Gagnrýni eftir:
Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef aldrei á ævinni orðið jafn móðgaður og þegar Hannibal skítaklesstist á stærsta tjald Háskólabíós. En það er þannig með hreinan viðbjóð að hann á meira sameiginlegt með hreinni snilld en mainstream fjölritun.
Hvað kvikmyndina sjálfa varðar þá er í raun ekkert að henni þannig séð. Það er ekki svo að leikstjórinn hafi verið drukkinn í tökum og að griplarnir hafi verið riðuveikir. Fjarri því. Myndin er líklega vel gerð. Leikurinn er ekkert hræðilegur og söguþráðurinn er ekki um amerískan ofurhuga sem bjargar heiminum frá klóm hryðjuverkamanna sem trúa á and-kapítalísk gildi.
Móðgunin var samt sem áður til staðar og mig verkjaði augun og eyrun þegar myndin blasti við í allri sinni meðalmennsku. Hvað var það sem fór svona hræðilega í mínar fínustu?
Ja, sko. Mig grunar að ég beri meiri virðingu fyrir persónunni Hannibal Lecter, sem birtist í Silence of the Lambs, en fyrir meðalmennsku í kvikmyndagerð. Sem betur fer fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar þá heitir myndin ekki Silence of the Lambs 2: Hannibal Lecter strikes again and makes weak minded people do silly things to them selves. Heldur einfaldlega Hannibal. Ég gat þó huggað mig við að titill myndarinnar gaf manni nokkuð færi á að slíta sig frá tengingu við gamla meistaraverkið.
En ég er enn hálf bitur. Hvað var verið að pæla? Þessi nýji Hannibal er krappetíkrapp og alls ekki svalur. Hann er alls ekkert ólíkur mörgum sem ég þekki. Siðblindur og sannfærandi með mikið af lyfjum í farteskinu. Í stað þess að nauðga á útihátíð þá lætur hann fólk finna fyrir því á Ítalíu. Blaahhh...
Engin stjarna er eiginlega of mikið. En athugið að þessi gagnrýni er byggð á innri tilfinningum en ekki vísindalegu athugunarferli.
Mestu vonbrigði kvikmyndaheimsins síðan sneitt brauð(?)
Crouching Tiger Hidden Dragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er reyndar afar hrifnæmur og þær eru ekki fáar myndirnar sem ég gef fjórar stjörnur. Crouching tiger hidden dragon er þó tvímælalaust í topp tíu hjá mér, ef ekki bara í topp fimm. Ég er búinn að kaupa mér hana á DVD og hyggst horfa á hana a.m.k. einusinni í viku héðan í frá.
Bardagaatriðin í myndinni eru alveg hreint dásamleg og ein sér þess virði að sjá myndina fyrir. Æ, ég veit það ekki, þetta er bara ein af þessum myndum sem maður situr dolfallinn yfir og segir svo Shit yfir kreditlistanum.
Ég vara þó jarðbundna Hollywood aðdáendur við. Þessi mynd er ekki stöðluð eftir geldingafyrirskipun kanans í menningu og listum. Það eru nokkur atriði þar sem að náttúruöflunum er storkað og það ekki kallað Yedi mind trick eða Spermal flux generator. Ég vara einnig fólk með nýjungafælni og andleysissýki til að sjá þessa mynd, fyrir slíkt fólk er hún móðgun.
Það er tvennskonar fólk sem ég veit að þolir ekki þessa mynd: 15 ára unglingsstúlkur sem þússt eigilega fannst hún glötuð og 17 ára sportbílaeigendur sem þola ekki þegar annað tungumál en enska hljómar í eyrum þeirra (þrátt fyrir að þeir skilji það tungumál varla), enda er stundum erfitt að lesa textann og skrifa SMS til 15 ára unglingsstúlknanna bæði í einu.
En fyrir hrokafulla þá er þessi mynd tær snilld!
Shit!