Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Mission: Impossible II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað er svo sem hægt að segja...? Jú, "Mannskemmandi" er svo sem eitt orð, ekki verra en hver önnur. Hreint út sagt hræðilega léleg mynd; ég nenni varla að eyða orðum í að fara út í af hverju. Við skulum bara segja að John Woo ætti að halda sig við Bruce-Lee wannabee myndirnar fyrir austan, og Tom Cruise ætti að vera heima með konunni. Eina skiptið sem ég hef séð bíósalinn tæmast áður en endatextarnir voru komnir upp. Rugl og vitleysa, lélegur leikur, fáránleg áhættuatriði, óspennandi mynd með öllu. Sumar senurnar hreint út sagt hlægilegar, en á öðrum forsendum en ætlað var. Útþynnt, ofleikin drama inn á milli, og vanpæld atriði. Nóg sagt. Fyrir löngu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: The Phantom Menace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er algjör synd að ekki skuli gerður meiri munur á meistaraverkum og góðri froðu. Star Wars Episode 1 fellur í seinni hópinn. Það ætti eiginlega að vera tveir aðskildir skalar fyrir hópana tvo, þar sem þeir eru ekki sambærilegir. Myndin er góð, ágætis skemmtanagildi, þó að algjörlega misheppnuð persóna einhverrar geimveru sem á að vera fyndin dragi hana svolítið niður. Kappakstursatriðið er hins vegar ágætlega útfært, og hljóðið við það atriði er hreint út sagt magnað. Ég sé mér hins vegar ekki fært að gefa henni 3 til 4 stjörnur fyrir það, enda margar aðrar myndir sem eiga þá einkunn betur skilda. Ef þið ætlið bara á eina mynd í bíó, ekki láta það vera þessa. Ég mæli frekar með 'Fucking Åmål' í Háskólabíói.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fucking Åmål
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég gæti ekki verið meira sammála síðasta ræðumanni; þessi mynd ætti að fá 5 stjörnur. Gott mótvægi við alla delluna sem heldur áfram að flæða frá Hollywood, og ég held að mér sé óhætt að segja að þetta sé besta mynd sem ég hafi séð. Frábær blanda af gamni og alvöru, og staðreyndin að hún er sænsk styrkir hana miklu fremur en veikir, þar sem auðveldara er að taka hana alvarlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það sem kemur kannski mest á óvart við The Matrix er það að aldrei þessu vant er Keanu Reeves ekki óþolandi. Myndin er hins vegar ekki hafin að neinu marki yfir aðrar Hollywood formúlumyndir, nema síður sé, en hins vegar eru gerðar heiðarlegar tilraunir til að hylja þá staðreynd. Kannski er ekki verra að innleiða smá heimspekilega hugsun í fólk í gegnum vinsælasta afþreyingarmiðilinn, en aftur á móti eru þetta alls ekki nýjar hugmyndir þó mörgum kunni að virðast það. Það sem ber myndina helst uppi eru fáein mögnuð atriði sem eru snilldarlega útfærð, en þau nægja því miður ekki til að hífa myndina upp fyrir 2 stjörnur. Myndin fær sem sagt Hollywood stimpilinn "Fín afþreying". Meira en það er hún nú ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Shining
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Shining er hreinasta snilld. Jack Nicholson er hér í sínu besta hlutverki, og fer snilldarlega með það. Þess mynd Stanleys heitins Kubrick er svo langtum betri en bók Stephens Kings að undrun má sæta. Þar sem bókin leysist að mestu upp í dellu og vitleysisgang, eins og einkennir og eyðileggur flestar hans bækur, heldur myndin áfram fullum dampi eingöngu fyrir snilldarleg efnistök Kubricks. Sem hryllingsmynd er hún ein af fáum slíkum sem ganga upp, en það er ekki á hvers manns færi að gera hryllingsmynd svo vel sé. Allt í allt er þetta frábær mynd sem allir ættu að sjá að minnsta kosti tvisvar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei