jörðina í einhverju hylki sem er búið til úr unobtainium, þar byrjar þvælan og nú verður ekki aftur snúið. Ótrúlegur ljóseindageisli á að geta rutt þeim braut í gegnum möttul jarðar (btw. eitthvað svona dót myndi þurfa sjúklega mikið afl... sem þau fá úr experimental nuclear reactor). Þau fara inní jörðina og ég held ég geti ekki sagt mikið um hvað gerist þar því það gæti talist spoiler, en tækniruglið og bara almennt hugsunarleysi einkennir þennan spöl myndarinnar fram að lokum. Þar að auki er myndin mjög löng, þannig að maður var orðinn virkilega pirraður (því þetta er slæm mynd) og mig langaði mest til að koma mér út og hefði gert svo hefði ég verið á mínum eigin bíl. Ef þið viljið forðast óþarfa sársauka, endilega ekki fara á þessa mynd.


Hálfu stjörnuna fá Hillary Swank (sem er samt bara svona semi-sæt) og eitt af byrjunaratriðunum sem gerist í london.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cradle 2 the Grave
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í stuttu máli mætti segja að þessi mynd sé einhver sú versta sem ég hef séð í langan tíma. Satt best að segja man ég ekki alveg hvenær ég sá svona lélega mynd. Myndin byrjar eitthvað hálf asnalega á því að Jet Li er að hoppa niður blokk frá svölum yfir á aðrar svalir og engin ástæða gefin fyrir þessu. Maður gæti hugsanlega réttlætt þetta með því að hann vildi koma gaurnum sem hann var að laumast inn til að óvörum en sá gaur hafði bara minnst í Jet Li þannig að ég sé ekki hversvegna hann fór ekki bara með lyftunni.


DMX sýnir einhverja verstu leiktilburði sem ég hef nokkurn tíman orðið vitni að og var orðinn alveg hræðilega pirraður á honum undir lokin. Jet Li er með eitt eða tvö flott bardaga atriði og er það helmingurinn af stjörnunni. Hinn helminginn fær Tom Arnold sem var svona það besta við myndina. Og þegar Tom Arnold heldur myndinni uppi þá veit maður að það er eitthvað að.


Endaatriðið var sjúklega pirrandi og maður var orðinn hálf reiður á því hverskonar fáviti hafi samið þetta handrit. Kjarnorkusprengu var troðið ofan í kokið á manni og munnvatn hans setti spreningu af stað sem var nú svo ekki meiri en svo að Jet Li sem stóð yfir honum labbaði í burtu. Ég stóð upp og gerði mig líklegan til að fara útaf myndinni en mér til mikillar ánægu var myndin hvort sem er búin.


Ég mæli með þessari mynd fyrir alla þá sem hafa gaman af sjálfspyntingu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Guru
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á óvissusýningu þar sem möguleikarnir voru The Guru, Red Dragon og Tuxedo. Þar sem ég var 100% viss um að kvikmyndahúsin væru að reyna að blekkja fólk til að koma á The Guru, gerði ég samning við vin minn um að hann myndi borga miðann minn ef þetta yrði ekki Red Dragon. Ég fékk því ókeypis inná þessa mynd, en finnst samt eins og ég hafi tapað einhverju.


Nokkur hræðilega ófyndin atriði koma fyrir í myndinni sem eru einungis ætluð þeim sem eiga við einhverja þroskaskerðingu að stríða, og voru því nokkrir sem hlógu sig alveg máttlausa að þessari mynd. Ef þú tilheyrir þessum hóp, endilega sjáðu the Guru.


Fyrir ykkur hin, þá mæli ég eindregið með því að þið forðist þessa mynd. Ég taldi 2 atriði samtals þar sem ég brosti útí annað, hin atriðin gerðu mig bara pirraðan á hversu léleg þessi mynd væri. Ég myndi gefa þessari mynd hálfa stjörnu fyrir hversu sæt hún Heather Graham er, en þessi mynd er bara svo rosalega léleg að hún dregur alla einkunnargjöf niður.


Enn og aftur, ef þú hefur einhverja virðingu fyrir sjálfum/sjálfri þér, EKKI FARA Á ÞESSA MYND!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei